Logo

    tilfinningar

    Explore "tilfinningar" with insightful episodes like "Drengir og menn, karlmennska og ofurhetjur", "Eru tilfinningar stjörnur í geimnum?" and "#3. Heilbrigð ástarsambönd, kynjahlutverk, hugarfar og karlmennska með Ólafi Árna" from podcasts like ""Fjölskyldan ehf.", "Fjölskyldan ehf." and "360 Heilsa"" and more!

    Episodes (3)

    Drengir og menn, karlmennska og ofurhetjur

    Drengir og menn, karlmennska og ofurhetjur

    Ömmgurnar Móey Pála og Magga Pála taka veðrið í upphafi þáttar og Magga Pála ræðir hvernig lítil börn geta verið eins og barómetar eða loftþrýstingsmælar á veðurfar. Veðrið hefur vissulega áhrif á okkur öll og þá líka á samskipti okkar.

    Ömmgurnar ræða einmitt samskipti drengja og hvernig fullorðið fólk þjálfar samskipti ólíkt við stúlkur og drengi.

    Umræðan um drengjauppeldi heldur áfram af fullum krafti og í þetta sinn fær Magga Pála tilvonandi framkvæmdarstjóra Hjallastefnunnar Bóas Hallgrímsson til sín í spjall.

    Þau ræða kynjafyrirmyndir og mikilvægi þess að nánustu fyrirmyndir barna gangi í öll störf og sýni að kyn aftri engum í daglegum verkefnum.

    Bóas ræddi um tímabil þegar hann kenndi drengjum á miðstigi og hvernig samskipta- og samræðuþjálfun gekk þá vetur og hver gróðinn af því var fyrir drengina. Einnig ræddu þau ólíkt álag foreldra, ,,þriðju vaktina" og hver á heimilinu tekur hana.

    Katla velti fyrir sér hvers vegna drengir ræða minna um tilfinningar og deilir sinni dásamlegu sýn á leiki barna.

    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Eru tilfinningar stjörnur í geimnum?

    Eru tilfinningar stjörnur í geimnum?

    Nú tekur hin 7 ára Katla við af stóru systur sinni sem uppeldislegur ráðgjafi í umræðu um tilfinningar. Eru ekki allar tilfinningar í boði? Og eru börn ekki jafn frábær þótt þau séu ekki alltaf glöð? Og hvað er til ráða hjá 7 ára ungmenni sem tekst á við tilfinningar sínar?

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    #3. Heilbrigð ástarsambönd, kynjahlutverk, hugarfar og karlmennska með Ólafi Árna

    #3. Heilbrigð ástarsambönd, kynjahlutverk, hugarfar og karlmennska með Ólafi Árna
    Í þessum þætti spjalla ég við Ólaf Árnason sálfræðing um hvað þarf til að viðhalda heilbrigðum ástarsamböndum og hjónaböndum. Við snertum einnig á viðfangsefnum á borð við kynjahlutverk og karlmennsku.

    Ólafur er með BA próf í sálfræði frá truman state og einnig MA próf í sálfræði frá sonoma state í BNA. Hann hefur starfað sem sálfræðingur fyrir karlalandsliðið í fótbolta ásamt því að sinna dagsdaglega sálfræðiráðgjöf fyrir íþróttafólk, stjórnendur, einstaklinga og pör.
     
     
    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io