Logo

    tónlistarkonur

    Explore "tónlistarkonur" with insightful episodes like "55) Fljúgum hærra - Pink", "53) Fljúgum hærra - Carole King", "51) Fljúgum hærra - Nina Simone", "49) Fljúgum hærra - Sinéad O´Connor" and "47) Fljúgum hærra - Debbie Harry (Blondie)" from podcasts like ""Fljúgum hærra", "Fljúgum hærra", "Fljúgum hærra", "Fljúgum hærra" and "Fljúgum hærra"" and more!

    Episodes (22)

    55) Fljúgum hærra - Pink

    55) Fljúgum hærra - Pink

    Pink átti að verða r&b stjarna en gafst upp á því eftir eina plötu og fór að semja og syngja tónlist eins og hana langaði til að gera.
    Hún stóð með sjálfri sér og tók sénsinn þegar allir voru að segja henni að hún væri að gera mikil mistök.
    Hún lætur ekki vaða yfir sig en er líka með húmorinn í lagi og kann þá list að taka sér pásur frá sviðsljósinu og vera ekki upptekin af frægðinni frægðarinnar vegna og koma alltaf til baka með tónlist sem hittir í mark

    53) Fljúgum hærra - Carole King

    53) Fljúgum hærra - Carole King

    Þó nafn Carole King hringi ekki strax bjöllum hjá einhverjum þá er hún einn virtasti og farsælasti kvenkyns lagahöfundur 20. aldarinnar í Bandaríkjunum.
    Auk þess að eiga sjálf eina af mest seldu plötum allra tíma þá hefur hún samið yfir 100 lög sem hafa náð inn á Billboard Hot 100 listann og hafa yfir 1000 tónlistarmenn flutt lögin hennar í gegn um tíðina. 

    51) Fljúgum hærra - Nina Simone

    51) Fljúgum hærra - Nina Simone

    Nina Simone ætlaði aldrei að spila jazz eða dægurlög heldur stefndi hún á það frá unga aldri að verða konsertpíanisti.
    Hún var mjög ósátt með þá uppgjöf sem henni fannst réttindabarátta svartra í Bandaríkjunum hafa endað í og flytur þaðan 1968 og til dauðadags 2003 býr hún annarsstaðar og þá lengst af í Frakklandi.
    Hún þótti skapmikil og oft erfið í samskiptum en enginn efaðist um hæfileika hennar á píanóinu.

    49) Fljúgum hærra - Sinéad O´Connor

    49) Fljúgum hærra - Sinéad O´Connor

    Sinéad O´Connor hefur gengið í gegn um margt á sinni ævi. 
    Á nokkrum vikum fór hún frá því að vera ein skærasta stjarnan á popp himninum og eftirlæti allra yfir í að vera úthrópuð og smánuð fyrir það eitt að rífa eina ljósmynd í beinni útsendingu í sjónvarpi.
    En eins og hún hefur sjálf sagt þá ætlaði hún aldrei að verða poppstjarna heldur aðgerðasinni að berjast fyrir réttlæti

    47) Fljúgum hærra - Debbie Harry (Blondie)

    47) Fljúgum hærra - Debbie Harry (Blondie)

    Debbie Harry varð ein af stærstu stjörnum pönk- og nýbylgjusenunnar í New York á átta áratugnum þegar konur áttu oft enn í erfiðleikum með að vinna sér inn viðurkenningu í tónlistarbransanum á eigin forsendum.
    Hún leikur í kvikmyndum, gefur út sólóplötur og dregur svo vagninn þegar Blondie snúa aftur með látum eftir margra ára dvala. Og svo var hún vinkona Andy Warhol

    45) Fljúgum hærra - Dusty Springfield

    45) Fljúgum hærra - Dusty Springfield

    Dusty Springfield fór frá því að vera eina af stærstu poppstjörnum 7. áratugarins í það að vera öllum gleymd,  grafin og umkomulaus í Bandaríkjunum þar sem engin eftirspurn var eftir henni. Gefandi út plötur sem enginn nennti að hlusta á.
    Þar til að tveir ungir tónlistarmenn sem sem voru miklir aðdáendur hennar draga hana aftur fram í dagsljósið og dusta af henni rykið.

    43) Fljúgum hærra - Sia

    43) Fljúgum hærra - Sia

    Á einhverjum tímapunkti á ferlinum komst Sia að því að hún vildi ekki verða þekkt andlit, bókstaflega.  Hún vildi bara bara vera konan bak við tjöldin sem semdi lög fyrir margar af stærstu tónlistarstjörnum dagsins í dag. 
    En þegar hún svo sjálf átti hvern risa smellinn eftir annan þá voru góð ráð dýr og þannig kom hárkollan fræga, sem náði niður fyrir nef til sögunnar.

    41) Fljúgum hærra - Stevie Nicks (Fleetwood Mac)

    41) Fljúgum hærra - Stevie Nicks (Fleetwood Mac)

    Stevie Nicks er búin að eiga einstakan tónlistarferil sem spannar heil 50 ár bæði sem meðlimur Fleetwood Mac, einnar vinsælustu hljómsveitar seinni tíma og svo sem sóló listamaður.
    Hún hefur samið hvern risa smellinn eftir annan og verið fyrirmynd fjölda tónlistarkvenna í gegn um árin. Sveipuð dulúð og ljóma og átt afskaplega litríka æfi svo ekki sé meira sagt.

    39) Fljúgum hærra - Annie Lennox (Eurythmics)

    39) Fljúgum hærra - Annie Lennox (Eurythmics)

    Hún kemur úr verkamannafjölskyldu í Skotlandi og verður síðan ein af skærustu poppstjörnum 9. áratugarins auk þess að eiga glæstan sólóferil.
    Í 34 ár hefur hún unnið ötullega að  málefnum tengdum HIV smituðum í Afríku og arinhillan hennar er hlaðin verðlaunagripum og viðurkenningum sem hún hefur hlotið í gegn um tíðina bæði fyrir bæði fyrir tónlistarsköpun og ekki síður fyrir störf sín að mannúðarmálum.

    37) Fljúgum hærra - Jóla Jóla! - Jólatónlist

    37) Fljúgum hærra - Jóla Jóla! - Jólatónlist

    Þessi þáttur er með aðeins óhefðbundnu sniði þar sem það eru jú að koma jól. Hér tökum við fyrir nokkur klassísk jólalög, segjum aðeins frá þeim og heyrum útvaldar konur syngja þau.
    Já hver hefði trúað því að sumir færu að grúska í jólalögum alveg af sjálfsdáðum og án þess að vera búin að sturta í sig kakó og Stroh 80% allan daginn?

    36) Fljúgum hærra - Grace Slick (Jefferson Airplane)

    36) Fljúgum hærra - Grace Slick (Jefferson Airplane)

    Grace Slick var í miðri hringiðu psychedelic tónlistarsenunnar í San Francisco um miðjan sjöunda áratuginn. Hún spilaði með hljómsveit sinni Jefferson Airplane á Woodstock og á hinu fræga Monterey festivali 1967.
    Hún verður svo óvænt 80´s poppstjarna komin á fimmtugs aldurinn þannig að tónlistin hennar er spiluð bæði af hippakynslóðinni og MTV kynslóðinni.
    Richard Nixon, Hells Angels og veitingahúsakeðjan alræmda Chick-fil-A koma líka við sögu.

    34) Fljúgum hærra - Florence Welch (Florence + the Machine)

    34) Fljúgum hærra - Florence Welch (Florence + the Machine)

    Florence Welch skaust upp á stjörnuhimininn 2009 með hljómsveitinni sinni Florence + the Machine sem hún stofnaði með Isabellu vinkonu sinni í pínulitlu upptökustúdíói í London.
    Hún hafði bæði sérstaka rödd og klæddi sig allt öðruvísi en tónlistarkonur á hennar aldri gerðu á þeim tíma. Svona eins og sambland af Stevie Nicks og persónu úr renaissance málverki en í grunninn er hún bara bókaormur sem vill svo til að hefur líka gaman að syngja og dansa.



    32) Fljúgum hærra - Marianne Faithfull

    32) Fljúgum hærra - Marianne Faithfull

    Ef einhver hefur átt viðburðaríka ævi þá er það þessi stórkostlega kona. 
    Hún varð poppstjarna 17 ára gömul alveg óvart, verður kærasta Mick Jagger, missir gjörsamlega fótana í lífinu og deyr næstum því tvisvar.
    Hún rís þó eins og Fönix upp úr öskustónni og á ríflega miðjum aldri eignast hún aðdáendur og samstarfsfólk í ekki ómerkari tónlistarmönnum en Nick Cave, Warren Ellis, Billy Corgan og Beck. 
    Og eftir allt sem á undan hafði gengið þá var það covid sem náði næstum að setja hana í gröfina en hún hristi það af sér og 75 ára gömul neitar hún að gefast upp.

    30) Fljúgum hærra - Tori Amos

    30) Fljúgum hærra - Tori Amos

    Tori Amos var undrabarn í tónlist. Hún var farin að leggja stund á klassískan píanóleik þegar jafnaldrar hennar voru ekki einu sinni farnir að lesa og ný hættir að nota bleyju.
    Hún varð þó aldrei konsertpíanisti eins og til stóð í upphafi því hún vildi bara spila það sem henni fannst skemmtilegt og það gat verið David Bowie og Led Zeppelin rétt eins og Debussy eða Schubert.
    Örlögin haga því þannig að hún fer til Bretlands þar sem ferillinn hefst fyrir alvöru eftir fremur brösuga byrjun og hún er enn að 30 árum seinna.

    27) Fljúgum hærra - Róisín Murphy (Moloko)

    27) Fljúgum hærra - Róisín Murphy (Moloko)

    Róisín Murphy hóf tónlistarferilinn eiginlega alveg óvart þegar hún hitti strák í partýi sem hana langaði til að kynnast betur, vatt sér upp að honum og notaði svo súra pick up línu að hann gat ekki annað en boðið henni á deit og saman urðu þau svo dúettinn Moloko.
    Þegar þau svo nenntu ekki lengur að vera kærustupar einhverjum árum seinna ákveður hún að demba sér í sólóferil og þar koma við sögu speglaflísar, risahumar, rándýrt plötucover, trúðabúningar og ítölsk tökulög svo eitthvað sé nefnt af skrýtnum og skemmtilegum hlutum sem hún hefur fengist við um ævina.

    25) Fljúgum hærra - Ann og Nancy Wilson (Heart)

    25) Fljúgum hærra - Ann og Nancy Wilson (Heart)

    Hljómsveitina Heart þekkja eflaust allir sem á annað borð hafa hlustað á tónlist síðustu 45 árin eða svo og þó margir tengi hana við spandex, hárlakk og dramatískar powerballöður þá er það tímabil bara örlítið brot af þeirra langa ferli.
    Systurnar Ann og Nancy Wilson hafa verið stoð og stytta Heart nánast frá upphafi og margt hefur gengið á í þeirra lífi síðan þær byrjuðu að syngja saman Bítlalög til að skemmta foreldrum sínum og gestum þeirra þegar þær voru enn barnungar.


    21) Fljúgum hærra - Sister Rosetta Tharpe. Guðmóðir rokksins

    21) Fljúgum hærra - Sister Rosetta Tharpe. Guðmóðir rokksins

    Sister Rosetta Tharpe hefur bæði verið kölluð guðmóðir rokksins og "the original soul sister".
    Hún bæði söng og spilaði á rafmagnsgítar og var áhrifavaldur á tónlist ekki ómerkari manna en  Chuck Berry, Little Richard og Johnny Cash.
    Hún gekk svo í endurnýjun lífdaga á fimmtugs aldri eftir mörg mögur ár í heimalandinu þegar ungir, hvítir Bretar uppgötva bluse og gospel tónlist svartra Bandaríkjamanna. 
    Þessi stórmerkilega kona átti heldur betur viðburðaríka ævi og segja má með sanni að hún hafi lifað tímana tvenna og jafnvel þrenna.

    19) Fljúgum hærra - Norah Jones

    19) Fljúgum hærra - Norah Jones

    Norah Jones hefur átt einstaklega farsælan tónlistarferil alveg frá því fyrsta platan hennar kom út fyrir 20 árum síðan og sló alveg rækilega í gegn öllum að óvörum.
    Hún hefur selt yfir 50 milljón plötur og unnið 9 Grammy verðlaun. Sungið með Willie Nelson, Dolly Parton, Mike Patton og Foo Fighters svo eitthvað sé nefnt og Billboard Magazine setti hana á toppinn yfir merkilegustu jazz tónlistarmenn fyrsta áratugar þessarar aldar.

    17) Fljúgum hærra - Courtney Love (Hole)

    17) Fljúgum hærra - Courtney Love (Hole)

    Courtney Love hefur átt mjög skrautlega ævi svo vægt sé til orða tekið. Topparnir hafa verið háir en lægðirnar líka að sama skapi mjög djúpar.
    Hún hefur ekki bara fengist við tónlist heldur líka leiklist nánast allan sinn feril og hefur m.a.s verið tilnefnd til Golen Globe verðlauna fyrir kvikmyndaleik.
    Og svo var hún auðvitað líka gift Kurt Cobain. 

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io