Logo

    ljósmyndun

    Explore "ljósmyndun" with insightful episodes like "48) Fljúgum hærra - Faye Schulman. Ljósmyndun, björgun frá helförinni", "46) Fljúgum hærra - Emma Schenson. Ljósmyndarinn og dómkirkjan í Uppsala", "44) Fljúgum hærra - Zanele Muholi", "42) Fljúgum hærra - Lee Miller" and "40) Fljúgum hærra - Álfastelpurnar Elsie og Frances" from podcasts like ""Fljúgum hærra", "Fljúgum hærra", "Fljúgum hærra", "Fljúgum hærra" and "Fljúgum hærra"" and more!

    Episodes (43)

    48) Fljúgum hærra - Faye Schulman. Ljósmyndun, björgun frá helförinni

    48) Fljúgum hærra - Faye Schulman. Ljósmyndun, björgun frá helförinni

    Faye Schulman var pólsk gyðingastúlka sem slapp undan klóm Nasista í seinni heimstyrjöldinni vegna ljósmyndakunnáttu sinnar. 
    Hún líkt og fleiri gyðingar, gekk til liðs við sovéska skæruliða. Íklædd pardusloðfeldi og með riffilinn og myndavélina að vopni dvaldi hún tvö ár í skóginum.  Ljósmyndir hennar eru einstakar og mikilvæg söguleg heimild.

    40) Fljúgum hærra - Álfastelpurnar Elsie og Frances

    40) Fljúgum hærra - Álfastelpurnar Elsie og Frances

    Frænkurnar Elsie Wright og Frances Griffiths voru bara  táningar þegar þær tóku saman fimm ljósmyndir í fallegum gróðurlundi í smá þorpinu Cottingley í West Yorkshire í Englandi. 
    Þær urðu heimsfrægar sem og bærinn þeirra og myndirnar sköpuðu umtal og deilur frá birtingu þeirra árið 1920 langt fram á 20 öldina.

    38) Fljúgum hærra - Zofia Rydet

    38) Fljúgum hærra - Zofia Rydet

    Pólski ljósmyndarinn Zofia Rydet varð  frægust fyrir þá brjálæðislegu hugmynd sem hún fékk árið 1978; að ljósmynda öll heimili í landinu. 
    Þá var hún 67 ára gömul en setti það alls ekki fyrir sig. Hún myndaði í meira en hundrað þorpum og skildi eftir sig stórkostlegt myndasafn sem vottar um hverfandi heim.

    28) Fljúgum hærra - Lolla og Linda. Sveitavargurinn og Gaflarinn

    28) Fljúgum hærra - Lolla og Linda. Sveitavargurinn og Gaflarinn

    Hverjar erum við? Hvaðan komum við, hvert erum við að fara og af hverju erum við eitthvað að tjá okkur um konur í tónlist og ljósmyndun?
    Vegna fjölda áskorana (ekki bara út af því að Linda var búin að vera á safnamannaskralli á austfjörðum og ekki tilbúin með næsta handrit) þá ætlum við að segja aðeins frá okkur sjálfum. 
    Það koma við sögu hópferðir á þungarokkstónleika, mixteip, gæruvesti, tjaldútilegur á Snæfellsnes og Tom Jones. 

    24) Fljúgum hærra - Homai Vyarawalla, fyrsti kvenfréttaljósmyndari Indlands

    24) Fljúgum hærra - Homai Vyarawalla, fyrsti kvenfréttaljósmyndari Indlands

    „Þessi stelpa hættir ekki fyrr en hún er búin að blinda mig“ sagði Gandhi einhvertímann þegar hann var orðinn leiður á flassinu hennar Homai Vyarawalla. Hún var fyrsti konan í Indlandi sem starfaði sem fréttaljósmyndari og þekkt undir dulnefninu Dalda 13. Hún myndaði helstu stórviðburði í sínu landi, lítil snaggaraleg kona á reiðhjóli, klædd í sarí með þunga myndavél á öxlinni.

    20) Fljúgum hærra - Skuggalegar konur

    20) Fljúgum hærra - Skuggalegar konur

    Konurnar í skugganum eru 19. aldar ljósmyndarar frá Íslandi, Danmörku og Færeyjum sem sagt er frá á ljósmyndasýningunni „Í skugganum“ sem stendur nú yfir í Þjóðminjasafninu. Hlaðvarpssysturnar  Lolla og Linda skruppu í hús hámenningarinnar og ræða um ljósmyndir og líf  þessar kvenna innan um hefðarfólk,  indjána og þræla. Hvernig svo  hönnun á klósetti blandast inni í þetta samtal er ofar okkar eigin skilningi.

    16) Fljúgum hærra - Anne Geddes

    16) Fljúgum hærra - Anne Geddes

    Ástralski ljósmyndarann Anne Geddes skaust upp á stjörnuhimininn uppúr 1990 með ofur rómantískum myndum sínum af ungabörnum sofandi inn í blómum eða liggjandi á graskeri. Hrifnæmnin hríslaðist um almúgan sem keypti bækur og dagatöl í milljónum eintaka. Anne ætlaði alltaf að verað heimsfrægur ungabarnaljósmyndari og varð það sannarlega.

    12) Fljúgum hærra - Anna Þórhallsdóttir

    12) Fljúgum hærra - Anna Þórhallsdóttir

    Þjóðin var full af spenningi  þegar sólmyrkvi sást á Íslandi árið 1954. 
    Áhugaljósmyndarinn Anna Þórhallsdóttir hafði skilið myndavél sína eftir heima en varð svo upprifin að hún stökk inní næstu ljósmyndavöruverslun til að fá lánaða myndavél og smellti af 8 myndum. Myndirnar þóttu einstakar og Anna lifði í frægðarsól þessara mynda alla ævi.

    10) Fljúgum hærra - Diane Arbus

    10) Fljúgum hærra - Diane Arbus

    Hún er ein af stóru nöfnunum í vestrænni ljósmyndasögu og brautryðjandi í faginu. Hún myndaði gjarnan furðulegt fólk sem hún fann í afkimum samfélagsins eins og sirkusfólk, dverga, risa, tvíbura, þríbura, fólk á nektarnýlendum eða úr transveröldinni  svo fátt eitt sé nefnt. 
    Þetta er engin önnur en hin ameríska Diane Arbus. Hún er heimsþekkt og verk hennar margbirt og margumtöluð og skilgreind frá ólíkum sjónarhornum.



    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io