Logo

    74) Fljúgum hærra - Toyoko Tokiwa og konurnar í Rauða hverfinu

    isSeptember 27, 2023
    What was the main topic of the podcast episode?
    Summarise the key points discussed in the episode?
    Were there any notable quotes or insights from the speakers?
    Which popular books were mentioned in this episode?
    Were there any points particularly controversial or thought-provoking discussed in the episode?
    Were any current events or trending topics addressed in the episode?

    About this Episode

    Hún var þrettán ár gömul þegar faðir hennar deyr í sprengjuárás Bandaríkjahers og seinna þetta sama ár, 1945 falla kjarnorkusprengjur á Hiroshima og Nagasaki. 
    Þegar Toyoko Tokiwa verður seinna ljósmyndari beinir hún linsunni að óvininum, bandarískum hermönnum í rauða hverfinu í Yokohama, heimaborg hennar. Frægastu myndirnar sýna nöturlegar aðstæður vændiskvenna í samskiptum við hermenn og  hún skapar sér frægð með ljósmyndabókinni „Kiken na Adaba“ (Dangerous Poisonous Flowers) sem kom út 1957. Sú ljósmyndabók  gefur verðmæta sýn á samfélag Japans á umbrotatímum eftir stríðslok.

    Recent Episodes from Fljúgum hærra

    95) Fljúgum hærra - Cher

    95) Fljúgum hærra - Cher

    Enginn í sögu skemmtanabransans hefur átt viðlíka feril og Cher. 
    Hún var unglingapoppstjarna, sjónvarpsþáttastjórnandi, tískuicon, rokkstjarna, poppsöngkona, discodíva og vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla í áratugi.
    Hún hefur selt yfir 100 milljón eintök af plötum á heimsvísu og er ein af þeim fáu sem hefur unnið Emmy, Grammy og Óskarsverðlaun.

    94) Fljúgum hærra - Graciela Iturbide og frumbyggjar Mexíkó

    94) Fljúgum hærra - Graciela Iturbide og frumbyggjar Mexíkó

    Síðhærð frumbyggjakona af Seri ætt  gengur í eyðilegu landslagi með kassettutæki í hendi og á öðrum stað löngu seinna fer Zapotec kona á markað bæjarins með  fjölmargar eðlur á höfðinu. 
    Þetta eru tvær frægar ljósmyndir sem Graciela Iturbide færði okkur frá heimalandi sínu Mexíkó.  Graciela lagði sig fram um að mynda samfélög frumbyggja í Mexíkó og oftar en ekki var það veröld kvenna sem heillaði hana. Sú stóra sorg í lífi hennar þegar dóttir hennar deyr aðeins 6 ára gömul, var hvati fyrir Gracielu til að þræða vega listarinnar og nota myndavélina til að öðlast dýpri skiling á lífinu og tilverunni. 
    Fuglar og vængjasláttur urðu leiðarstef í hennar myndum þótt eðlur á höfði frumbyggjakonu sé alltaf hennar frægasta ljósmynd.

    93) Fljúgum hærra - Nico (Velvet Underground)

    93) Fljúgum hærra - Nico (Velvet Underground)

    Hún hafði verið fyrirsæta fyrir Chanel, Elle og Vogue , leikið fyrir Fellini og Andy Warhol, sungið með The Velvet Underground og gert sólóplötur sem taldar eru fyrirmynd goth hljómsveita 9. áratugarins. Hún hitti alla og þekkti alla en glataði öllu og dó ein á sjúkrahúsi á Ibiza þar sem starfsfólkið sá hana bara sem enn einn dópistann að enda sitt ömurlega líf.  
    Dramatískari getur æfi einnar manneskju varla verið en æfi Nico var.

    92) Fljúgum hærra - Louise L. Serpa og rodeo

    92) Fljúgum hærra - Louise L. Serpa og rodeo

    Kúrekar á ótemjum og draumsýnin um villta vestrið dró yfirstéttarstelpuna Louise L. Serpa út í það að ljósmynda rodeó sýningar. Hún hóf ferilinn seint og lærði aldrei ljósmyndun en náði 48 árum í bransanum og varð eitt þekktasta andlit ródeóljósmyndara Bandaríkjanna.  
    Hún er ein af þessum konu sem braut múra. Í hennar tilfelli varð hún fyrst kvenna til að fara inn á sjálfan rodeóvöllinn að mynda; þetta var árið 1963. Sama ár trakðaði naut á henni en þessi tveggja barna einstæða móðir lét það ekkert stoppa sig. „You need to cowboy up“ hefur hún líklegast sagt  og fengið sér sopa af Tequila sem var í miklu uppáhaldi.

    91) Fljúgum hærra - PJ Harvey

    91) Fljúgum hærra - PJ Harvey

    Polly Jean Harvey er sveitastelpa frá  Dorset á suður-Englandi. Hún fór í listanám en ekki í tónlist heldur í höggmynda- og leirlist. Tónlistin var bara skemmtilegt hobbý til að byrja með.
    En meira en 30 árum og 10 plötum og ótal öðrum tónlistarverkefnum seinna er PJ Harvey enn að. Markmiðin eru enn jafn háleit og þrjóskan við að endurtaka sig aldrei er enn til staðar. Hún hefði aldrei enst í AC/DC


    90) Fljúgum hærra - Catherine Leroy í Víetnam

    90) Fljúgum hærra - Catherine Leroy í Víetnam

    Smávaxin ung frönsk kona með fléttur í hárinu, glænýja Leicu um hálsinn og 200 dollara í vasanum keypti sér, árið 1966 flug til Víetnam aðra leið til að byrja þar feril sinn sem stríðsfréttaljósmyndari. Flestir héldu að annað hvort gæfist hún upp eða væri dauð áður en árið væri liðið.  
    Þetta var Catherine Leroy. Stríðið í Víetnam breytti henni fyrir lífstíð og hún átti einstakan og langan feril  sem stríðsfréttaljósmyndari. Catherine var með það á heilanum að verða fyrsta konan til að góma hin virtu Robert Capa verðlaun og það tóks henni að lokum

    89) Fljúgum hærra - Adele

    89) Fljúgum hærra - Adele

    Adele skaust upp á stjörnuhimininn aðeins 19 ára gömul meða samnefndri plötu. 
    Það er eitthvað við lögin hennar sem náði að höfða til milljóna manna út um allan heim og hún hafði söngrödd sem fékk fólk til að fá gæsahúð við að hlusta.
    Þó að hún sé bara a 35 ára og hafi aðeins gefið út 4 sólóplötur þá er hún með söluhæstu tónlistarmönnum í heimi hafandi selt yfir 120 milljón eintök af þessum 4 plötum sínum á heimsvísu. Eitthvað sem hún hefur örugglega ekki séð fyrir í sínum allra villtustu draumum þegar hún var að alast upp í Tottenham hverfinu í London í félagslegu íbúðinni sem hún deildi mað mömmu sinni.

    88) Fljúgum hærra - Marie, Bolette og kynusli í Noregi

    88) Fljúgum hærra - Marie, Bolette og kynusli í Noregi

    Norsku ljósmyndararnir Marie Høeg og Bolette Berg pökkuðu vandalega niður þeim glerplötum sem sýndu hluta af viðkvæmu einkalífinu og merktu sem „privat“. Þær voru lífsförunautar, ráku saman ljósmyndastofu og útgáfufyrirtæki og börðust fyrir bættum kjörum kvenna um aldamótin 1900. Frægð þeirra sem ljósmyndarar er hins vegar tilkomin vegna þess að litla leyni myndasafnið þeirra fannst óvænt í hlöðunni á sveitasetrinu þeirra löngu eftir þeirra daga. Það sem þótti tabú þá þykir í dag fremur saklaust en ljósmyndirnar opna samt einhverja glufu inn í annan heim.

    87) Fljúgum hærra - Cyndi Lauper

    87) Fljúgum hærra - Cyndi Lauper

    Cyndi Lauper varð stórstjarna strax með sinni fyrstu plötu og litagleði og skrautlegt útlit var hennar vörumerki.
    En svo er eins og hún hverfi af sjónarsviðinu nokkrum árum seinna en við komumst að því að hún hafði alls ekki sest í helgan stein, langt því frá.
    Hún finnur fjölina sína á Broadway þar sem hún semur tónlistina við söngleikinn Kinky Boots sem rakaði inn verðlaunum og hún fer að gera plötur þar sem tónlistarstefnan var bara það sem hana langaði að gera á hverjum tíma og spreytti hún sig á flestu nema kannski black metal. En það kemur kannski seinna, Cyndi Lauper er óútreiknanleg.

    86) Fljúgum hærra - Cristina Garcia Rodero. Trúarhefðir á Spáni

    86) Fljúgum hærra - Cristina Garcia Rodero. Trúarhefðir á Spáni

    Spænski ljósmyndarinn Cristina Garcia Rodero tók ekkert mark á því þegar fólk sagði að hún myndi fljótt gefast upp þegar hún lagði af stað um sveitir landsins til að mynda hina undarlegustu trúarsiði og hefðir. 
    Verkefnið tók hana 15 ára og bókin hennar „Hidden Spain“ sem kom út árið 1989, er enn í dag hennar frægasta verk. Kuflklæddir þorpsbúar, lifandi fólk í líkkistu og dvergar sem taka þátt nautaati eru meðal þess sem hún fangar í mynd.  Og hún er enn að þvælast um heiminn og ljósmynda.

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io