Logo

    ljósmyndun

    Explore "ljósmyndun" with insightful episodes like "92) Fljúgum hærra - Louise L. Serpa og rodeo", "90) Fljúgum hærra - Catherine Leroy í Víetnam", "88) Fljúgum hærra - Marie, Bolette og kynusli í Noregi", "86) Fljúgum hærra - Cristina Garcia Rodero. Trúarhefðir á Spáni" and "82) Fljúgum hærra - Claire Aho. Finnsk gleði" from podcasts like ""Fljúgum hærra", "Fljúgum hærra", "Fljúgum hærra", "Fljúgum hærra" and "Fljúgum hærra"" and more!

    Episodes (43)

    92) Fljúgum hærra - Louise L. Serpa og rodeo

    92) Fljúgum hærra - Louise L. Serpa og rodeo

    Kúrekar á ótemjum og draumsýnin um villta vestrið dró yfirstéttarstelpuna Louise L. Serpa út í það að ljósmynda rodeó sýningar. Hún hóf ferilinn seint og lærði aldrei ljósmyndun en náði 48 árum í bransanum og varð eitt þekktasta andlit ródeóljósmyndara Bandaríkjanna.  
    Hún er ein af þessum konu sem braut múra. Í hennar tilfelli varð hún fyrst kvenna til að fara inn á sjálfan rodeóvöllinn að mynda; þetta var árið 1963. Sama ár trakðaði naut á henni en þessi tveggja barna einstæða móðir lét það ekkert stoppa sig. „You need to cowboy up“ hefur hún líklegast sagt  og fengið sér sopa af Tequila sem var í miklu uppáhaldi.

    90) Fljúgum hærra - Catherine Leroy í Víetnam

    90) Fljúgum hærra - Catherine Leroy í Víetnam

    Smávaxin ung frönsk kona með fléttur í hárinu, glænýja Leicu um hálsinn og 200 dollara í vasanum keypti sér, árið 1966 flug til Víetnam aðra leið til að byrja þar feril sinn sem stríðsfréttaljósmyndari. Flestir héldu að annað hvort gæfist hún upp eða væri dauð áður en árið væri liðið.  
    Þetta var Catherine Leroy. Stríðið í Víetnam breytti henni fyrir lífstíð og hún átti einstakan og langan feril  sem stríðsfréttaljósmyndari. Catherine var með það á heilanum að verða fyrsta konan til að góma hin virtu Robert Capa verðlaun og það tóks henni að lokum

    88) Fljúgum hærra - Marie, Bolette og kynusli í Noregi

    88) Fljúgum hærra - Marie, Bolette og kynusli í Noregi

    Norsku ljósmyndararnir Marie Høeg og Bolette Berg pökkuðu vandalega niður þeim glerplötum sem sýndu hluta af viðkvæmu einkalífinu og merktu sem „privat“. Þær voru lífsförunautar, ráku saman ljósmyndastofu og útgáfufyrirtæki og börðust fyrir bættum kjörum kvenna um aldamótin 1900. Frægð þeirra sem ljósmyndarar er hins vegar tilkomin vegna þess að litla leyni myndasafnið þeirra fannst óvænt í hlöðunni á sveitasetrinu þeirra löngu eftir þeirra daga. Það sem þótti tabú þá þykir í dag fremur saklaust en ljósmyndirnar opna samt einhverja glufu inn í annan heim.

    86) Fljúgum hærra - Cristina Garcia Rodero. Trúarhefðir á Spáni

    86) Fljúgum hærra - Cristina Garcia Rodero. Trúarhefðir á Spáni

    Spænski ljósmyndarinn Cristina Garcia Rodero tók ekkert mark á því þegar fólk sagði að hún myndi fljótt gefast upp þegar hún lagði af stað um sveitir landsins til að mynda hina undarlegustu trúarsiði og hefðir. 
    Verkefnið tók hana 15 ára og bókin hennar „Hidden Spain“ sem kom út árið 1989, er enn í dag hennar frægasta verk. Kuflklæddir þorpsbúar, lifandi fólk í líkkistu og dvergar sem taka þátt nautaati eru meðal þess sem hún fangar í mynd.  Og hún er enn að þvælast um heiminn og ljósmynda.

    82) Fljúgum hærra - Claire Aho. Finnsk gleði

    82) Fljúgum hærra - Claire Aho. Finnsk gleði

    Glaðværð og litadýrð einkenndi auglýsingamyndir hinnar finnsku Claire Aho sem myndaði Marimekko fatnað við fæðingu þess fræga vörumerkis. 
    Claire fæddist inn í bransann og var ekki há í loftinu þegar hún fékk að fara með pabba sínum og frænda í kvikmyndaleiðangra til Lapplands. Seinna varð hún hluti af hinu þekkta kvikmyndafyrirtæki fjölskyldunnar, Aho&Soldan og varð svo fræg fyrir að vera  eina konan sem kvikmyndaði Ólympíuleikana í Finnlandi árið 1952. 
    Hún var þrælsnjöll kona með knallrautt hár sem dreifði gleðinni langt út fyrir Finnland.

    80) Fljúgum hærra - Margaret Bourke-White. Stríðsljósmyndari í háloftunum

    80) Fljúgum hærra - Margaret Bourke-White. Stríðsljósmyndari í háloftunum

    Sem barn lærði hún að nöfnin á öllum stjörnunum og átti froska og slöngur sem gæludýr. Þegar hún fullorðnast sást hún gjarnan utan á háhýsum stórborga með myndavélina með sér.  
    Þetta var hin bandaríska Margaret Bourke-White sem varð stríðsfréttaljósmyndari í seinni heimstyrjöldinni og vann fyrir tímaritin „Fortune“  og „Life“. Hún varð heimsfræg fyrir bæði frábærar myndir og einstakt hugrekki og heppni.

    76) Fljúgum hærra - Þórdís, Sigríður og garðálfar á Laugarvatni

    76) Fljúgum hærra - Þórdís, Sigríður og garðálfar á Laugarvatni

    Ljósmyndararnir Þórdís Erla Ágústsdóttir og Sigríður Marrow unnu saman að því í þrjú sumur að ljósmynda veröld frístundaíbúa í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. 
    Lífið þar virðist hverfast um samveru og notalegheit í  sólríku umhverfi með garðálfum og blómum. Þessi paradís er horfin í dag,  því stuttu eftir að verkefninu lauk var öllum hjólhýsaeigindum tilkynnt að byggðin yrði aflögð. 
    Í Þjóðminjasafni er nú sýning á þessu verki þeirra og fær sýningin að heita „Ef garðálfar gætu talað“ … og garðálfar fá alveg pláss í þessum þætti.

    74) Fljúgum hærra - Toyoko Tokiwa og konurnar í Rauða hverfinu

    74) Fljúgum hærra - Toyoko Tokiwa og konurnar í Rauða hverfinu

    Hún var þrettán ár gömul þegar faðir hennar deyr í sprengjuárás Bandaríkjahers og seinna þetta sama ár, 1945 falla kjarnorkusprengjur á Hiroshima og Nagasaki. 
    Þegar Toyoko Tokiwa verður seinna ljósmyndari beinir hún linsunni að óvininum, bandarískum hermönnum í rauða hverfinu í Yokohama, heimaborg hennar. Frægastu myndirnar sýna nöturlegar aðstæður vændiskvenna í samskiptum við hermenn og  hún skapar sér frægð með ljósmyndabókinni „Kiken na Adaba“ (Dangerous Poisonous Flowers) sem kom út 1957. Sú ljósmyndabók  gefur verðmæta sýn á samfélag Japans á umbrotatímum eftir stríðslok.

    72) Fljúgum hærra - Lynn Goldsmith. Rock´n´roll ljósmyndarinn

    72) Fljúgum hærra - Lynn Goldsmith. Rock´n´roll ljósmyndarinn

    Lynn Goldsmith er töffari frá Detroit borg sem fékk snemma titillinn rock 'n' roll ljósmyndarinn. 
    Hún hefur myndað allar stjörnur í rokkheiminum frá hippatímanum fram til okkar daga. Grand Funk Railroad hefur strippað fyrir hana, mamma hans Gene Simmons í Kiss hefur rekið út úr sér tunguna í myndavélina hennar og Patti Smith er besta vinkona hennar. Lynn er ótrúlega fjölhæf og sló meira að segja í gegn árið 1983 með plötu sem hún gerði í flippi með vinum sínum.

    70) Fljúgum hærra - Eve Arnold; Marilyn Monroe og allir hinir

    70) Fljúgum hærra - Eve Arnold; Marilyn Monroe og allir hinir

    Frægustu ljósmyndir Eve Arnold voru óvenjulegar myndir af leikkonunni Marilyn Monroe. 
    Eve var líka önnur af tveimur til að verða fyrstu kvenkyns ljósmyndarar Magnum og tók eftirminnilegar myndir af Malcom X þrátt fyrir mikið mótlæti við það verkefni. Hún var þekkt fyrir þolinmæð og ósérhlífni og þessi spræka kona hafnaði ekki spennandi ljósmyndaverkefni fyrr en 84 ára gömul.

    68) Fljúgum hærra - Stúdíó Luisita og næturdrottningar Argentínu

    68) Fljúgum hærra - Stúdíó Luisita og næturdrottningar Argentínu

    Systurnar Luisita og Chela Escarria opnuðu ljósmyndastofu á frægasta breiðstræti Buenos Aires höfuðborgar Argentínu árið 1958. 
    Næturdrottningar, gamanleikarar, dansarar og tónlistarfólk mætti í myndatöku í stássstofu þeirra systra sem breyttist í stúdíó dag hvern. Myndir þessara samhentu systra hefðu mögulega fallið í gleymsku ef þær hefðu ekki eignast sinn bjargvætt. Nú veit öll Argentína af tilvist þeirra og við dreifum gleðinni í þessum þætti.

    66) Fljúgum hærra - Dora Maar, drottning súríalistanna

    66) Fljúgum hærra - Dora Maar, drottning súríalistanna

    Það má sannarlega kalla franska ljósmyndarann og listamanninn Doru Maar drottningu súríalistanna. Ljósmyndir hennar voru eins og úr annarri veröld, hönd skríður úr skel, skrímsli situr á bæn og mannslíkamar taka á sig dýrslega mynd. 
    Þessi dulúðlega kona var ein örfárra kvenna í innsta hring súríalsita í París á millistríðsárunum.  Stjarna hennar skein skært sem listljósmyndari þegar hún tók þá örlagaríka ákvörðun að þræða líf sitt saman við listamanninn Picasso. Verk hennar eru í dag hluti af ljósmyndasögunni.

    63) Fljúgum hærra - Hou Bo, ljósmyndari Maós

    63) Fljúgum hærra - Hou Bo, ljósmyndari Maós

    Hou Bo var munaðarlaus sveitastelpa í Kína sem lærði ljósmyndun af japönskum stríðsföngum og reis til metorða sem einn mikilvægasti ljósmyndari í hirð Mao Zedong leiðtoga Kína. 
    Ljósmyndir hennar sýndu gríðarlega glansmynd af leiðtoganum meðan þjóðin dó úr hungri. Hún var harður kommúnisti og mikill aðdáandi Maós þrátt fyrir að lenda sjálf í þrælkunarbúðum í Menningarbyltingunni.

    61) Ellen von Unwerth - kynþokki og súpemódel

    61) Ellen von Unwerth - kynþokki og súpemódel

    Gáskafull erótík og geislandi kabarettandrúm er einkennandi fyrir tískuljósmyndir þessarar konu.
    Ellen von Unwerths er frá Þýskalandi og sló í geng með sexý gallabuxnamyndum af Claudiu Schiffer á níunda áratuginum. Sirkus, karnival, ofurfyrirsætur og poppdívur var veröld Ellenar og henni finnst ekkert skemmtilegra en að lokka fyrirsætur og frægt fólk úr fötunum fyrir framan myndavélina.

    59) Fljúgum hærra - Valentina Kulagina og sovésk áróðursplaköt

    59) Fljúgum hærra - Valentina Kulagina og sovésk áróðursplaköt

    Bóndakonur með skóflur og reistan hnefa, byltingakonur með riffla eða keyrandi traktor, reykspúandi verksmiðjur, risastórir akrar, múgurinn og leiðtoginn. Áróðursveggspjöldin sem hin rússneska  Valentina Kulagina skapaði voru fullar af slíkum ljósmyndum. Maðurinn hennar Gustav Klutsis var stjarna í þessu fagi og fyrir þessi kommúnísku hjón átti lífið í Sovétríkjunum, hinu nýja ríki jafnræðis að vera dans á rósum. En í staðin var það stöðug barátta við ritskoðun og tortryggni undir ægivaldi Stalíns.

    56) Fljúgum hærra - Eliza Scidmore. 19.aldar ferðalangur og Japans unnandi.

    56) Fljúgum hærra - Eliza Scidmore. 19.aldar ferðalangur og Japans unnandi.

    Víðförla 19. aldar konan  Eliza Ruhamah Scidmore ber titilinn fyrsti kvenljósmyndari tímaritsins National Geographic. Hún skrifaði sjö ferðabækur og yfir 300 greinar í blöð og tímarit. 
    Hún var mikil aðdáandi Japans og má þakka henni að hin frægu sakura tré voru flutt til höfuðborgar Bandaríkjanna. Svo er jökull í Alaska skírður eftir henni, ekki amarlegt það.

    54) Fljúgum hærra - Dorothea Lange

    54) Fljúgum hærra - Dorothea Lange

    Hin bandaríska Dorothea Lange er risanafn í ljósmyndun. Hún var töffari með næmt auga og fór í sögubækurnar fyrir heimsfræga mynd af farandverkakonu með börnin sín, mynd sem varð táknmynd Kreppunnar miklu . 
    Þótt Dorothea hafi haltrað alla ævi eftir að hafa fengið lömunarveiki sem barn, þá stoppaði það hana ekki frá því að eyða stórum hluta ævinnar á vegum úti með myndavélina á lofti.

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io