Logo

    skrif

    Explore " skrif" with insightful episodes like "Katrín Sif og Klemenz Bjarki", "Tryggvi Pétur Brynjarsson", "Kristín Ómarsdóttir", "Björn Halldórsson" and "Hestar & ljóð í sumarlestur" from podcasts like ""Skúffuskáld", "Skúffuskáld", "Skúffuskáld", "Skúffuskáld" and "Skúffuskáld"" and more!

    Episodes (22)

    Katrín Sif og Klemenz Bjarki

    Katrín Sif og Klemenz Bjarki

    Á ferð minni um landið í sumar var upptökutækið með í för sem kom að góðum notum þegar ég stoppaði á Dalvík. Þar fór ég í heimsókn í Menningarhúsið Berg þar sem hægt er að fara á kaffihús, næla sér í bók í bókasafninu og njóta listar í listasalnum.

    Í Bergi hitti ég rithöfundana og skúffuskáldin Katrínu Sif og Klemenz Bjarka sem spjölluðu við mig um skrifin og margt fleira. Villtasti draumur þeirra er að lifa af skrifunum einum saman og það var gaman að heyra af afrekum þeirra, verkum í vinnslu og hvernig er að tengja þetta allt við daglegt líf.
     
    Munið að gerast áskrifendur að þáttunum og deilið með skúffuskáldunum og bókaunnendunum í kringum ykkur!

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Tryggvi Pétur Brynjarsson

    Tryggvi Pétur Brynjarsson

    Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar alltaf þegar laus stund gefst og hefur gefið út tvær bækur á Amazon. Hann kom til mín í Stúdíó Lubba Peace og sagði mér frá litríkri ævi sinni, hvernig var að gefa út bók sjálfur og hvernig það er að vera alveg einn við allt ferlið að gefa út bók. Hann ræddi um íslenskuna sem er honum hugleikin, lífið í Bandaríkjunum og hvernig var að koma aftur heim. Tryggvi vinnur að nýrri bók og heldur ótrauður áfram við að skrifa, lesa og læra.



    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Kristín Ómarsdóttir

    Kristín Ómarsdóttir

    Kristín Ómarsdóttir kom til mín í Stúdíó Lubba Peace og ræddi um sköpun, að skrifa, lifa og lesa. Hún sagði frá ópraktískum njósnum, innblæstri, dularfullu starfi og svo mörgu fleiru. Fyrsta bókin kom út eftir Kristínu þegar hún var aðeins 19 ára gömul og hún hefur verið óstöðvandi síðan. Spjallið fer um víðan völl; um ritdóma, gagnrýni, lestur, sjónvarpsáhorf,  rútínu og praktík. Undir lokin tekur Kristín að sér hlutverk spyrils og gefur góð ráð.


    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace?

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Björn Halldórsson

    Björn Halldórsson

    Björn Halldórsson er viðmælandi minn í þessum fyrsta þætti í þáttaröð númer tvö!
    Eftir Björn hafa komið út tvær bækur og hann lifir og hrærist í skrifum og bókum. Bókin STOL kom út í febrúar 2021 og hann sagði frá ferlinu við að skrifa bókina og að hann ætlaði alls ekki að skrifa þessa bók. Björn segir m.a. frá námi sem hann sótti í bókmenntum og ritlist og hvernig það var að koma heim og skrifa á íslensku.

    Opinskátt samtal um skrif, bækur, lestur og margt fleira.


    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Hvað er Lubbi Peace

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Hestar & ljóð í sumarlestur

    Hestar & ljóð í sumarlestur

    Í þessum tuttugasta þætti, og jafnframt síðasta í þessari fyrstu þáttaröð, ræða Gyða og Anna Margrét um ljóðabækur og bókina Hesta eftir Rán Flyering og Hjörleif Hjartarson.

    Bækurnar eru allar upplagðar í sumarlesturinn og myndu sóma sér vel í ferðalagi eða á teppi í lautarferð.

    Ljóðabækurnar sem þær ræða um eru bækurnar Spegilsjónir eftir Guðrúnu Hannesdóttur, Les birki eftir Kari Ósk Grétudóttur, Havana eftir Maríu Ramos og loks ljóðasafn Kristínar Ómarsdóttur.

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Lubbi Peace

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Eldarnir, Fjarvera þín er myrkur, Bölvun múmíunnar, Yfir bænum heima og (M)Ein

    Eldarnir, Fjarvera þín er myrkur, Bölvun múmíunnar, Yfir bænum heima og (M)Ein

    Þátturinn er tileinkaður bókum sem komu út fyrir jólin og hún Gyða Sigfinnsdóttir bókmenntafræðingur og verkefnastjóri kom til mín í spjall.

    Að þessu sinni spjölluðum við um Eldana eftir Sigríði Hagalín, Fjarvera þín er myrkur eftir Jón Kalman, Bölvun múmíunnar eftir Ármann Jakobsson, Yfir bænum heima eftir Kristínu Steinsdóttur og (M)Ein eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur.


    Hér finnur þú Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Lilja Sigurðardóttir

    Lilja Sigurðardóttir

    Lilja Sigurðardóttir er glaður glæpasagnaritari sem sekkur sér ofan í viðfangsefnin sem hún skrifar um. Fyrsta bókin eftir hana kom út árið 2009 og síðan þá hefur hún verið óstöðvandi enda er hún kannski næsti Dan Brown.  Lilja kom til mín í Lubba Peace og sagði mér frá vinnudeginum og hvað felst í því að skrifa góða glæpasögu.

    Hún ætlar að koma í Lubba Peace og vera með glæpasagnanámskeið í mars. Hér fyrir neðan eru hlekkir á frekari upplýsingar og skráningareyðublað:

    Nánari upplýsingar um námskeið

    Skráningareyðublað


    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Lubbi Peace

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Sigurjón Kjartansson

    Sigurjón Kjartansson

    Sigurjón Kjartansson hefur verið partur af íslenskri menningu í mörg ár með sínu framlagi í gríni og þungarokki. Hann og Jón Gnarr mynda Tvíhöfða, þeir færðu okkur Fóstbræður ásamt fleirum, Sigurjón er í hljómsveitinni HAM og svo skrifar hann sjónvarpshandrit.

    Hann tók á móti mér í RKV studios og sagði mér frá handritsgerð og ferlinu við það að skrifa fyrir sjónvarp.

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Lubbi Peace

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    107 Reykjavík, Strendingar og Váboðar

    107 Reykjavík, Strendingar og Váboðar

    Bókaspjall Önnu Margrétar og Gyðu heldur áfram.

    Að þessu sinni ræddum við saman um þrjár mjög ólíkar bækur, en það voru bækurnar; 107 Reykjavík eftir Auði Jónsdóttur og Birnu Önnu Björnsdóttur, Strendingar eftir Yrsu Þöll Gylfadóttur og Váboðar eftir Ófeig Sigurðsson.

    Ýtið á nafn bókanna til að fá frekari upplýsingar.

    Handritasamkeppni Forlagsins - Íslensku barnabókaverðlaunin:
    https://www.forlagid.is/um-utgafuna/islensku-barnabokaverdlaunin/

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Barnabækur

    Barnabækur

    Í þessum þætti er spjallað um nokkrar barnabækur sem koma út fyrir jólin.

    Gyða Sigfinnsdóttir bókmenntafræðingur og verkefnastjóri kom til mín og við ræddum um fjórar barnabækur; Hetja eftir Björk Jakobsdóttur, Barnaræninginn eftir Gunnar Helgason, Iðunn og afi pönk eftir Gerði Kristnýju og Töfralandið eftir Bergrúnu Írisi Sævarsdóttur.

    Í lok þáttarins má heyra spjall við Bergrúnu Björk og Skarphéðinn Óla um bækurnar sem þau lásu.

    Ýtið á nafn bókanna til að fá frekari upplýsingar.

    Handritasamkeppni Forlagsins - Íslensku barnabókaverðlaunin:
    https://www.forlagid.is/um-utgafuna/islensku-barnabokaverdlaunin/

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Forlagið styrkti gerð þáttarins.

    Auður Ava Ólafsdóttir

    Auður Ava Ólafsdóttir

    Auður Ava Ólafsdóttir sendi frá sér sína fyrstu skáldsögu árið 1998 - bókina Upphækkuð jörð og nú fyrir nokkrum dögum kom út bókin Dýralíf en það er jafnframt sjöunda skáldsagan sem kemur út eftir hana. Auður Ava er einnig textahöfundur hljómsveitarinnar Milkywhale, hún hefur skrifað nokkur leikrit, smásögur, ljóð og dansverk. 

    Auður Ava er gestur Skúffuskálda og hafði frá mörgu kynngimögnuðu að segja!

    Handritasamkeppni Forlagsins - Nýjar raddir:

    https://www.forlagid.is/nyjar-raddir-handritarsamkeppni-forlagsins/


    Skúffuskáld á Instagram og Facebook


    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.


    Forlagið styrkti gerð þáttarins

    Gerður Kristný

    Gerður Kristný

    Gerður Kristný hefur skrifað ljóð, barnasögur, viðtalsbók, ferðasögur og skáldsögur. Hún hefur fengið viðurkenningar og verðlaun fyrir verk sín, t.a.m. Blaðamannaverðlaun Íslands og Bókmenntaverðlaun Íslands.
    Gerður Kristný hefur ferðast víða vegna starfs síns en kýs að vinna heima í forstofuherberginu. Hún byrjaði ung að skrifa og titlaði sig snemma sem skáld. Og Limbódrottningu.

    Í þættinum setti hún alþjóðlegan dag Skúffuskálda, 21. október.  Setjið það endilega í dagatölin ykkar!


    Handritasamkeppni Forlagsins - Nýjar raddir:
    https://www.forlagid.is/nyjar-raddir-handritarsamkeppni-forlagsins/

    Skúffuskáld á Instagram og Facebook

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Forlagið og Bókakaffið Selfossi og Ármúla styrktu gerð þáttarins.

    Bergrún Íris Sævarsdóttir

    Bergrún Íris Sævarsdóttir

    Bergrún Íris Sævarsdóttir er búin að upplifa uppskerutíma að undanförnu fyrir verk sín og vinnu. Hún er m.a. handhafi Fjöruverðlaunanna og Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Fyrst og fremst er hún barnabókahöfundur og myndhöfundur sem auðgar líf barna um allt land. Hún elskar að heyra sögur af börnum sem gleyma sér í bók og geta jafnvel ekki farið að sofa fyrr en bókin er búin. Bergrún Íris fær endalausar hugmyndir, meira að segja hugmyndir um blóðugt efni sem er ekki ætlað börnum.

    Handritasamkeppni Forlagsins - Nýjar raddir:
    https://www.forlagid.is/nyjar-raddir-handritarsamkeppni-forlagsins/

    Skúffuskáld á Instagram

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Forlagið og Bókakaffið Selfossi og Ármúla styrktu gerð þáttarins.

    Auður Haralds

    Auður Haralds

    Hvunndagshetjan er fyrsta bók Auðar Haralds en hún kom út árið 1979. Auður skrifaði fleiri bækur eftir það, greinar og þýddi bækur. Hún talaði um það hvers vegna hún byrjaði að skrifa, hvernig hún fékk útgáfusamning og hún talaði um Elías, sem hún fékk á endanum nóg af. Auður talaði auðvitað líka um lestur og bækur.
    Bókaútgáfan Sæmundur og Bókakaffið á Selfossi og Ármúla styrkja gerð þáttarins.
     
    Instagram

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur. 

    Jón Kalman Stefánsson

    Jón Kalman Stefánsson

    Jón Kalman Stefánsson kom til mín í Stúdíó Lubba Peace og ræddi um upphafið að ferlinum, þegar hann byrjaði að skrifa og hvernig þessi knýjandi þörf til að skapa hefur tekið völdin. Hann ræðir einnig um lestur, hvernig bækurnar verða til og hvað hefur áhrif á hann. 

    ,,Að skrifa fyrir mig er eins og hjartað sem slær og blóðið sem rennur og ég skrifa. Þetta er allt eitt og hið sama." - Jón Kalman Stefánsson

    Instagram

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og vangaveltur.

    Steinunn Sigurðardóttir

    Steinunn Sigurðardóttir

    Fyrsta bók Steinunnar Sigurðardóttur kom út árið 1969, ljóðabókin Sífellur. Hún fagnaði því 50 ára rithöfundaafmæli árið 2019 en hún er einn ástsælasti rithöfundur Íslendinga. Hún bauð mér í kaffi á heimili hennar og Þorsteins Hauksonar, eiginmanns hennar. Við ræddum um upphafið að ferlinum, óvægna gagnrýni, hvernig hún vinnur eftir eigin stuði og svo margt fleira.

    Munið að gerast áskrifendur og 5 stjörnur eru auðvitað vel þegnar :-)

    Instagram

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og pælingar.

    Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason og Óli Gunnar

    Björk Jakobsdóttir, Gunnar Helgason og Óli Gunnar

    Þessi þáttur er tekinn upp í Hafnafirði hjá yndislegri og afar skapandi fjölskyldu. Hjónin Björk Jakobsdóttir og Gunnar Helgason tóku á móti mér ásamt Óla Gunnari syni þeirra. Við ræddum aðeins um fjölskyldulífið, hvernig hægt er að hafa ofan í sig og á sem listamenn, hverju þarf að breyta á íslenskum bókamarkaði og þau koma með mörg ráð til höfunda sem eru gulls ígildi.

    Munið að gerast áskrifendur og 5 stjörnur eru auðvitað vel þegnar :-)

    Instagram

    Sendið póst á netfangið skuffuskald@lubbipeace.com með ábendingar og pælingar.

    Yrsa Þöll Gylfadóttir

    Yrsa Þöll Gylfadóttir

    Yrsa Þöll Gylfadóttir rithöfundur hefur skrifað tvær bækur - Tregðulögmálið og Móðurlífið blönduð tækni. Hún er að skrifa skáldsögu sem kemur út á þessu ári, auk tveggja léttlestra bóka sem koma út hjá Bókabeitunni. 

    Við spjölluðum um skrifin, að lesa, að samtvinna fjölskyldulíf og rithöfundastörf og margt fleira skemmtilegt. 


    Sigga Dögg

    Sigga Dögg

    Sigga Dögg talar um bækurnar sínar fjórar, Kjaftað um kynlíf, Á rúmstokknum, KynVera og nýjustu bókina Daði. Hún les stutt brot úr bókunum og fjallar svo um skrifin, framtíðina, notaða smokka í krukku og margt fleira. Hún segir einnig frá því hvernig hún nær alveg að sökkva sér ofan í það að skrifa og lopafötin sem hún klæðist á meðan! 

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io