Logo
    Search

    Poppsálin

    Poppsálin er poppmenningarlegt hlaðvarp með sálfræðilegu ívafi. Fjallað er um ýmis sálfræðileg málefni sem tengjast poppmenningu sem og áhugaverðar rannsóknir og pælingar innan sálfræðinnar. 

    isPoppsálin112 Episodes

    Episodes (112)

    Morðið á John Lennon - Réttarsálfræðileg greining (Allur þátturinn)

    Morðið á John Lennon - Réttarsálfræðileg greining (Allur þátturinn)

    Hér er aukaþáttur sem áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon fengu í júlí. Þið fáið þáttinn í fullri lengd núna  því Poppsálin er enn í smá sumarfríi ;)

    Í þessum þætti verður sagt frá áhugaverðri sálfræðigreiningu nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á morðinga John Lennon, Mark Chapman. 

    Greiningar geðlækna á Anders Breivik (Áskriftarþáttur)

    Greiningar geðlækna á Anders Breivik (Áskriftarþáttur)

    Þessi þáttur tengist þættinum um hryðjuverkin í Útey.

    Hér er farið yfir skýrslur geðlækna og sálfræðinga um Anders Breivik, hryðjuverkamanninn sem drap 77 einstaklinga, mest unglinga. Er Breivik geðveikur? Er hann ósakhæfur? Er hann bara vondur?

    Þetta er aukaþáttur fyrir áskrifendur Poppsálarinnar. Hægt er að gerast áskrifandi og nálgast fleiri aukaþætti hér: 
    https://www.patreon.com/Poppsalin




    Morðið á John Lennon - Réttarsálfræðileg greining (Áskriftarþáttur)

    Morðið á John Lennon - Réttarsálfræðileg greining (Áskriftarþáttur)

    Í þessum þætti verður sagt frá áhugaverðri sálfræðigreiningu nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á morðinga John Lennon, Mark Chapman. 

    Þetta er aukaþáttur fyrir áskrifendur Poppsálarinnar. Hægt er að gerast áskrifandi og nálgast fleiri aukaþætti hér: 
    https://www.patreon.com/Poppsalin

    Réttarsálfræðileg greining á Manson fjölskyldunni (Áskriftarþáttur)

    Réttarsálfræðileg greining á Manson fjölskyldunni (Áskriftarþáttur)

    Í þessum þætti verður sagt frá áhugaverðri sálfræði greiningu nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á Charles Manson og Manson fjölskyldunni. 

    Þetta er aukaþáttur fyrir áskrifendur Poppsálarinnar. Hægt er að gerast áskrifandi og nálgast fleiri aukaþætti hér: 
    https://www.patreon.com/Poppsalin

    Réttarsálfræðileg greining á Ted Bundy og The Night Stalker

    Réttarsálfræðileg greining á Ted Bundy og The Night Stalker

    ATH: Hljóðgæðin ekki 100% í þessum þætti (sumarfrí :) )

    Í þessum þætti verður sagt frá gríðarlega áhugaverðum sálfræði greiningum nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á fjöldamorðingjunum Ted Bundy og The Night Stalker

    Hægt er að nálgast aukaþátt um efnið á Patreon.com

    Loðbolta (Furry) samfélagið (Áskriftarþáttur)

    Loðbolta (Furry) samfélagið (Áskriftarþáttur)

    Í þessum þætti er fjallað um samfélag loðbolta. Þessi þáttur tengist þættinum um Kisumanninn Dennis Avner. Fjallað er um loðbolta samfélagið á Íslandi og  ástæður og tilgang Furry samfélags . Einnig verður fjallað um rannsókn sem gerð hefur verið á tengingu Furries við kynhneigð eða kynlíf. 

    Þessi þáttur er fyrir áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon.
    Takk kærlega fyrir að styrkja Poppsálina.
    Hægt er að gerast áskrifandi fyrir 5 evrur á mánuði hér:
    https://www.patreon.com/Poppsalin

    Kisumaðurinn - Ranghugmyndir um sjálfið eða Delusional Misidentification

    Kisumaðurinn - Ranghugmyndir um sjálfið eða Delusional Misidentification

    ATH: Hljóðgæðin eru ekki 100% í þessum þætti

    Í þessum þætti verður fjallað um nokkrar áhugaverðar raskanir sem tengjast ranghugmyndum  um sjálfan sig, annað fólk, staði og hluti. Sagt verður frá sögu Kisumannsins, Dennis Avner sem taldi sig vera tígrisdýr. Hann setti heimsmet í lýtaðgerðum og gjörbreytti líkama sínum til að líkjast tígrisdýri. 

    Hægt er að styrkja Poppsálina og nálgast fleiri þætti hér:
    https://www.patreon.com/Poppsalin

    Sálskurðlækningar: Siðlausar tilraunir á andlega veiku fólki eða gagnleg úrræði? (Áskriftarþáttur)

    Sálskurðlækningar: Siðlausar tilraunir á andlega veiku fólki eða gagnleg úrræði? (Áskriftarþáttur)

    Í þessum þætti er fjallað um sögu sálskurðlækninga, sérstaklega hvítuskurðs eða Lobotomy. Fjallað er um upphaf úrræðisins, markmið þess og afleiðingar. 

    Farið er í það af hverju þessi skurðaðgerð varð svona vinsæl og hvort gagnsemi hennar hafi verið ofmetin. Skoðað verður hve algeng aðgerðin var á norðurlöndum og sérstaklega af hverju hún varð algeng í Danmörku. 

    Þátturinn er á köflum frekar lýsandi og gæti verið erfiður fyrir suma. 


    Þessi þáttur er fyrir áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon. 
    Takk kærlega fyrir að styrkja Poppsálina. 
    Hægt er að gerast áskrifandi fyrir 5 evrur á mánuði hér:
    https://www.patreon.com/Poppsalin

    Áskriftarhópurinn hefur verið að stækka undanfarið og langar mig að gefa aðeins í og bjóða upp á fleiri þætti fyrir áskrifendur. Þannig að hér kemur einn djúsí ;)

    Manson fjölskyldan - LSD tilraunir og fjöldamorð

    Manson fjölskyldan - LSD tilraunir og fjöldamorð

    Í þessum þætti er fjallað um glæpamanninn Charles Manson og hina þekktu Manson fjölskyldu eða költ . 
    Fjallað er um líf Manson, frægu vinina, hópinn eða söfnuðinn sem safnaðist í kringum hann og morðin sem þau frömdu. Farið verður í sálfræðilegar pælingar í tengslum við hegðun og líf Charles Manson. 

    Hægt er að styrkja Poppsálina og nálgast fleiri þætti hér:
    https://www.patreon.com/Poppsalin

    Frægt fólk í sértrúarsöfnuðum (Áskriftarþáttur)

    Frægt fólk í sértrúarsöfnuðum (Áskriftarþáttur)

    Þessi þáttur er fyrir áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon. 
    Takk kærlega fyrir að styrkja Poppsálina. 
    Hægt er að gerast áskrifandi fyrir 5 evrur á mánuði hér:
    https://www.patreon.com/Poppsalin

    Áskriftarhópurinn hefur verið að stækka undanfarið og langar mig að gefa aðeins í og bjóða upp á fleiri þætti fyrir áskrifendur. Þannig að hér kemur einn djúsí ;)

    Frægt fólk í sértrúarsöfnuðum!

    Í þættinum er fjallað um fræga einstaklinga sem hafa verið meðlimir í sértrúarsöfnuðum t.d NXIVM, Children of God og fleiri. 

    Hver er þín týpa? Hrifning og aðlöðun (Áskriftarþáttur)

    Hver er þín týpa? Hrifning og aðlöðun (Áskriftarþáttur)

    Þessi þáttur er fyrir áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon. 
    Takk kærlega fyrir að styrkja Poppsálina. 
    Hér kemur smá aukaþáttur í tengslum við þáttinn um ástina og ástarsorg.  

    Hægt er að gerast áskrifandi fyrir 5 evrur á mánuði hér:
    https://www.patreon.com/Poppsalin

    Sólrún Ósk sálfræðingur ræðir við Poppsálina um aðlöðun og hrifningu. Erum við með ákveðna týpu? Hvað segja vísindin? Hvað segir Þróunarkenningin? Hvað segir félagssálfræðin um aðlöðun og hrifningu?

    Af hverju er ástarsorgin svona sár? Óendurgoldin ást og ástarfráhvörf

    Af hverju er ástarsorgin svona sár? Óendurgoldin ást og ástarfráhvörf

    Poppsálin fékk sálfræði snillinginn Sólrúnu Ósk í heimsókn til að ræða um ástina, ástarsorg, óendurgoldna ást og þann sársauka sem ástarsorg getur valdið. 
    Af hverju er ástarsorgin svona sár?
    Hvað einkennir óendurgoldna ást?
    Er óendurgoldin ást ást eða eitthvað annað?
    Hvað gerist þegar við upplifum ástarsorg?

    Aukaþáttur um vísindalegar skýringar á því af hverju við löðumst að ákveðnu fólki má finna á Patreon: 
    https://www.patreon.com/Poppsalin

    Gummi lögga: Týndu börnin og vandinn við afglæpavæðingu vímuefna

    Gummi lögga: Týndu börnin og vandinn við afglæpavæðingu vímuefna

    Í þessum þætti er spjallað við lögreglumanninn Guðmund Fylkisson eða Gumma löggu sem er hvað þekktastur fyrir að finna týnd börn og ungmenni. Við ræðum um starf hans og áhyggjur hans af þeirri hugmynd að afglæpavæða vímuefni. 

    Hægt er að styrkja Poppsálina fyrir 5 evrur á mánuði og fá aukaþætti í kaupbæti :)
    https://www.patreon.com/Poppsalin


    Bólusetningar og einhverfa - Stærsta fölsun í sögu vísindanna? (Áskriftarþáttur)

    Bólusetningar og einhverfa - Stærsta fölsun í sögu vísindanna? (Áskriftarþáttur)

    Þessi þáttur er fyrir áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon. 
    Takk kærlega fyrir að styrkja Poppsálina. 

    Hér kemur smá aukaþáttur í tengslum við þáttinn um einhverfu.  

    Árið 1998 birti hið virta tímariti The Lancet vísindagrein eftir lækninn Andrew Jeremy Wakefield þar sem hann hélt því fram að tengsl væru á milli bólusetninga og einhverfu. 

    Margir vilja meina að þetta sé stærsta fölsun í sögu vísindanna. 

    Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir vísindamanna til að endurtaka tilraunina og sýna fram á tengsl bólusetninga og einhverfu var aldrei hægt að sanna þessa tilgátu en mýtan um bólusetningu og einhverfu hefur enn ekki náð að deyja út. 


    Hægt er að gerast áskrifandi fyrir 5 evrur á mánuði hér:
    https://www.patreon.com/Poppsalin

    Einhverfa: Rófið, kakan og Elon Musk

    Einhverfa: Rófið, kakan og Elon Musk

    Í þessum þætti verður farið ítarlega í einhverfu. Einnig fær saga Elon Musk að blandast inn í umfjöllunina. 
    Fjallað verður um skynúrvinnslu, að stimma, að maska, ósýnilegu einkennin og fleira sem tengist einhverfu. 
    Rætt verður um muninn á viðteknu hugmyndinni um einhverfurófið og nýlegri hugmyndum um einhverfu eins og einhverfuhringinn eða kökuna. 

    Hægt er að styrkja Poppsálina og nálgast fleiri þætti inni á https://www.patreon.com/Poppsalin

    Related Podcasts

    ALFA 102

    ALFA 102

    ALFA IALAH SINGKATAN KEPADA ANALISIS, LAPORAN, FAKTA DAN AGENDA. MANAKALA 10-2 BERMAKSUD KE UDARA DI RADIO DALAM SEGMEN 10 PAGI HINGGA 2 PETANG.
    ALFA IALAH SEBUAH RANCANGAN BERKONSEP TEMU BUAL LANGSUNG DI KONTI RADIO DAN FACEBOOK-NASIONALFM SENTIASA DI HATI.
    RANCANGAN INI KE UDARA BERMULA ISNIN HINGGA JUMAAT PUKUL 10.30 MINIT PAGI SELAMA SETENGAH JAM.
    BERDASARKAN ANALISIS, LAPORAN, FAKTA DAN AGENDA,  TOPIK DAN ISU SEMASA DIPILIH BERSESUAIAN DENGAN KEADAAN SEMASA SERTA RELEVAN UNTUK DISIARKAN TERUTAMANYA BERKAITAN DENGAN DASAR-DASAR KERAJAAN YANG BAHARU PERLU DKETAHUI OLEH RAKYAT TEMPATAN.
    TOPIK DAN ISU SEMASA MENCAKUPI PELBAGAI BIDANG SEPERTI KESIHATAN, EKONOMI, PENDIDIKAN, TEKNOLOGI, BAHASA, POLITIK  DAN SEBAGAINYA

    Babski wieczór - Radio Zielona Góra

    Babski wieczór - Radio Zielona Góra
    Lifestylowa audycja, w któej zapraszamy na spotkanie przy dźwiękach muzyki, aromatycznej herbacie i tematach bliskich wszystkim nam, kobietom. Ciekawostki ze świata matek, psychologii, zdrowia, urody, mody. Nie raz zajrzymy do ogródka albo porozmawiamy na temat domowych porządków i ułatwiania sobie życia. Na herbatę zapraszam też ciekawych gości, także i was nie może zabraknąć! Do usłyszenia! Monika Bartkowicz-Krzysztof

    By: Monika Bartkowicz-Krzysztof

    Total Episodes: 22

    Topics:educationsociety & culturehealth & fitness