Logo

    Fyrsta sætið

    Íþróttahlaðvarp mbl.is og Morgunblaðsins. Íþróttavikan gerð upp, allt það helsta sem þú þarft að vita um íþróttir líðandi stunda og stóru málin krufin til mergjar. Umsjón: Bjarni Helgason
    is56 Episodes

    People also ask

    What is the main theme of the podcast?
    Who are some of the popular guests the podcast?
    Were there any controversial topics discussed in the podcast?
    Were any current trending topics addressed in the podcast?
    What popular books were mentioned in the podcast?

    Episodes (56)

    #46 - Einar Örn: Við stálum þessu stigi

    #46 - Einar Örn: Við stálum þessu stigi

    Einar Örn Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handbolta og íþróttafréttamaður á RÚV, gerði upp fyrsta leik Íslands gegn Serbíu í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi og spáði í spilin fyrir næsta leik liðsins gegn Svartfjallalandi sem fram fer á morgun ásamt Brynjólfi Löve Mogensson, verkefnastjóra hjá Morgunblaðinu.

    #44 - Ásgeir Örn og Gunni Magg: Vinnum til verðlauna á næstu árum

    #44 - Ásgeir Örn og Gunni Magg: Vinnum til verðlauna á næstu árum

    Handboltagoðsagnirnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Gunnar Magnússon spáðu í spilin fyrir komandi Evrópumót sem hefst í Þýskalandi í dag. Ásgeir Örn lék 247 A-landsleiki og vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikum og bronsverðlauna á EM með liðinu en hann stýrir Haukum í dag. Gunnar var aðstoðarþjálfari liðsins sem vann til silfur- og bronsverðlauna, ásamt því að hafa stýrt liðinu sjálfur á síðasta ári en hann er þjálfari Aftureldingar í dag.

    #43 - Sigurður íþróttalögfræðingur: Telur að Manchester City fái mjög harða refsingu

    #43 - Sigurður íþróttalögfræðingur: Telur að Manchester City fái mjög harða refsingu

    Íþróttalögfræðingurinn Sigurður Ólafur Kjartansson ræddi um samninga leikmanna hér á landi, lögfræðiumhverfið á Íslandi þegar kemur að íþróttum og ensku úrvalsdeildina þar sem þónokkur félög hafa gerst sek um brot á fjármálareglum deildarinnar. Sigurður úskrifaðist úr Háskólanum í Reykjavík áður en hann útskrifaðist með meistaragráðu í íþróttalögfræði frá háskólanun í Madríd á Spáni. 

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io