Logo
    Search

    Hver er þín týpa? Hrifning og aðlöðun

    isOctober 17, 2022

    About this Episode

    Sólrún Ósk sálfræðingur ræðir við Poppsálina um aðlöðun og hrifningu. Erum við með ákveðna týpu? Hvað segja vísindin? Hvað segir Þróunarkenningin? Hvað segir félagssálfræðin um aðlöðun og hrifningu?

    Þetta er gamall þáttur og var áður eingöngu í boði fyrir áskrifendur Poppsálarinnar. Þátturinn tengist öðrum þætti sem nefnist: Af hverju er ástarsorgin svona sár? Óendurgoldin ást og ástarfráhvörf

    Recent Episodes from Poppsálin

    OCD - Kynferðislegar þráhyggjuhugsanir og fjögurra daga meðferðin

    OCD - Kynferðislegar þráhyggjuhugsanir og fjögurra daga meðferðin

    Í þessum þætti verður fjallað almennt um þráhyggju og áráttu eða OCD.  Sérstök undirtegund  þráhyggju verður skoðuð eða kynferðislegar þráhyggjuhugsanir eins og gagnvart fjölskyldumeðlimum eða öðrum. Rætt verður við Ásmund Gunnarsson frá Kvíðameðferðarstöð um fjögurra daga meðferð við OCD og árangur þeirrar meðferðar. 

    Sjálfsskaði - Orsakir, birtingarmynd, reynslusögur og bjargráð

    Sjálfsskaði - Orsakir, birtingarmynd, reynslusögur og bjargráð

    TW
    Sjálfsskaði - Orsakir, birtingarmynd, reynslusögur og bjargráð
    Í þessum þætti er fjallað um sjálfsskaða. Fjallað er um hvernig sjálfskaði birtist, mögulegar orsakir, tengsl við aðrar raskanir eins og ADHD og jaðarpersónuleikaröskun. Í þættinum fáum við að heyra reynslusögur og hjálplegar leiðir til að takast á við sjálfsskaða. 
    Þessi þáttur getur verið erfiður fyrir einstaklinga sem eru að glíma við sjálfsskaða og hvet ég alla til að hafa samband við t.d. Hjálarsíma Rauða Krossins 1770, Píeta samtökin 552 2218 eða einhvern sem þú treystir. 

    Stanford fangelsis tilraunin - Siðlaus en athyglisverð sálfræðitilraun

    Stanford fangelsis tilraunin - Siðlaus en athyglisverð sálfræðitilraun

    Sumarið 1971 var ein af siðlausustu sálfræðitilraunum  allra tíma framkvæmd í kjallara Sálfræðideildar Stanford háskólans. Sálfræðiprófessorinn Philip Zimbardo vildi rannsaka hegðun fólks í fangelsi og breytti því kjallara skólans í sýndarfangelsi og skipti saklausum nemendum skólans í tvo hópa, fanga og fangaverði. Markmiðið var að kanna áhrif aðstæðna á hegðun fólks.