Logo

    hjúkrun

    Explore " hjúkrun" with insightful episodes like "LEGVARPIÐ // Edythe Mangindin ljósmóðir", "GEÐVARPIÐ // Dr. Helga Sif ræðir við geðhjúkrunarfræðinginn Guðbjörgu Sveinsdóttur", "Veltan #4 - Margrét Guðnadóttir", "Brautryðjendur í hjúkrun // Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir ræðir við Mörtu Jóns Hjördísardóttur" and "UMBÓTAVARPIÐ // Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir og Konstantín Shcherbak" from podcasts like ""Landspítali hlaðvarp", "Landspítali hlaðvarp", "Veltan", "Landspítali hlaðvarp" and "Landspítali hlaðvarp"" and more!

    Episodes (20)

    LEGVARPIÐ // Edythe Mangindin ljósmóðir

    LEGVARPIÐ // Edythe Mangindin ljósmóðir

    "Legvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Í þessum þætti ræða þær við Edythe Mangindin ljósmóður um upplifun erlendra kvenna sem fæða börn hér á landi. Edythe er fædd og uppalin í San Francisco í Kaliforníu en foreldrar hennar komu upphaflega frá Filippseyjum. Hún flutti til Íslands árið 2009. Hún fékk áhuga á að læra ljósmóðurfræðina í kjölfar þess þegar hún gekk sjálf í gegnum fæðingu fyrsta barns hennar. Hún byrjaði í hjúkrunarfræðinámi á íslensku strax á öðru ári sínu á landinu og lærði um leið íslenskuna. Eftir að hafa lokið hjúkrunarfræðinámi bætti hún við tveim árum til að verða ljósmóðir. Undanfarin fjögur ár hefur hún unnið á deildum sem sinna konum fyrir og eftir fæðingu. Hún er meðal annars alþjóðlegur IBCLC brjóstagjafaráðgjafi og er núna í doktornámi þar sem viðfangsefnið er upplifun erlendra mæðra af mæðravernd og fæðingum á Íslandi. 

    Edythe fjallar um niðurstöður rannsókna og fer meðal annars yfir fæðingar-útkomu og upplifun kvenna af fæðingum og barneignarferlinu. Hverjar eru helstu hindranir tengdar aðstæðum og kerfinu og hvernig tryggjum við jafna, örugga og einstaklingsmiðaða þjónustu? Túlkaþjónusta, réttindamál, félagsleg tengsl, menningarhæfni og margt fleira með Edythe. 

    The midwives Stefanía Ósk and Sunna María are back and for the first time in English, a language they aren't that great in but thankfully Edythe M. Mangindin, did most of the talking. In this episode, Edythe, a woman of many titles but first and foremost a Filipino-American-Icelandic wife, mother, nurse and midwife, talks about the outcomes and experience of
    foreign women who receive maternity care in Iceland. How do we ensure respectful, safe and equal care for women of foreign origin? This and other important questions will be discussed in today's episode.

    GEÐVARPIÐ // Dr. Helga Sif ræðir við geðhjúkrunarfræðinginn Guðbjörgu Sveinsdóttur

    GEÐVARPIÐ // Dr. Helga Sif ræðir við geðhjúkrunarfræðinginn Guðbjörgu Sveinsdóttur

    "Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Í þessum fimmta þætti fær Helga Sif til sín geðhjúkrunarfræðinginn Guðbjörgu Sveinsdóttur, sem hefur fjögurra áratuga reynslu af faginu með sérstaka áherslu á samfélagstengda geðhjúkrun af ýmsu tagi. Helga Sif ræðir við Guðbjörgu um bakgrunn hennar og víðtæku reynslu af störfum, hér heima og víða erlendis.

    Guðbjörg Sveinsdóttir hefur starfað við geðhjúkrun í liðlega 40 ár, en hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1978 og hóf störf í geðhjúkrun ári síðar. Sérhæfinguna kláraði Guðbjörg svo með formlegum hætti úti í Noregi fyrir 30 árum. Hún á að baki afskaplega fjölbreyttan og gifturíkan feril í faginu. Byrjaði reyndar í skurðhjúkrun á Borgarspítala, en skipti fljótlega um takt og starfaði meðal annars hjá flestum forverum Landspítala og spítalanum eftir stofnun hans um aldamótin. Einnig hefur hún tekið drjúga spretti í faginu í Noregi, hjá Heilsugæslunni, Rauða krossinum og víðar. Í dag starfar hún að verkefni fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við framþróun geðhjúkrunar á sviði heimahjúkrunar.

    Víðfeðm sérþekking Guðbjargar á geðhjúkrun hefur leitt hana víða, en hún hefur meðal annars verið ráðgjafi í geðhjúkrun í Banglades, Hvíta-Rússlandi, Rúmeníu, Palestínu, Indónesíu, Íran, Írak, Kósovó og Makedóníu. Jafnframt hefur Guðbjörg verið þátttakandi og fyrirlesari á alþjóðlegum fundum, námskeiðum og ráðstefnum svo áratugum skiptir. Hún hefur frá upphafi ferilsins verið virkur þátttakandi í fræðslu, menntun og þjálfun á sviði geðhjúkrunar, hér heima sem erlendis.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.

     

    SIMPLECAST

    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-05

    Veltan #4 - Margrét Guðnadóttir

    Veltan #4 - Margrét Guðnadóttir

    Fjórði viðmælandi Veltunnar er Margrét Guðnadóttir, verkefnastjóri við innleiðingu SELMU sem er nýtt teymi um sérhæfða heilbrigðisþjónustu í heimahjúkrun. 

    Margrét er hjúkrunarfræðingur sem hnýtir saman ólík kerfi, fagfólk og þjónustur af alúð og natni. Hún er barn barna, alin upp af sterku samfélagi í Árbænum og á gríðarstórt safn af strætóskiptimiðum.  Margrét er doktorsnemi, þriggja barna móðir og ævintýramanneskja sem fer í óbyggðaferðir á Land Rover og skilur eftir sig slóð af ónýtum tjöldum. Svo á hún líka heimsfræga systur.

    -

    Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við  áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðum lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

     Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson. 

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

    Brautryðjendur í hjúkrun // Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir ræðir við Mörtu Jóns Hjördísardóttur

    Brautryðjendur í hjúkrun // Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir ræðir við Mörtu Jóns Hjördísardóttur

    Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í þáttasyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni, en þátturinn var tekinn upp í tilefni af Viku hjúkrunar 10.-12. maí 2021. Valgerður Lísa lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1982, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1988, embættisprófi í ljósmóðurfræði frá Háskóla Íslands 1998 og MS-prófi í ljósmóðurfræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Valgerður hlaut sérfræðileyfi í ljósmóðurfræðum árið 2013 og er starfandi sérfræðiljósmóðir á kvennadeild Landspítala. Sérsvið hennar er meðgönguvernd með áherslu á geðheilsu. Einnig sinnir Valgerður kennslu og er meðal annars aðjúnkt við námsbraut í ljósmóðurfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún varði doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði árið 2020 og bar ritgerðin heitið "Neikvæð upplifun fæðingar og ljósmóðurmeðferð".

    Í tilefni af afmælisdegi upphafskonu nútíma hjúkrunar, Florence Nightingale, hinn 12. maí er haldið upp á alþjóðadag hjúkrunar ár hvert. Vika hjúkrunar á Landspítala 2021 var lituð af samkomutakmörkunum og álagi heimsfaraldurs Covid-19 og var dagskrá hennar því að mestu bundin við stafræna umfjöllun um hjúkrun og viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á spítalanum.

    "Brautryðjendur í hjúkrun" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jóns Hjördísardóttir, verkefnastjóri hjá verkefnastofu Landspítala. Marta var áður formaður hjúkrunarráðs Landspítala og er í dag formaður nýstofnaðs þverfaglegs fagráðs Landspítala.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/braut-06

    UMBÓTAVARPIÐ // Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir og Konstantín Shcherbak

    UMBÓTAVARPIÐ // Guðrún Dóra Guðmannsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir og Konstantín Shcherbak

    Umbótavika er haldin á Landspítala 25.–28. maí undir yfirskriftinni "Byggjum brýr". Markmiðið er að hvetja starfsfólk áfram í umbótastarfi og veita því innblástur um leið og sagt er með fjölbreytilegum hætti frá árangursríkum verkefnum. Af þessu tilefni ýttum við úr vör sérstakri þáttasyrpu undir yfirskriftinni "Umbótavarpið".

    Þessi annar þáttur Umbótavarpsins fjallar um þrjú umbótaverkefni. Guðrún Dóra Guðmannsdóttir greinir frá námskeiði fyrir ófaglært starfsfólk á öldrunardeildum, Ingibjörg Hjaltadóttir segir frá umfangsmiklu verkefni í fræðslu og menntun til að gera heilbrigðisþjónustuna á landsvísu öldrunarvænni og Konstantín Shcherbak segir frá GLASS BONES-gæðaverkefninu.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.

    SIMPLECAST

    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/umbotavarp-02

    GEÐVARPIÐ // Gísli Kort Kristófersson spjallar við Helgu Sif um ástarsamband hans við hjúkrun

    GEÐVARPIÐ // Gísli Kort Kristófersson spjallar við Helgu Sif um ástarsamband hans við hjúkrun

    "Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Í þessum þriðja þætti fær Helga Sif til sín geðhjúkrunarfræðinginn dr. Gísla Kort Kristófersson, sem starfar á Sjúkrahúsinu á Akureyri ásamt því að vera dósent við Háskólann á Akureyri og aðjúnkt við Háskóla Íslands. Helga Sif og Gísli Kort ræða bakgrunn hans, velta vöngum yfir stöðu geðhjúkrunar í samfélaginu og fara yfir helstu verkefni hans í dag.

    Gísli Kort er virkur í þó nokkrum rannsóknarhópum, bæði alþjóðlegum og innlendum. Meginviðfangsefni hans hafa lotið að rannsóknum á núvitund, geðheilbrigði fanga og áfengis- og vímuefnanotkun íslenskra unglinga ásamt því að skrifa um samþætta nálgun í geðhjúkrun.

    Í doktorsnámi sínu hannaði Gísli Kort og prófaði notkun núvitundar inngrips á einstaklinga með áfengis- og vímuefnavanda og heilaskaða. Það varð upphafið á frekari rannsóknum hans á notkun núvitundar hjá ólíkum hópum. Aðlögun núvitundar að þörfum ólíkra hópa og notkun núvitundar í geðheilbrigðisþjónustunni er sérstakt áhugaefni hans.

    Ein af hugsjónum Gísla er að einstaklingar með geðræna kvilla njóti sömu gæða í þjónustu og aðrir hópar notenda heilbrigðisþjónustunnar. Meðal annarra rannsóknarefna Gísla Korts er áhugi á að skilja af hverju karlar velja síður hjúkrunarfræði en konur og hvernig er hægt að stuðla að aukinni þátttöku þeirra í hjúkrunarfræði, þróun og útfærsla þverfaglegs náms innan heilbrigðisvísinda, og geðheilsa eldra fólks á landsbyggðinni, svo eitthvað sé nefnt.

    Gísli Kort er fæddur árið 1978. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1998, útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá HÍ árið 2004, með meistaragráðu í geðhjúkrun frá Minnesota-háskóla 2008 og doktorsgráðu með áherslu á geðhjúkrun frá sama skóla árið 2012. Hann hefur starfað í geðheilbrigðisþjónustunni frá 2004, bæði á íslenskum og erlendum vettvangi á legudeildum fullorðinna, BUGL, og í þverfaglegum samfélagsteymum og þjónustu.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-03

    LEGVARPIÐ - LJÓSMÆÐRALÍF // Hólmfríður Garðarsdóttir spjallar við Sunnu Maríu og Stefaníu Ósk

    LEGVARPIÐ - LJÓSMÆÐRALÍF // Hólmfríður Garðarsdóttir spjallar við Sunnu Maríu og Stefaníu Ósk

    "Legvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Í þessum fjórða þætti Legvarpsins hjá Hlaðvarpi Landspítala forvitnast þær um störf ljósmæðra erlendis með samtali við Hólmfríði Garðarsdóttur ljósmóður. Hún hefur ferðast vítt og breitt um veröldina undanfarinn aldarfjórðung og starfað við fagið, meðal annars í Afganistan, Írak, Íran, Mósambík, Norður-Kóreu, Papúa Nýju-Gíneu, Súdan og Tans­an­íu. Hólmfríður ræðir í viðtalinu bakgrunn sinn og helstu viðfangsefni gegnum tíðina. Þátturinn hefur yfirskriftina "Ljósmæðralíf" og er unninn í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á samfélagsmiðlum spítalans, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

    Þess má geta að Sunna María og Stefanía Ósk hafa haldið úti Legvarpinu um nokkurt skeið og eldri þætti þess má meðal annars finna á bæði Soundcloud og Spotify.

    Krosssaumuð píka: Birta Rún Sævarsdóttir

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/legvarpid-04

    LEGVARPIÐ - LJÓSMÆÐRALÍF // Björg Sigurðardóttir í heimsókn hjá Sunnu Maríu og Stefaníu Ósk

    LEGVARPIÐ - LJÓSMÆÐRALÍF // Björg Sigurðardóttir í heimsókn hjá Sunnu Maríu og Stefaníu Ósk

    "Legvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Í þessum þriðja þætti Legvarpsins hjá Hlaðvarpi Landspítala forvitnast þær um störf ljósmæðra erlendis með samtali við Björgu Sigurðardóttur ljósmóður, sem hefur ferðast víða og starfað. Einnig fer Björg yfir bakgrunn sinn og helstu verkefni. Þátturinn hefur yfirskriftina "Ljósmæðralíf" og er unninn í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á samfélagsmiðlum spítalans, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

    Þess má geta að Sunna María og Stefanía Ósk hafa haldið úti Legvarpinu um nokkurt skeið og eldri þætti þess má meðal annars finna á bæði Soundcloud og Spotify.

    Krosssaumuð píka: Birta Rún Sævarsdóttir

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/legvarpid-03

    LEGVARPIÐ // Rut Vestmann ræðir um barneignir einhverfra við Sunnu Maríu Helgadóttur og Stefaníu Ósk Margeirsdóttur

    LEGVARPIÐ // Rut Vestmann ræðir um barneignir einhverfra við Sunnu Maríu Helgadóttur og Stefaníu Ósk Margeirsdóttur

    "Legvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Í þessum fyrsta þætti Legvarpsins hjá Hlaðvarpi Landspítala ræða Sunna María og Stefanía Ósk við Rut Vestmann um barneignir einhverfra.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

    Þess má geta að Sunna María og Stefanía Ósk hafa haldið úti Legvarpinu um nokkurt skeið og eldri þætti þess má meðal annars finna á bæði Soundcloud og Spotify.

     

    SIMPLECAST

    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/legvarpid-01

     

    SPOTIFY

     

    ELDRI LEGVARPSÞÆTTIR

    https://soundcloud.com/legvarpid

    GEÐVARPIÐ // Samskipti: Helga Sif Friðjónsdóttir, Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal og Halldóra Friðgerður Víðisdóttir

    GEÐVARPIÐ // Samskipti: Helga Sif Friðjónsdóttir, Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal og Halldóra Friðgerður Víðisdóttir

    Geðhjúkrunarfræðingar á Landspítala ræða í fyrsta þætti Geðvarpsins samskipti í víðu samhengi, ásamt því að segja stuttlega frá bakgrunni sínum. Gestastjórnandi er dr. Helga Sif Friðjónsdóttir, sem er deildarstjóri hjá geðþjónustu Landspítala. Í þessum fyrsta þætti eru gestir hennar Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal deildarstjóri á BUGL og Halldóra Friðgerður Víðisdóttir deildarstjóri á Laugarási sem leiðir samtalið áfram í þessum þætti.

    "Geðvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-01

    HOW DO YOU LIKE ICELAND // Hjúkrunarfræðingarnir Holly Gumz (co-host), Sara Cervantes og Daniel Salter

    HOW DO YOU LIKE ICELAND // Hjúkrunarfræðingarnir Holly Gumz (co-host), Sara Cervantes og Daniel Salter

    Að þessu sinni fetar hlaðvarp Landspítala ótroðna slóð og ræsir nýja þáttasyrpu á ensku undir heitinu "How Do You Like Iceland?" Það er gestastjórnandinn og hjúkrunarfræðingurinn Holly Gumz sem leiðir syrpuna og í þennan fyrsta þátt fékk hún samlanda sína dr. Daniel Salter (sem er þó upphaflega frá Bretlandi) og Söru Cervantes. Öll þrjú starfa þau sem hjúkrunarfræðingar hjá Landspítala: Holly á heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild B6 í Fossvogi, Daniel á sýkingavarnadeild við Hringbraut og Sara á öldrunarlækningadeildum Landakots.  

    Forvitnast er um bakgrunn þremenninganna, hvers vegna þau völdu hjúkrunarfræði sem nám og starfsvettvang, ástæður þess að þau fluttu til Íslands, hvernig þeim líkar vinnustaðurinn, viðtökurnar hér og íslenskt samfélag almennt.

    ENGLISH: For this episode of the Landspítali podcast we're having nurse Holly Gumz as co-host and she's going to interview her fellow Americans Daniel Salter (originally from the UK though) and Sara Cervantes. All three of them work at Landspítali as nurses. Holly on the neurosurgical and orthopedic ward B6, Daniel in the infection control department and Sara is a community health and geriatrics nurse at the Landakot geriatric rehabilitation unit. The three of them discuss their background, reasons for moving to Iceland, the workplace and people at Landspítali, how they're adapting into the Icelandic society as well as answering the inevitable most perennial Icelandic question of all times: How do you like Iceland? Host of the Landspítali Podcast is Stefán Hrafn Hagalín, sound recording and editing is done by Ásvaldur Kristjánsson. Both work at the Communications Department of Landspítali.

    "How Do You Like Iceland?" er sem sagt sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Holly Gumz. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/howdoyoulike-01

    Brautryðjendur í hjúkrun: Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir

    Brautryðjendur í hjúkrun: Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir

    Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í þáttsyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Helga Sif er geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá Landspítala. Hún var meðal þeirra fjórtán Íslendinga, sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Helga Sif hlaut riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma. Hún hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu.

    "Brautryðjendur í hjúkrun" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jóns Hjördísardóttir, sem starfar í dag annars vegar á hjartagátt og hins vegar í starfsmannahjúkrun hjá skrifstofu mannauðsmála. Marta var áður formaður hjúkrunarráðs Landspítala.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/braut-04

    Helga Sif var hjúkrunardeildarstjóri fíknigeðdeildar geðsviðs frá 2011 til 2016 og hefur nú verið deildarstjóri göngudeildar geðþjónustu Landspítala nú um tæplega fjögurra ára skeið. Hún lauk BSc.-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1999. Hún lauk meistaragráðu í geðhjúkrun við hjúkrunarfræðiskóla Washington University árið 2004 og hlaut doktorsgráðu í hjúkrunarfræði við sama skóla árið 2007. Helga lauk til viðbótar meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017.

    Hún hefur tekið virkan þátt í fræðslu og þjálfun starfsfólks vítt og breytt á Landspítala og meðal annars haldið erindi um hjúkrun einstaklinga með fíknivanda, skaðaminnkun, áhugahvetjandi samtöl, samskipti og breytingarstjórnun með meiru. Helga Sif var lektor við hjúkunarfræðideild HÍ árin 2007-2011 og hefur verið klínískur lektor við sömu deild samhliða deildarstjórarstarfi sínu. Hún er einnig stundakennari við læknadeild Háskóla Íslands og á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri.

    Brautryðjendur í hjúkrun: Ásgeir Valur Snorrason

    Brautryðjendur í hjúkrun: Ásgeir Valur Snorrason

    Ásgeir Valur Snorrason er gestur Mörtu Jónsdóttur í þáttsyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Ásgeir Valur er fæddur í Reykjavík árið 1961 og ólst upp í Kópavogi. Hann útskrifaðist úr hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1988, lauk námi í svæfingahjúkrun 1990 og meistaranámi í hjúkrun frá Háskólanum á Akureyri 2002. Ásgeir Valur hefur áratugum saman unnið að kennslu og verið frumkvöðull á faginu á ýmsum sviðum, leiðbeint í herminámi frá 2008 og kennt bæði endurlífgun og svæfingahjúkrun. Ásgeir Valur hefur starfað við svæfingahjúkrun í þrjá áratugi hjá Landspítala og forverum hans.

    "Brautryðjendur í hjúkrun" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jónsdóttir, sem starfar í dag annars vegar á hjartagátt og hins vegar í starfsmannahjúkrun hjá skrifstofu mannauðsmála. Marta var áður formaður hjúkrunarráðs Landspítala.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/braut-03

    Erla Dögg Ragnarsdóttir og Steinunn Erla Thorlacius: Stjórnendur fjarheilbrigðisþjónustu og röntgendeildar segja frá fjölbreyttum verkefnum í Covid-19

    Erla Dögg Ragnarsdóttir og Steinunn Erla Thorlacius: Stjórnendur fjarheilbrigðisþjónustu og röntgendeildar segja frá fjölbreyttum verkefnum í Covid-19

    Starfsemi Landspítala tók stökkbreytingum í Covid-19-faraldrinum. Erla Dögg Ragnarsdóttir er deildarstjóri á göngudeild 10-E á Landspítala og Steinunn Erla Thorlacius er deildarstjóri röntgendeildar.

    10-E sér um göngudeildarþjónustu við skjólstæðinga sem tilheyra sérgreinum kviðarhols- og brjóstaskurðlækninga, brjóstholsskurðlækninga, nýrna- og meltingarlækninga og ígræðslu- og verkjateyma. Þegar hægðist um verkefni 10-E vegna faraldursins flutti Erla Dögg sig yfir til Covid-19-göngudeildar Landspítala og stýrði þar hjúkrunarhluta síma- og fjarheilbrigðisþjónustu við sjúklinga.

    Í verkahring röntgendeildar Steinunnar Erlu eru myndgreiningarrannsóknir og rannsóknarinngrip svo sem röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndir, segulómun, ísótópar, jáeindaskanni og ómskoðanir. Röntgendeild gegndi lykilhlutverki í að sinna Covid-sjúklingum í faraldrinum og þurfti að aðlagast hratt breyttum aðstæðum, öðruvísi vaktaálagi og nýjum kröfum um færanleika á tækjabúnaðar.

    Erla Dögg og Steinunn Erla segja hér frá viðamiklum verkefnum sínum í faraldrinum, ásamt því að gefa okkur innsýn í bakgrunn sinn, en báðar urðu stjórnendur bráðungar og hafa ólíkar áherslur. Önnur er hjúkrunarfræðingur að upplagi meðan hin er geislafræðingur með sér brennandi áhuga á markaðsmálum. Gestastjórnandi er Jón Magnús Jóhannesson sérnámslæknir.

    Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala, sem dælir þessar vikurnar út djúpum og löngum hlaðvörpum sem tengjast Covid-19. Verkefnið snýst um að tala við lykilfólk spítalans í faraldrinum á mismunandi sviðum og skrásetja frásagnir þess fyrir spjöld sögunnar í ítarlegu máli til gagns og lærdóms þegar fram í sækir.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

    Brautryðjendur í hjúkrun: Anna Gyða Gunnlaugsdóttir

    Brautryðjendur í hjúkrun: Anna Gyða Gunnlaugsdóttir

    Vika hjúkrunar er haldin árlega á Landspítala kringum 12. maí, fæðingardag Florence Nightingale (1820) og alþjóðlegan dag hjúkrunarfræðinga. Að þessu sinni er vikan haldin 11.-15. maí. Í tilefni af Viku hjúkrunar ræsum við hérna hlaðvarpssyrpuna "Brautryðjendur í hjúkrun" og fyrsti viðmælandinn er Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmyndari sem á ótrúlega fjölbreyttan feril að baki í mörgum löndum (Íslandi, Bandaríkjunum, Bretlandi, Noregi, Svíþjóð, Grænlandi og Eþíópíu), en hún hefur meðal annars sérhæft sig í verkjameðferð. Gestastjórnendur eru hjúkrunarfræðingarnir Marta Jónsdóttir formaður hjúkrunarráðs Landspítala og Dagrún Ása Ólafsdóttir aðstoðardeildarstjóri bæklunarskurðdeildar B5.

    Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

    Brautryðjendur í hjúkrun: Sigríður Gunnarsdóttir

    Brautryðjendur í hjúkrun: Sigríður Gunnarsdóttir

    Vika hjúkrunar er haldin árlega á Landspítala kringum 12. maí, fæðingardag Florence Nightingale (1820) og alþjóðlegan dag hjúkrunarfræðinga. Að þessu sinni var hún haldin 11.-15. maí. Í tilefni af Viku hjúkrunar ræstum við hlaðvarpssyrpuna "Brautryðjendur í hjúkrun" og annar viðmælandinn þar er Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítala. Gestastjórnandi er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jónsdóttir, sem er formaður hjúkrunarráðs Landspítala. Sigríður segir í hlaðvarpinu frá sjálfri sér, starfsferlinum og verkefnum sínum í dag.

    Sigríður Gunnarsdóttir er fædd árið 1969. Hún lauk BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1997, klínísku meistaraprófi í krabbameinshjúkrun frá University of Wisconsin-Madison árið 2000 og doktorsprófi frá sama skóla árið 2004. Sigríður hefur verið framkvæmdastjóri hjúkrunar frá árinu 2012 og stýrir skrifstofu hjúkrunar og lækninga, ásamt Ólafi Baldurssyni, framkvæmdastjóra lækninga. Skrifstofan gegnir forystuhlutverki á Landspítala í vísindum, menntun og gæðamálum.

    Sigríður er prófessor í krabbameinshjúkrun við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún var áður lektor og síðar dósent við Háskóla Íslands auk þess að gegna starfi forstöðumanns fræðasviðs í krabbameinshjúkrun við Háskóla Íslands og Landspítala.

    Stjórnandi Hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

    Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands: Bakgrunnurinn, baráttan, þjóðmálin og áhyggjurnar af Arsenal

    Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands: Bakgrunnurinn, baráttan, þjóðmálin og áhyggjurnar af Arsenal

    Sjúkraliðar gegna lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustunni. Á Landspítala starfa yfir 600 sjúkraliðar, en á landinu öllu eru um 4.000 manns með sjúkraliðamenntun og þar af eru 2.100 manns starfandi sem slíkir. Sjúkraliðar eru næststærsta heilbrigðisstétt landsins og starfa á öllum heilbrigðisstofnunum; sjúkrahúsum, hjúkrunarheimilum, forvarnar- og endurhæfingarstofnunum, lækna- og rannsóknarstofum og í heimahjúkrun. Viðmælandi okkar að þessu sinni er Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Sandra hefur forvitnilegan bakgrunn, en hún sat á Alþingi um skeið, er heitur aðdáandi knattspyrnuliðsins Arsenal, Hafnfirðingur að uppruna og sótti sér mannsefni norður yfir heiðar.

    Það er Stefán Hrafn Hagalín sem ræðir við Söndru. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en líka í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict.

    Hjúkrun - Marta Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður hjúkrunarráðs

    Hjúkrun - Marta Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og formaður hjúkrunarráðs

    Ísfirðingurinn Marta Jónsdóttir var fyrsta konan til að keppa löglega í ólympískum hnefaleikum og starfaði áður sem dyravörður á hinum goðsagnakennda bar Sirkus við Klapparstíg í Reykjavík. Eftir hefðbundna útúrdúra æskufólks í vinnu og námi smellti hún sér hins vegar í hjúkrun og er í dag verkefnastjóri hjá menntadeild Landspítala auk þess að vera formaður hjúkrunarráðs og taka stöku vaktir í faginu.

    Hlutverk hjúkrunarráðs er að vera faglegur ráðgefandi og upplýsandi vettvangur fyrir hjúkrunarfræðinga, ljósmæður og stjórnendur jafnt spítalans sem annarra eininga í heilbrigðiskerfinu. Hjúkrunarráð tekur þátt sömuleiðis í fjölbreytni þróunarvinnu innan spítalans. Marta er með meistaragráðu í verkefnastjórnun (MPM) og vinnur nú að annarri meistaragráðu í stjórnun, ásamt því að hafa lagt drög að doktorsnámi í náinni framtíð.

    Það er trauðla hægt að finna skemmtilegri viðmælanda um hjúkrun eins og Stefán Hrafn Hagalín og Ásvaldur Kristjánsson komust að í nýjasta hlaðvarpi Landspítala.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en auðvitað líka í streymisveitunni Spotify og hlaðvarpsveitunum Simplecast og Podcast Addict. Unnið er að tengingu við Apple iTunes.

    Óráð - Elfa Þöll Grétarsdóttir og Steinunn Arna Þorsteinsdóttir

    Óráð - Elfa Þöll Grétarsdóttir og Steinunn Arna Þorsteinsdóttir

    Miðvikudagurinn 13. mars var alþjóðlegur dagur vitundarvakningar um óráð (#wdad) og var hann haldinn hátíðlegur á Landspítala með metnaðarfullu málþingi um heilkennið. Þingið var í beinni útsendingu á samskiptamiðlinum Workplace og var þar meðal annars frumsýnt nýtt vefsvæði um óráð: https://www.landspitali.is/orad

    Viðmælendur hlaðvarps Landspítala af þessu tilefni eru þær Elfa Þöll Grétarsdóttir sérfræðingur í hjúkrun aldraðra og Steinunn Arna Þorsteinsdóttir sérfræðingur í hjúkrun aðgerðasjúklinga, en þær tilheyra óformlegu óráðsteymi á Landspítala og hafa mikla ástríðu fyrir viðfangsefninu.

    Óráð (bráðarugl, delirum) er heilkenni sem einkennist af truflun á athygli, meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun. Óráð byrjar skyndilega og hefur sveiflukenndan gang. Óráð er algengt, alvarlegt og flókið vandamál sem tengist slæmum horfum þeirra sem það fá. Með því að bregðast hratt og rétt við má koma í veg fyrir það og bæta batahorfur.

    Nýja vefsvæðið inniheldur meðal annars klínískar leiðbeiningar og fjölbreyttar upplýsingar um meðferðarferli, orsakir og áhættuþætti. Einnig er þar að finna fræðslu um skimun og greiningu og meðferð við óráði. Sömuleiðis gagnlega tengla, tímaritsgreinar, veggspjöld og myndskeið.

    Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar

    Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar

    Viðtal við dr. Sigríði Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala. Í þessum öðrum hlaðvarpsþætti Landspítala ræða þau Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra, og Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar, við Sigríði. Spjallað er í klukkustund um nám hennar, störf og bakgrunn, ásamt því sem Sigríður veltir vöngum yfir stöðu hjúkrunar sem fags og greinir frá framtíðarsýn sinni og helstu verkefnum framundan. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson kvikmyndagerðarmaður hjá samskiptadeild Landspítala.

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io