Logo

    endurlífgun

    Explore " endurlífgun" with insightful episodes like and "Brautryðjendur í hjúkrun: Ásgeir Valur Snorrason" from podcasts like " and "Landspítali hlaðvarp"" and more!

    Episodes (1)

    Brautryðjendur í hjúkrun: Ásgeir Valur Snorrason

    Brautryðjendur í hjúkrun: Ásgeir Valur Snorrason

    Ásgeir Valur Snorrason er gestur Mörtu Jónsdóttur í þáttsyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Ásgeir Valur er fæddur í Reykjavík árið 1961 og ólst upp í Kópavogi. Hann útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1988, lauk námi í svæfingahjúkrun 1990 og meistaranámi í hjúkrun frá Háskólanum á Akureyri 2002. Ásgeir Valur hefur áratugum saman unnið að kennslu og verið frumkvöðull á faginu á ýmsum sviðum, leiðbeint í herminámi frá 2008 og kennt bæði endurlífgun og svæfingahjúkrun. Ásgeir Valur hefur starfað við svæfingahjúkrun í þrjá áratugi hjá Landspítala og forverum hans.

    "Brautryðjendur í hjúkrun" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jónsdóttir, sem starfar í dag annars vegar á hjartagátt og hins vegar í starfsmannahjúkrun hjá skrifstofu mannauðsmála. Marta var áður formaður hjúkrunarráðs Landspítala.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/braut-03

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io