Logo

    blóðstrok

    Explore " blóðstrok" with insightful episodes like and "Dagáll læknanemans: Albert Sigurðsson - Blóðlækningar og blóðleysi" from podcasts like " and "Landspítali hlaðvarp"" and more!

    Episodes (1)

    Dagáll læknanemans: Albert Sigurðsson - Blóðlækningar og blóðleysi

    Dagáll læknanemans: Albert Sigurðsson - Blóðlækningar og blóðleysi

    Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vefsvæðum spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

    Albert Sigurðsson sérnámslæknir leiðir hlustendur í gegnum orsakir blóðleysis. Farið er yfir afhverju sjúklingar verða blóðlausir og hvernig sé best að haga uppvinnslu. Albert fer yfir stærð rauðra blóðkorna (MCV), mismun í stærð þeirra (RDW ) og netfrumur (forstig rauðra blóðkorna) og hvernig þessar stærðir nýtast til mismunagreiningar á orsök blóðleysisins. Enn fremur er farið yfir hver næstu skref eru eftir greiningu á orsök blóðleysisins, þarfnast sjúklingurinn frekari uppvinnslu? Í lokin er sérstök umræða um blóðsundrun (hemolysu), hvaða prufur skal panta og hvenær mann skal gruna blóðleysi á grunni blóðsundrunar. Albert ræðir sömuleiðis tónlistarferil sinn á tímum Covid-19.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-03

    (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io