Logo

    börn

    Explore "börn" with insightful episodes like "Sjö mánaða og stjórnar heimilinu", "Hlutir kosta peninga", ",,Mig langaði mest að hvæsa á hann”", "Samtöl við börn" and "Heilsa, veikindi og bólusetningar barna" from podcasts like ""Fjölskyldan ehf.", "Fjölskyldan ehf.", "Fjölskyldan ehf.", "Fjölskyldan ehf." and "Fjölskyldan ehf."" and more!

    Episodes (66)

    Sjö mánaða og stjórnar heimilinu

    Sjö mánaða og stjórnar heimilinu

    Nú eru ungu foreldrarnir komnir í fyrstu uppeldisklípuna enda stækkar unga snótin og þroskast stöðugt. Hún er komin á þann aldur þar sem börn gera mikinn greinarmun á fólki sem þau þekkja og ókunnugum sem þau fara að mótmæla hástöfum. Eins vill hún ekki vera aðskilin frá mömmu sinni og það á bara eftir að versna á næstu mánuðum.

    Auk alls þessa eru sjö mánaða börn byrjuð að leita leiða til að stjórna umhverfinu; ekki bara þegar þau eru svöng, þreytt, blaut eða einmana. Þarna byrja viljaæfingarnar sem munu standa yfir næstu árin og nú reynir verulega á blessaða foreldrana.

    Katla sér um kynningu og lokaspjall þáttarins af sinni alkunnu snilld.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Hlutir kosta peninga

    Hlutir kosta peninga
    Ömmgurnar sátu í glænýju heimastúdíói og tóku upp þátt vikunnar í ,,heimakastinu”. Þættirnir eru orðnir 44 og brátt verður komið ár frá því hlaðvarpið Fjölskyldan ehf fór í loftið. Í tilefni þess verða m.a. gjafaleikir á Instagram og Facebook síðum Fjölskyldunnar ehf.

    Magga Pála og Móey Pála ræddu fátækt barna og ungmenna á Íslandi og muninn á fátækt og blankheitum. Einnig ræða þær hvernig er hægt að jafna aðstöðumun barna og hvetja hvern og einn að finna leið. Öll getum við verið gætin á okkar vakt og tekið raunveruleikapróf reglulega með börnum.

    Katla fer með lokaorð og spjallar um peninga og skólabúninga við ömmu sína.

    Fjölskyldan ehf á facebook


    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    ,,Mig langaði mest að hvæsa á hann”

    ,,Mig langaði mest að hvæsa á hann”

    Fæðingarorlof, vinnan heima, hlutverkaskipti og samvinna eru m.a. umræðuefni þáttarins að þessu sinni. Adeline Brynja er farin að una sér vel í pössun á meðan ömmgurnar spjalla og þær létu gamminn geysa í góðu og auðvitað mikilvægu spjalli.

    Móey Pála hefur áhyggjur af því að fara með Adeline Brynju í vistun hjá öðrum, hún er sjálf núna orðin mjög háð dóttur sinni. Alls konar tilfinningar spila þar inn í og í kjölfarið velta þær fyrir sér upplifun feðra á þessu tímabili.

    Einnig velta þær upp rétti barnsins til að láta hugsa um sig heima því að það eru ekki foreldrar einir heldur aðrir fjölskyldumeðlimir sem geta annast litla barnið. Barn sem býr með einu foreldri ætti kannski að hafa sama rétt til fæðingarorlofs og barn með tvo foreldra?

    Þátturinn endar með glaðlegum lokaorðum frá Kötlu.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Samtöl við börn

    Samtöl við börn

    Ömmgurnar fóru stuttlega yfir nýjustu fréttir af Adeline Brynju í upphafi þáttar en hún er nýfarin að sitja.

    Einnig ræddu samtöl við börn og hvernig og hvenær við tölum við börn. Hvers vegna er mikilvægt að tala við börn? Þær ræddu einnig jarðhræringar, áhrif þeirra á börn og mikilvægi þess að segja börnum satt frá en á máli sem hæfir þeirra aldri. Eðlilegt er að börn fylgist með tali fullorðinna og þeirra viðbrögðum við náttúruvá; þá þarf að eiga samtal við börn og tala við þau um hlutina og svara spurningum. Einnig að spyrja þau hvernig þeim líður og fræða þau í kjölfarið.

    Þær ræða mikilvægi þess að tala við börn alveg frá fæðingu; að baða barnið í orðum.

    Katla og amma spjalla saman í lok þáttar um samtöl við börn.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com


    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Heilsa, veikindi og bólusetningar barna

    Heilsa, veikindi og bólusetningar barna

    Móey Pála og Adeline Brynja komu með ömmu Brynju í hljóðver að þessu sinni. Hún er hjúkrunarfræðingur sem vinnur á barnaspítala Hringsins. 

    Mæðgurnar spjölluðu um heilsu, veikindi barna og bólusetningar. Þær ræddu hita í börnum, verkjalyf og hverju er gott að fylgjast með þegar börn eru veik og hvenær skal leita til læknis með börn yngri en 3 mánaða. Þær ræddu líka foreldrahópa á samfélagsmiðlum og fyrirspurnir varðandi heilsu barna þar inni. Sýklalyfjagjöf bar einnig á góma ásamt kvíða og mörgu fleiru.

    Katla sá um kynningu og lokaorð af sinni alkunnu snilld.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com


    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Rannsóknaraldur, öskudagur og afreksíþróttir

    Rannsóknaraldur, öskudagur og afreksíþróttir

    Ungbarnasundið var á sínum stað þessa vikuna og Adeline Brynja full af orku þegar þátturinn var tekinn upp. Hún er nú orðin 6 mánaða og komin á svokallaðan rannsóknaraldur; hún skoðar allt og fylgist gaumgæfilega með umhverfinu. Rannsóknir umhverfisins fara að miklu leiti í gegnum munninn á þessu stigi og svo er ótrúlega spennandi að láta hluti detta!

    Öskudagurinn er auðvitað nýafstaðinn og búningar alls ekki jafn misjafnir og þeir eru margir. En mörg börn kjósa sér búninga eftir þeirra helstu áhugaefnum og þá er spurningin: geta þeir sært eða smánað? 

    Afreksíþróttir og íþróttamennska kom líka til tals og þeirra áhrif.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Ungbarnasund, dulbúin uppeldisfræði

    Ungbarnasund, dulbúin uppeldisfræði

    Adeline Brynja var nýkomin úr Skálatúnslaug þegar ömmgurnar tóku upp hlaðvarp vikunnar.

    Þær nýttu að sjálfsögðu tækifærið og ræddu ungbarnasund og hverslags töfrastund það getur verið. Þær ræddu þroskaþjálfunina sem fer fram í sundinu, foreldrafærnina, tengslamyndunina, uppeldisfærnina og fleira.
     
    Í ungbarnasundinu myndast mikilvægur vettvangur til að æfa samskipti, að bregðast við barninu sínu, að leika við það og að eiga dýrmætar stundir.

    Foreldrar æfa sig að vera í einlægni og leik með börnunum sem er svo dýrmætt.  Börn eru fljót að sjá í gegnum látalæti og gervimennsku og það er allra best að vera maður sjálfur, allir aðrir eru fráteknir í því sama.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com




    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Bræður og systur

    Bræður og systur

    Adeline Brynja kom beint úr fyrsta ungbarnasundtímanum í hlaðvarpsupptöku ásamt móðurbróður sínum og mömmu. Í þessum þætti spjalla systkinin Agnar og Móey Pála um þeirra systkinasamband og hvernig það er að eiga sjö önnur systkini.
    Þau tala um ferðalög, afbrýðissemi, kröfur, ábyrgð, leikfélaga, rifrildi og hvernig nýta má yngri systkini til ýmissa verka, eins og t.d. að gilla bak eða fá gistifélaga.
    Yngri systir þeirra Lilja Björk deilir einnig sinni upplifun á að vera í stórum systkinahóp.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Systkini rífast og hvað svo?

    Systkini rífast og hvað svo?

    Systkinaerjur má sennilega finna á langflestum heimilum og halda ömmgurnar áfram að kryfja þau mál. Þær spurðu fylgjendur á samfélagsmiðlum hvernig málum væri háttað hjá þeim og fengu frábærar viðtökur.  Niðurstöðurnar komu ekki á óvart; langflest systkini rífast.

    Þær ræddu þá hvernig er hægt að bregðast við og hjálpa börnum sem lenda í þessum vanda. Þær mæla með nokkrum ráðum sem geta komið í veg fyrir stóra árekstra; halda röð, reglu og rútínu eftir fremsta megni, vanda okkur sem fyrirmyndir, vinna með átakasvæðin og álagstímana, veita athygli þegar vel gengur, gæta jafnræðis milli systkina, ákveða hvenær skal grípa inn í og hvenær ekki.

    Katla á frábær lokaorð að vanda.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Systkinaátök og morðtilræði

    Systkinaátök og morðtilræði

    Adeline Brynja lék sér á gólfinu þegar Móey Pála og Magga Pála spjalla í þætti vikunnar. Þær ræddu nýjustu fréttir af Adeline Brynju, sem er orðin 5 mánaða. Hún er vön úrvalsþjónustu enda mikið af fólki sem vill halda á henni og leika við hana. Hún er athugul og forvitin um umhverfið sitt og heldur áfram að æfa sig að borða graut. Í nýjustu skoðun kom í ljós að hún ,,fylgir kúrfu” en Móey passar sig að horfa ekki of stíft í það. 

    Magga Pála segir svo frá því þegar hún vildi sálga eldri systur sinni þegar þær voru börn. Móey Pála kannast við systkinaerjur enda á hún 8 yngri systkini. Baráttan um ást, athygli og tíma mömmunnar er oft stór partur af erjum systkina. Í næsta þætti halda þær áfram með spjall um systkinaerjur og koma með góð ráð til að bæta úr.

    Luma hlustendur á sögum af systkinaerjum sem vilji er til að deila?

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com


    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Áföll sem kenna og hvað skiptir máli

    Áföll sem kenna og hvað skiptir máli

    Móey Pála og Magga Pála halda sér í dýptinni í þessum þætti. Þær ræða það sem raunverulega skiptir máli í lífinu og hvernig harkalegar áminningar móður náttúru og lífsins sjálfs geta hjálpað okkur að setja hlutina í samhengi.

    Móey Pála deilir átakanlegri reynslu með hlustendum þegar hún blindaðist á öðru auga. Sú reynsla fær hana til að þakka reglulega fyrir það sem hún sér og minnir hana á að ekkert er sjálfsagt.

     Ömmgurnar fá hlustendur til að hugsa með sér hvað það er sem við viljum skilja eftir okkur hér á jörðinni og hvað það er sem ber að þakka. Fögur fyrirheit um heilsusamlegra líf og betri tíma í vændum eru góð og blessuð í upphafi árs en umfram allt má skoða hvað það er sem við getum verið þakklát fyrir.

    Katla á lokaorðin, dásamleg að vanda.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Hver gerir hvað á heimilinu?

    Hver gerir hvað á heimilinu?

    Adeline Brynja þroskast og dafnar, æfir sig að grípa, spjalla og stýra umhverfinu sínu.
    Litla fjölskyldan tekst á við breytingar í svefnrútínu, eitthvað sem gæti flokkast undir 4 month sleepregression, sem er ansi algeng og tengist auknum þroska.

    Það eru eflaust fleiri að kljást við breytta svefnrútínu eftir fríið og finna vonandi að hversdagurinn er kærkominn með sinni rútínu og reglum.

    Ömmgurnar ræddu einnig verkaskiptingu inn á heimilinu og hvernig er hægt að komast hjá gremju þegar hún er annars vegar. Gremjan getur verið lúmsk og henni þarf að fylgjast vel með og reyna að komast hjá eftir fremsta megni. Samtöl og skýr verkaskipting hljóma kannski ekki mjög æsandi en geta gert kraftaverk á heimilum þar sem þarf að líta í mörg horn.

    Katla og Adeline Brynja deila lokaorðunum að þessu sinni.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Áramótaheit og væntingastjórnun

    Áramótaheit og væntingastjórnun

    Magga Pála, Móey Pála, Adeline Brynja og Katla komu í hljóðver og gerðu upp árið 2020. Þær ræddu það sem skiptir máli og hvað væntingastjórnun er mikilvæg þegar beðið er eftir nýju ári. Þær ræddu covid-19 og áhrif þess á árið sem er að líða og síðast en ekki síst áhrif sem veiran hafði á fjölskyldulífið. Katla óskar margs á nýju ári og er þakklát fyrir margt, eins og t.d. fæðingu litlu frænku, hennar Adeline Brynju. 

    Margrét Pála setti sér áramótaheit og deilir því með hlustendum.

    Að lokum voru þær allar sammála um að iðka gleði og bros mun meira á nýju ári, það er nefninlega svo bráðhollt og sérstaklega smitandi. Við getum valið hvað við viljum og við getum valið hvernig við ætlum að takast á við daginn; í gleði eða fýlu. Adeline Brynja fer með lokaorðin  í þessum síðasta þætti ársins.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com


    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Trúir þú á jólasveina?

    Trúir þú á jólasveina?

    Adeline Brynja tengist ömmu sinni Adeline sem er komin til landsins frá Bahamas og gleðst yfir fleiri leikfélögum. Hún tekur þroskastökk og er farin að bragða graut rétt tæplega 4 mánaða og er líka á leiðinni í sund í fyrsta skipti, það gerist margt í lífi lítillar stúlku. 

    Ömmgurnar ræddu um jólasveinana, þeirra tilvist og trú barna. Börn á ákveðnum aldrei eiga það til að efast um tilvist sveinanna en Magga Pála bendir réttilega á að við höfum fæst séð útvarpsbylgjur, internet eða Guð. Við trúum þrátt fyrir það mörg á þetta allt saman. 

    Jólaandinn er kannski það sem við ættum öll að einblína á að trúa á og halda í okkar barnslegu gleði. Með barnslegu gleðina að vopni getur nefninlega tíminn fram að jólum og um jólin verið svo dásamlega skemmtilegur. Útivist, sundferðir og leikir með börnum geta gert alla þessa samveru svo töfrandi og heilandi fyrir alla í fjölskyldunni. Umfram allt getur gott skipulag og verkaskipting bjargað dögum sem einkennast oft af mikilli bið og spennu. 

    Gleðileg jól kæru fjölskyldur!

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Jólasveinar og hver er eiginlega Grýla?

    Jólasveinar og hver er eiginlega Grýla?

    Hlustendur fá að heyra nýjustu fréttir af litlu fjölskyldunni sem undirbýr komu föðurömmunnar frá Bahamas. 

    Ömmgurnar ræddu einnig komu jólasveinanna og skynsemi þeirra. Upp úr dúrnum kom saga frá Móeyju sem fékk eitt sinn hráa kartöflu í skóinn en annars var hún alltaf afar þakklát fyrir snjallar gjafir eins og mandarínur, sokkabuxur eða annað nothæft. 

    Hlustendur fá líka að heyra Grýlusögu frá Möggu Pálu sem hefur tekið að sér hlutverk hennar. Það var líka rætt hversu mikilvægt það er fyrir foreldra að velja sér slagi og tíma til að taka á hegðunarmálum, desember er kannski ekki alltaf heppilegasti tíminn.

    Stjörnugjöf og skrifuð umsögn um þættina eru sérlega vel þegin :-)

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Barnabækur

    Barnabækur

    Í þessum þætti er spjallað um nokkrar barnabækur sem koma út fyrir jólin.

    Gyða Sigfinnsdóttir bókmenntafræðingur og verkefnastjóri kom til mín og við ræddum um fjórar barnabækur; Hetja eftir Björk Jakobsdóttur, Barnaræninginn eftir Gunnar Helgason, Iðunn og afi pönk eftir Gerði Kristnýju og Töfralandið eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.

    Í lok þáttarins má heyra spjall við Bergrúnu Björk og Skarphéðinn Óla um bækurnar sem þau lásu.

    Ýtið á nafn bókanna til að fá frekari upplýsingar.

    Handritasamkeppni Forlagsins - Íslensku barnabókaverðlaunin:
    https://www.forlagid.is/um-utgafuna/islensku-barnabokaverdlaunin/

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Forlagið styrkti gerð þáttarins.

    Fokkjú eða kæri vinur

    Fokkjú eða kæri vinur

    Desember er genginn í garð með öllum sínum áskorunum. Þá er nú mikilvægt sem aldrei fyrr að vanda orðin sín, ríghalda í jákvæðnina og vera lausnamiðuð fyrir velferð allra. Tími sem er ekki gleðilegur fyrir alla þarf mögulega að endurhugsa og endurskipuleggja. Ömmgurnar ræða einnig hvenær á að eignast börn? Þarf að vera búið að festa kaup á húsnæði, klára menntun eða hvað þarf að gera? 
    Katla er komin í jólastuð og deilir litlu leyndarmáli með hlustendum.

    Stjörnugjöf og skrifuð umsögn um þættina eru sérlega vel þegin :-)

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Nánd og kynlíf eftir meðgöngu

    Nánd og kynlíf eftir meðgöngu

    Hvenær ,,má” stunda kynlíf eftir fæðingu? Er eðlilegt að bíða lengi? Hvernig vita pör að þau eru tilbúin að stunda kynlíf eftir oft átakanlega líkamlega og andlega reynslu? Í þættinum kom Sigga Dögg kynfræðingur og ræddi um kynlíf og nánd eftir meðgöngu við ömmgurnar. Í þessu spjalli er einlægnin og heiðarleikinn í algeru fyrirrúmi og unga móðirin hlífir sér ekkert um þetta mikilvæga málefni. 

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Nútímafjölskyldur og lesbían sem missti forræðið

    Nútímafjölskyldur og lesbían sem missti forræðið

    Brjóstagjöfin gengur vel hjá Móeyju Pálu en það var ekki raunin hjá Möggu Pálu sem gat einungis haft Brynju dóttur sína á brjósti í 3 vikur. Það reyndist ungu móðurinni mun erfiðara en hún vildi viðurkenna en hafði sáralítil áhrif á dótturina. Það reyndist þessari ungu móður líka erfitt að horfast í augu við það að hún varð ástfangin af konu en það erfiðasta af öllu var að missa forræði dóttur sinnar vegna samkynhneigðarinnar. Hversu sterk eru tengsl foreldra við börnin sín og hvernig lifa fjarbúandi fjölskyldur af aðskilnaðinn? Katla sér um kynningu og lokaorð að vanda af sinni alkunnu snilld.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Jólahald í fæðingarorlofi og á lágmarkslaunum

    Jólahald í fæðingarorlofi og á lágmarkslaunum

    Eftir þungt ár eru eflaust margar fjölskyldur uggandi yfir jólahátíðinni. Litla fjölskyldan fer ekki varhuga af þeim áhyggjum enda eru skertar tekjur í fæðingarorlofi og lágmarkslaun í ummönnun ekki upp á marga fiska. Magga Pála lumar að sjálfsögðu á góðum ráðum til að draga úr streitu í fjölskyldum fyrir jólin og hvernig hægt er að færa fókusinn yfir á það sem öllu máli skiptir. Föðuramma og föðurlangamma eru væntanlegar til landsins frá Bahamaeyjum og litla fjölskyldan undirbýr notalegar samverustundir.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com


    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io