Logo

    Guðrún Eva Mínervudóttir

    isMarch 20, 2020
    What was the main topic of the podcast episode?
    Summarise the key points discussed in the episode?
    Were there any notable quotes or insights from the speakers?
    Which popular books were mentioned in this episode?
    Were there any points particularly controversial or thought-provoking discussed in the episode?
    Were any current events or trending topics addressed in the episode?

    About this Episode

    Guðrún Eva og Anna Margrét fara ofan í kjölinn á því að skrifa bók og skálda sögur.  Með ilmandi kakói frá Guatemala og í kósý herbergi Guðrúnar gerast litlir töfrar og samtalið verður innilegt og gott. Meðal þess sem ber á góma er innsæi, berskjöldun, hröð orka og hæg orka, ferli þess að skrifa bók og margt fleira. 

    Recent Episodes from Skúffuskáld

    Sjófugl, Guli kafbáturinn, Reykjavík og Eden

    Sjófugl, Guli kafbáturinn, Reykjavík og Eden

    Þàtturinn er tileinkaður nýjum bókum og voru það Gyða Sigfinnsdóttir og Anna Margrét Ólafsdóttir sem ræddu fjórar skáldsögur. Guðjón Helgi Ólafsson var alveg sérstakur gestur þáttarins en hann er mikill bókaunnandi og þá einna helst bóka eftir Jón Kalman.

    Til umfjöllunar voru glæpasögurnar Sjófugl eftir Egil Ólafsson, Guli kafbáturinn eftir Jón Kalman Stefánsson, Eden eftir Auði Övu Ólafsdóttur og Reykjavík eftir Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur. 

    Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Vangaveltur og ábendingar eru velkomnar á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com

    Sigríður Hagalín

    Sigríður Hagalín

    Sigríður Hagalín er viðmælandi þáttarins en hún gaf út sína fyrstu bók árið 2016. Það var bókin Eyland sem vakti mikla athygli en síðan þá hafa komið út þrjár skáldsögur eftir Sigríði. Það eru bækurnar Hið heilaga orð, Eldarnir og nú fyrir jólin bókin Hamingja þessa heims.

    Í þættinum ræða Gyða og Sigríður m.a. um Ólöfu ríku, drauma og svo margt margt fleira.

    Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldum og bókaunnendunum í kringum ykkur!

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Guðrún Brjánsdóttir

    Guðrún Brjánsdóttir

    Guðrún Brjánsdóttir er viðmælandi þáttarins að þessu sinni. Hún hefur gefið út ljóðabókina Skollaeyru og nóvelluna Sjálfstýringu. Í þessum þætti spjallar hún við Gyðu, m.a. um  það að vera skúffuskáld og hvernig það er að reyna fyrir sér sem höfundur.

    Sagan sigraði í samkeppni Forlagsins Nýjar raddir 2020.

    Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldum og bókaunnendunum í kringum ykkur!

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.


    Skúffuskáld
    isJanuary 09, 2023

    Elísabet Thoroddsen

    Elísabet Thoroddsen

    Elísabet Thoroddsen er viðmælandi minn í þessum þætti. Í samstarfi við Bókabeituna gaf hún út sína fyrstu skáldsögu fyrir stuttu. Það er bókin Allt er svart í myrkrinu og var hún tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmenna.

    Elísabet lærði kvikmyndagerð og hefur lengi skrifað fyrir skúffuna. Hún fór í rithóp og eftir það fóru hjólin að snúast hratt. Þetta og svo margt fleira ræddum við í þættinum.

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Skúffuskáld
    isDecember 15, 2022

    Saknaðarilmur, Drepsvart hraun og Kyrrþey

    Saknaðarilmur, Drepsvart hraun og Kyrrþey

    Þàtturinn er tileinkaður nýútkomnum bókum, en við Gyða Sigfinnsdóttir ræddum nokkrar skáldsögur í jólabókaflóðinu.

    Til umfjöllunar voru glæpasögurnar Kyrrþey eftir Arnald Indriðason, Drepsvart hraun eftir Lilju Sigurðardóttur. Auk þeirra ræddum við Saknaðarilm eftir Elísabetu Jökulsdóttur.

    Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Vangaveltur og ábendingar eru velkomnar á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com

    Skúffuskáld
    isDecember 09, 2022

    Kikka og Bókasamlagið

    Kikka og Bókasamlagið

    Kristlaug María Sigurðardóttir er betur þekkt sem Kikka. Kikka er leikskólakennari, rithöfundur og eigandi Bókasamlagsins. Hún er nokkuð viss um að hún sé með ADHD en hún hefur afkastað ótrúlega miklu og hikar ekki við að ráðast í verkefni sem heilla hana; eins og t.d. Bókasamlagið.

    Kikka fékk eintóm nei þegar hún vildi gefa út Ávaxtakörfuna; hjá bókaútgáfu og leikhúsum en hún lætur ekki menn í áhrifastöðum segja sér hvað virkar og hvað ekki. Hún treystir á sig sjálfa og gerir það sem hún trúir á.

    Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Barna- og ungmennabækur; Akam, ég og Annika, Bannað að eyðileggja, Meira pönk, meiri hamingja, Nú er nóg komið, Álfheimar, Nornaseiður, Rauð viðvörun, Mr. Einsam

    Barna- og ungmennabækur; Akam, ég og Annika, Bannað að eyðileggja, Meira pönk, meiri hamingja, Nú er nóg komið, Álfheimar, Nornaseiður, Rauð viðvörun, Mr. Einsam

    Þessi þáttur er tileinkaður barna - og ungmennabókum og í þættinum reifa 4 börn jafnmargar bækur.  Það eru þau Skarphéðinn Óli, Bergrún Björk, Kamilla Inga og Ronja. Gyða Sigfinnsdóttir bókmenntafræðingur og verkefnastjóri spjallar einnig um nokkrar bækur við Önnu Margréti.

    Bækurnar sem voru til umfjöllunar eru Mr. Einsam eftir Ragnheiði Eyjólfsdóttur, Rauð viðvörun - Jólin eru á leiðinni eftir Sigrúnu Eldjárn, Nornaseiður eftir Gunnar Theodór Eggertsson, Bannað að eyðileggja eftir Gunnar Helgason, Akam, ég og Annika eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur, Meira pönk, meiri hamingja eftir Gerði Kristnýju, Nú er nóg komið eftir Hildi Knútsdóttur og Þórdísi Gísladóttur og Álfheimar eftir Ármann Jakobsson.

    Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Ljóðabókaspjall; Ég brotna 100% niður, Menn sem elska menn, Tanntaka, Álfheimar og Koma jól?

    Ljóðabókaspjall; Ég brotna 100% niður, Menn sem elska menn, Tanntaka, Álfheimar og Koma jól?

    Þátturinn er tileinkaður ljóðabókum sem komu út fyrir jólin og hún Gyða Sigfinnsdóttir bókmenntafræðingur og verkefnastjóri kom til mín og við spjölluðum um bækurnar.

    Að þessu sinni spjölluðum við um nokkrar ljóðabækur en það voru bækurnar Ég brotna 100% niður eftir Eydísi Blöndal, Menn sem elska menn eftir Hauk Ingvarsson, Tanntaka eftir Þórdísi Helgadóttur, Álfheimar eftir Brynjar Jóhannesson og bókina Koma jól? eftir Hallgrím Helgason og myndskreyting var í höndum Ránar Flyering.

    Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Valgerður Ólafsdóttir

    Valgerður Ólafsdóttir

    Valgerður Ólafsdóttir veltir því fyrir sér að sækja um aðild að Rithöfundasambandi Íslands en hún hefur gefið út kennslubók í sálfræði og bókin Konan hans Sverris kom út fyrir skemmstu.

    Konan hans Sverris er saga konu sem fer úr ofbeldisfullu hjónabandi. Sagan er skrifuð sem bréf til eiginmannsins og hvernig eftirsjá samtvinnast þrautseigju og styrk þegar fram líða stundir.

    Valgerður segir frá sögunni, ferlinu við að skrifa hana og spjallar um lífið og tilveruna.

    Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Olía, Merking, Myrkrið á milli stjarnanna, Drottningin, Reykjavík og Skrímsli

    Olía, Merking, Myrkrið á milli stjarnanna, Drottningin, Reykjavík og Skrímsli

    Gyða og Anna Margrét spjalla um nokkrar nýútkomnar bækur í þættinum. Þær spjalla um þrjár bækur fyrir börn og þrjár nýútkomnar skáldsögur. Bækurnar sem eiga heiðurssess í þættinum eru:

    Reykjavík barnanna eftir Margréti Tryggvadóttur og Lindu Ólafsdóttur
    Skrímslaleikur eftir Áslaugu Jónsdóttur, Kalle Guettler og Rakel Helmsdal
    Drottningin sem kunni allt nema... eftir Gunnar Helgason og Rán Flyering
    Olía eftir Svikaskáld
    Merking eftir Fríðu Ísberg
    Myrkrið á milli stjarnanna eftir Hildi Knútsdóttur.

    Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.






    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io