Logo

    leikrit

    Explore "leikrit" with insightful episodes like "Kikka og Bókasamlagið", "Katrín Sif og Klemenz Bjarki", "Hlín Agnarsdóttir", "Kristín Ómarsdóttir" and "Lilja Sigurðardóttir" from podcasts like ""Skúffuskáld", "Skúffuskáld", "Skúffuskáld", "Skúffuskáld" and "Skúffuskáld"" and more!

    Episodes (6)

    Kikka og Bókasamlagið

    Kikka og Bókasamlagið

    Kristlaug María Sigurðardóttir er betur þekkt sem Kikka. Kikka er leikskólakennari, rithöfundur og eigandi Bókasamlagsins. Hún er nokkuð viss um að hún sé með ADHD en hún hefur afkastað ótrúlega miklu og hikar ekki við að ráðast í verkefni sem heilla hana; eins og t.d. Bókasamlagið.

    Kikka fékk eintóm nei þegar hún vildi gefa út Ávaxtakörfuna; hjá bókaútgáfu og leikhúsum en hún lætur ekki menn í áhrifastöðum segja sér hvað virkar og hvað ekki. Hún treystir á sig sjálfa og gerir það sem hún trúir á.

    Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Katrín Sif og Klemenz Bjarki

    Katrín Sif og Klemenz Bjarki

    Á ferð minni um landið í sumar var upptökutækið með í för sem kom að góðum notum þegar ég stoppaði á Dalvík. Þar fór ég í heimsókn í Menningarhúsið Berg þar sem hægt er að fara á kaffihús, næla sér í bók í bókasafninu og njóta listar í listasalnum.

    Í Bergi hitti ég rithöfundana og skúffuskáldin Katrínu Sif og Klemenz Bjarka sem spjölluðu við mig um skrifin og margt fleira. Villtasti draumur þeirra er að lifa af skrifunum einum saman og það var gaman að heyra af afrekum þeirra, verkum í vinnslu og hvernig er að tengja þetta allt við daglegt líf.
     
    Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Hlín Agnarsdóttir

    Hlín Agnarsdóttir

    Hlín Agnarsdóttir vílaði það ekki fyrir sér að keyra Reykjanesbrautina til að koma til mín í viðtal. Hún bjó einu sinni í Keflavík þegar hún vann sem ritstjóri en list, sköpun og tjáning eru sannarlega hennar ær og kýr.
    Hlín hefur skrifað mikið, gefið út, leikstýrt og lifað og hrærst í öllu sem því tengist.  Salka Valka hafði gífurleg áhrif á hana og hún kýs að lesa efni sem reynir á hana frekar en afþreyingu. Hlín hefur aðallega kennt leikritaskrif í ritlistarnámi Háskóla Íslands og finnst gífurlega mikilvægt að auka víðsýni nemenda.
     
    Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Kristín Ómarsdóttir

    Kristín Ómarsdóttir

    Kristín Ómarsdóttir kom til mín í Stúdíó Lubba Peace og ræddi um sköpun, að skrifa, lifa og lesa. Hún sagði frá ópraktískum njósnum, innblæstri, dularfullu starfi og svo mörgu fleiru. Fyrsta bókin kom út eftir Kristínu þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hún hefur verið óstöðvandi síðan. Spjallið fer um víðan völl; um ritdóma, gagnrýni, lestur, sjónvarpsáhorf,  rútínu og praktík. Undir lokin tekur Kristín að sér hlutverk spyrils og gefur góð ráð.


    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Lilja Sigurðardóttir

    Lilja Sigurðardóttir

    Lilja Sigurðardóttir er glaður glæpasagnaritari sem sekkur sér ofan í viðfangsefnin sem hún skrifar um. Fyrsta bókin eftir hana kom út árið 2009 og síðan þá hefur hún verið óstöðvandi enda er hún kannski næsti Dan Brown.  Lilja kom til mín í Lubba Peace og sagði mér frá vinnudeginum og hvað felst í því að skrifa góða glæpasögu.

    Hún ætlar að koma í Lubba Peace og vera með glæpasagnanámskeið í mars. Hér fyrir neðan eru hlekkir á frekari upplýsingar og skráningareyðublað:

    Nánari upplýsingar um námskeið

    Skráningareyðublað


    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Lubbi Peace

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason og Óli Gunnar

    Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason og Óli Gunnar

    Þessi þáttur er tekinn upp í Hafnafirði hjá yndislegri og afar skapandi fjölskyldu. Hjónin Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason tóku á móti mér ásamt Óla Gunnari syni þeirra. Við ræddum aðeins um fjölskyldulífið, hvernig hægt er að hafa ofan í sig og á sem listamenn, hverju þarf að breyta á íslenskum bókamarkaði og þau koma með mörg ráð til höfunda sem eru gulls ígildi.

    Munið að gerast áskrifendur og 5 stjörnur eru auðvitað vel þegnar :-)

    Instagram

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og pælingar.

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io