Logo

    sjálfstæð búseta

    Explore " sjálfstæð búseta" with insightful episodes like and "Veltan #10 - Sigmar Þór Ármannsson" from podcasts like " and "Veltan"" and more!

    Episodes (1)

    Veltan #10 - Sigmar Þór Ármannsson

    Veltan #10 - Sigmar Þór Ármannsson

    Tíundi viðmælandi Veltunnar er Sigmar Þór Ármannsson, forstöðumaður Liðsaukans hjá Reykjavíkurborg. Liðsaukinn er færanlegt teymi sem veitir ungu fólki í sjálfstæðri búsetu fjölbreyttan stuðning.

    Sigmar er þrítugur Akureyringur. Á æskuslóðunum vann hann með ungmennum, bæði sem leiðbeinandi og handboltaþjálfari en fór síðar að vinna með fötluðu fólki hjá Akureyrarbæ. Síðar skellti hann sér í nám - BS í sálfræði og MA í mannauðsstjórnun og vinnusálfræði. Í dag býr hann með litlu fjölskyldunni sinni í Reykjavík og er nýbakaður faðir í hamingjubúbblu. Sigmar er leiðtogi og einlægur áhugamaður um fólk - enda brennur hann fyrir að bæta líðan fólks í daglegu lífi þess.

    -

    Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við  áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

     Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson. 

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io