Logo

    Gullkastið á Kop.is - 208

    isSeptember 25, 2018
    What was the main topic of the podcast episode?
    Summarise the key points discussed in the episode?
    Were there any notable quotes or insights from the speakers?
    Which popular books were mentioned in this episode?
    Were there any points particularly controversial or thought-provoking discussed in the episode?
    Were any current events or trending topics addressed in the episode?

    About this Episode

    Southmapton var ekki vandamál og Liverpool fer á fullri ferð í tvær viðureignir við Chelsea. Hin toppliðin eru á meðan í misjafnlega góður standi. Fórum yfir allt það helsta úr síðustu viku og höfðum Svenna Waage í banastuði með okkur. Hann fer að hafa hashtagið sitt í hástöfum bráðum #meistararívor.

    Kafli 1: 00:00 – #meistararívor
    Kafli 2: 09:30 – Shaqiri stækkaði úr 1,54 í 1,63
    Kafli 3: 19:40 – Matip spilaði eins og hann sé 1,95m á hæð.
    Kafli 4: 22:30 – Fækkar hratt músahjörtunum í liðinu
    Kafli 5: 27:00 – Besta Úrvalsdeildarlið Liverpool?
    Kafli 6: 34:20 – Alisson snarlagar varnartölfræði
    Kafli 7: 38:30 – Hvað er líklegast af United, Spurs og Arsenal?
    Kafli 6: 54:10 – Chelsea eru alvöru í vetur

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi og Sveinn Waage

    Recent Episodes from Gullkastið

    Gullkastið - Alvöru Toppslagur

    Gullkastið - Alvöru Toppslagur

    Enn eitt helvítis jafnteflið í þessum stóru leikjum tímabilsins og enn einu sinni dómaramistök sem falla ekki með okkar mönnum. Frammistaða Liverpool hinsvegar ekkert annað en stórkostleg í báðum leikjum vikunnar, bæði innan sem utan vallar. Leikurinn á Anfield er alveg á lista fyrir einn besta leik tímabilsins.

    Spennandi fréttir í síðustu viku þess efnis að Michael Edwards væri líklega að snúa aftur til Liverpool ásamt vini sínum Richard Hughes sem hefur verið yfirmaður knattspyrnumála hjá Bournemouth undanfarin átta ár. Vonandi fréttist meira af því í þessari viku.

    Skoðum hvernig staðan er fyrir síðustu tíu leiki tímabilsins – sjá líka færslu hér neðar

    Framundan er svo seinni leikurinn í Evrópudeildinni sem er hálfgert formsatriði og upphitun fyrir stórleikinn næstu helgi gegn Man Utd.

    Liverpool er vel á lífi eftir ótrulegt mótlæti í byrjun þessa árs

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

     
    Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 466

    Gullkastið – Toppslagurinn

    Gullkastið – Toppslagurinn

    Fjórtán menn á meiðslalista og áfram skröltir´ann þó. Tveir magnaðir sigurleikir í vikunni og rosalegur stórleikur framundan um helgina. Slúður um mögulega endurkomu Michael Edwards og helstu fréttir síðustu viku.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.

     

    Gullkastið - Kidstanbul

    Gullkastið - Kidstanbul

    Eftir að Ryan Gravenberch fór af velli eftir tæplega háflftíma leik á Wembley voru Liverpool án 12 leikmanna sem flestir eru lykilmenn í leikmannahópi Liverpool. Þrátt fyrir það tókst Liverpool að vinna og það á nokkuð sannfærandi hátt Chel$ea, eitt dýrasta lið sögunnar. Liverpool fékk miklu minni hvíld fyrir leik og hafa spilað miklu fleiri leiki en Chelsea í vetur þannig að þegar þeir örfáu lykilmenn sem byrjuðu fóru að þreytast henti Klopp bara krökkunum inná og þeir kláruðu dæmið. Frábær frammistaða.

    Tókum snúning á því sem var að gerast um helgina og spáðum í spilin fyrir næstu leiki, hvernig í veröldinni stillir Klopp upp gegn Southampton á miðvikudaginn?

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
    Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

    MP3: Þáttur 464

    Gullkastið – Wembley um helgina

    Gullkastið – Wembley um helgina

    Úrslitaleikur um helgina á Anfield South, vonandi bara að okkar menn nái í lið. Sigur á Luton um helgina var vonandi nákvæmlega upphitunin fyrr þann leik. Skoðum hvaða lið verða í Evrópudeildar pottinum á morgun og veltum upp helstu vendingum í þjálfaraslúðri.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
    Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið – Fáránlegur meiðslalisti

    Gullkastið – Fáránlegur meiðslalisti

    Stór skuggi fyrir frábærum sigri á Brentford þar sem líklega bættust þrír lykil leikmenn til viðbótar við meiðslalistann sem var fáránlegur fyrir. Úrslit í öðrum leikjum þíða þó að Liverpool situr á nýtt eitt á toppnum. Nóg um að vera á Englandi og Luton er verkefni vikunnar

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
    Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið - Skítur skeður!

    Gullkastið - Skítur skeður!

    Næstu fjórir í deildinni eru svokallaðir skyldusigar en andstæðingar Liverpool í þessum leikjum eru í fjórum af sex neðstu sætunum. Þetta eru jafnframt leikir sem Liverpool var í vandræðum með í fyrra.

    Fyrsti raunverulegi tapleikur tímabilsins um helgina og það nokkuð verðskuldað tap gegn Arsenal en mjög góður sigur á Chelsea í miðri viku með sýningu frá Conor Bradley vann upp á móti því.

    Bættum hægri bakverði við í hæagi bakvörðinn í Ögurverk lið aldarinnar skipað mestu gerpum deildarinnar.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
    Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið – Byrjunin á endanum

    Gullkastið – Byrjunin á endanum

    Við erum mjög langt í frá búnir að jafna okkur á Svarta Föstudeginum en neyðumst nú til að velta hinu óhugsandi fyrir okkur, hver tekur við af Klopp næsta sumar? Ekki bara Klopp heldur öllum hans helstu samstarfsmönnum líka?

    Liðið hélt annars áfram að malla vel í vikunni og fór áfram í báðum bikarkeppnum, nú er bara Wembley eftir í Deildarbikarnum og í FA Cup fáum við Southampton næst og þar með tækifæri til að nota áfram lagerinn af akademíustrákum sem hafa verið að grípa sín tækifæri rosalega vel undanfarið.

    Framundan er svo stærsta vika tímabilsins það sem af er, Chelsea á miðvikudaginn ofan í allt Klopp dramað og svo er það Arsenal úti um helgina. Þurfum góðar fréttir úr þessum leikjum.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi og SSteinn.

     

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
    Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

    Gullkastið – Klopp hættir eftir tímabilið

    Gullkastið – Klopp hættir eftir tímabilið

    Þessi föstudagur gat ekki byrjað mikið verr, Juregn Klopp tilkynnti í morgun að þetta tímabil verði hans síðasta sem stjóri Liverpool og ekki nóg með það þá hætta einnig allir hans nánustu samstarfsmenn í þjálfarateyminu.

    Reyndum að ná utan um þetta í neyðar Gullkasti og spá aðeins í hvert framhaldið verður.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi, Einar Örn og Sveinn Waage

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
    Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

    M

    Gullkastið – Liverpool á flugi

    Gullkastið – Liverpool á flugi

    Frábær sigur á útivelli hjá afar ungu Liverpool liði og toppsætið ennþá okkar. Fórum yfir það helsta í þessari viku og hituðum upp fyrir bikarvikuna sem er framundan

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.
    Egils Gull / Húsasmiðjan / Verdi Travel Jói Útherji / Ögurverk ehf / Done

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io