Logo

    skrif

    Explore "skrif" with insightful episodes like "Sjófugl, Guli kafbáturinn, Reykjavík og Eden", "Sigríður Hagalín", "Kikka og Bókasamlagið", "Barna- og ungmennabækur; Akam, ég og Annika, Bannað að eyðileggja, Meira pönk, meiri hamingja, Nú er nóg komið, Álfheimar, Nornaseiður, Rauð viðvörun, Mr. Einsam" and "Ljóðabókaspjall; Ég brotna 100% niður, Menn sem elska menn, Tanntaka, Álfheimar og Koma jól?" from podcasts like ""Skúffuskáld", "Skúffuskáld", "Skúffuskáld", "Skúffuskáld" and "Skúffuskáld"" and more!

    Episodes (11)

    Sjófugl, Guli kafbáturinn, Reykjavík og Eden

    Sjófugl, Guli kafbáturinn, Reykjavík og Eden

    Þàtturinn er tileinkaður nýjum bókum og voru það Gyða Sigfinnsdóttir og Anna Margrét Ólafsdóttir sem ræddu fjórar skáldsögur. Guðjón Helgi Ólafsson var alveg sérstakur gestur þáttarins en hann er mikill bókaunnandi og þá einna helst bóka eftir Jón Kalman.

    Til umfjöllunar voru glæpasögurnar Sjófugl eftir Egil Ólafsson, Guli kafbáturinn eftir Jón Kalman Stefánsson, Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur. 

    Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Vangaveltur og ábendingar eru velkomnar á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com

    Sigríður Hagalín

    Sigríður Hagalín

    Sigríður Hagalín er viðmælandi þáttarins en hún gaf út sína fyrstu bók árið 2016. Það var bókin Eyland sem vakti mikla athygli en síðan þá hafa komið út þrjár skáldsögur eftir Sigríði. Það eru bækurnar Hið heilaga orð, Eldarnir og nú fyrir jólin bókin Hamingja þessa heims.

    Í þættinum ræða Gyða og Sigríður m.a. um Ólöfu ríku, drauma og svo margt margt fleira.

    Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldum og bókaunnendunum í kringum ykkur!

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Kikka og Bókasamlagið

    Kikka og Bókasamlagið

    Kristlaug María Sigurðardóttir er betur þekkt sem Kikka. Kikka er leikskólakennari, rithöfundur og eigandi Bókasamlagsins. Hún er nokkuð viss um að hún sé með ADHD en hún hefur afkastað ótrúlega miklu og hikar ekki við að ráðast í verkefni sem heilla hana; eins og t.d. Bókasamlagið.

    Kikka fékk eintóm nei þegar hún vildi gefa út Ávaxtakörfuna; hjá bókaútgáfu og leikhúsum en hún lætur ekki menn í áhrifastöðum segja sér hvað virkar og hvað ekki. Hún treystir á sig sjálfa og gerir það sem hún trúir á.

    Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Barna- og ungmennabækur; Akam, ég og Annika, Bannað að eyðileggja, Meira pönk, meiri hamingja, Nú er nóg komið, Álfheimar, Nornaseiður, Rauð viðvörun, Mr. Einsam

    Barna- og ungmennabækur; Akam, ég og Annika, Bannað að eyðileggja, Meira pönk, meiri hamingja, Nú er nóg komið, Álfheimar, Nornaseiður, Rauð viðvörun, Mr. Einsam

    Þessi þáttur er tileinkaður barna - og ungmennabókum og í þættinum reifa 4 börn jafnmargar bækur.  Það eru þau Skarphéðinn Óli, Bergrún Björk, Kamilla Inga og Ronja. Gyða Sigfinnsdóttir bókmenntafræðingur og verkefnastjóri spjallar einnig um nokkrar bækur við Önnu Margréti.

    Bækurnar sem voru til umfjöllunar eru Mr. Einsam eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur, Rauð viðvörun - Jólin eru á leiðinni eftir Sigrúnu Eldjárn, Nornaseiður eftir Gunnar Theodór Eggertsson, Bannað að eyðileggja eftir Gunnar Helgason, Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur, Meira pönk, meiri hamingja eftir Gerði Kristnýju, Nú er nóg komið eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur og Álfheimar eftir Ármann Jakobsson.

    Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Ljóðabókaspjall; Ég brotna 100% niður, Menn sem elska menn, Tanntaka, Álfheimar og Koma jól?

    Ljóðabókaspjall; Ég brotna 100% niður, Menn sem elska menn, Tanntaka, Álfheimar og Koma jól?

    Þátturinn er tileinkaður ljóðabókum sem komu út fyrir jólin og hún Gyða Sigfinnsdóttir bókmenntafræðingur og verkefnastjóri kom til mín og við spjölluðum um bækurnar.

    Að þessu sinni spjölluðum við um nokkrar ljóðabækur en það voru bækurnar Ég brotna 100% niður eftir Eydísi Blöndal, Menn sem elska menn eftir Hauk Ingvarsson, Tanntaka eftir Þórdísi Helgadóttur, Álfheimar eftir Brynjar Jóhannesson og bókina Koma jól? eftir Hallgrím Helgason og myndskreyting var í höndum Ránar Flyering.

    Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Valgerður Ólafsdóttir

    Valgerður Ólafsdóttir

    Valgerður Ólafsdóttir veltir því fyrir sér að sækja um aðild að Rithöfundasambandi Íslands en hún hefur gefið út kennslubók í sálfræði og bókin Konan hans Sverris kom út fyrir skemmstu.

    Konan hans Sverris er saga konu sem fer úr ofbeldisfullu hjónabandi. Sagan er skrifuð sem bréf til eiginmannsins og hvernig eftirsjá samtvinnast þrautseigju og styrk þegar fram líða stundir.

    Valgerður segir frá sögunni, ferlinu við að skrifa hana og spjallar um lífið og tilveruna.

    Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Olía, Merking, Myrkrið á milli stjarnanna, Drottningin, Reykjavík og Skrímsli

    Olía, Merking, Myrkrið á milli stjarnanna, Drottningin, Reykjavík og Skrímsli

    Gyða og Anna Margrét spjalla um nokkrar nýútkomnar bækur í þættinum. Þær spjalla um þrjár bækur fyrir börn og þrjár nýútkomnar skáldsögur. Bækurnar sem eiga heiðurssess í þættinum eru:

    Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur
    Skrímslaleikur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Guettler og Rakel Helmsdal
    Drottningin sem kunni allt nema... eftir Gunnar Helgason og Rán Flyering
    Olía eftir Svikaskáld
    Merking eftir Fríðu Ísberg
    Myrkrið á milli stjarnanna eftir Hildi Knútsdóttur.

    Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.






    Hlín Agnarsdóttir

    Hlín Agnarsdóttir

    Hlín Agnarsdóttir vílaði það ekki fyrir sér að keyra Reykjanesbrautina til að koma til mín í viðtal. Hún bjó einu sinni í Keflavík þegar hún vann sem ritstjóri en list, sköpun og tjáning eru sannarlega hennar ær og kýr.
    Hlín hefur skrifað mikið, gefið út, leikstýrt og lifað og hrærst í öllu sem því tengist.  Salka Valka hafði gífurleg áhrif á hana og hún kýs að lesa efni sem reynir á hana frekar en afþreyingu. Hlín hefur aðallega kennt leikritaskrif í ritlistarnámi Háskóla Íslands og finnst gífurlega mikilvægt að auka víðsýni nemenda.
     
    Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Tryggvi Pétur Brynjarsson

    Tryggvi Pétur Brynjarsson

    Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar alltaf þegar laus stund gefst og hefur gefið út tvær bækur á Amazon. Hann kom til mín í Stúdíó Lubba Peace og sagði mér frá litríkri ævi sinni, hvernig var að gefa út bók sjálfur og hvernig það er að vera alveg einn við allt ferlið að gefa út bók. Hann ræddi um íslenskuna sem er honum hugleikin, lífið í Bandaríkjunum og hvernig var að koma aftur heim. Tryggvi vinnur að nýrri bók og heldur ótrauður áfram við að skrifa, lesa og læra.



    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Ljóðabókaspjall

    Ljóðabókaspjall

    Í þessum þætti er aftur talað um bækur sem koma út fyrir jólin, að þessu sinni ljóðabækur.

    Gyða Sigfinnsdóttir bókmenntafræðingur og verkefnastjóri kom til mín og við ræddum um fimm nýjar ljóðabækur;
    Fjölskyldulíf á jörðinni eftir Dag Hjartarson, Þagnarbindindi eftir Höllu Þórlaugu Óskarsdóttur, Við skjótum títuprjónum eftir Hallgrím Helgason,  Hetjusögur eftir Kristínu Svövu Tómasdóttur og Guðrúnarkviða eftir Eyrúnu Ósk Jónsdóttur.

    Ýtið á nafn bókanna til að fá frekari upplýsingar.

    Handritasamkeppni Forlagsins - Nýjar raddir:
    https://www.forlagid.is/nyjar-raddir-handritarsamkeppni-forlagsins/

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Forlagið styrkti gerð þáttarins.

    Gerður Kristný

    Gerður Kristný

    Gerður Kristný hefur skrifað ljóð, barnasögur, viðtalsbók, ferðasögur og skáldsögur. Hún hefur fengið viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín, t.a.m. Blaðamannaverðlaun Íslands og Bókmenntaverðlaun Íslands.
    Gerður Kristný hefur ferðast víða vegna starfs síns en kýs að vinna heima í forstofuherberginu. Hún byrjaði ung að skrifa og titlaði sig snemma sem skáld. Og Limbódrottningu.

    Í þættinum setti hún alþjóðlegan dag Skúffuskálda, 21. október.  Setjið það endilega í dagatölin ykkar!


    Handritasamkeppni Forlagsins - Nýjar raddir:
    https://www.forlagid.is/nyjar-raddir-handritarsamkeppni-forlagsins/

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Forlagið og Bókakaffið Selfossi og Ármúla styrktu gerð þáttarins.

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io