Logo

    geðdeild

    Explore " geðdeild" with insightful episodes like "GEÐVARPIÐ // Nína Eck - jafningi á geðsviði", "GEÐVARPIÐ // Dr. Helga Sif ræðir við geðhjúkrunarfræðinginn Guðbjörgu Sveinsdóttur" and "GEÐVARPIÐ // Bráðafasinn: Guðfinna Betty Hilmarsdóttir, Ína Rós Jóhannesdóttir og Jóhanna G. Þórisdóttir" from podcasts like ""Landspítali hlaðvarp", "Landspítali hlaðvarp" and "Landspítali hlaðvarp"" and more!

    Episodes (3)

    GEÐVARPIÐ // Nína Eck - jafningi á geðsviði

    GEÐVARPIÐ // Nína Eck - jafningi á geðsviði
    Nína Eck er Jafningi á Geðsviði. Hún hóf störf á Laugarásnum í desember 2021 en hefur unnið á Kleppi og Hringbraut í sumar. Nína hefur reynslu af geðrænum áskorunum og mörgu sem þeim fylgdi en var útskrifuð úr DAM-teyminu árið 2020. Nú er hún í starfsréttindanámi í félagsráðgjöf og vinnur hart að því að þróa jafningjastarfið og kynna það fyrir öllum sem vilja hlusta.

    GEÐVARPIÐ // Dr. Helga Sif ræðir við geðhjúkrunarfræðinginn Guðbjörgu Sveinsdóttur

    GEÐVARPIÐ // Dr. Helga Sif ræðir við geðhjúkrunarfræðinginn Guðbjörgu Sveinsdóttur

    "Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. Í þessum fimmta þætti fær Helga Sif til sín geðhjúkrunarfræðinginn Guðbjörgu Sveinsdóttur, sem hefur fjögurra áratuga reynslu af faginu með sérstaka áherslu á samfélagstengda geðhjúkrun af ýmsu tagi. Helga Sif ræðir við Guðbjörgu um bakgrunn hennar og víðtæku reynslu af störfum, hér heima og víða erlendis.

    Guðbjörg Sveinsdóttir hefur starfað við geðhjúkrun í liðlega 40 ár, en hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur árið 1978 og hóf störf í geðhjúkrun ári síðar. Sérhæfinguna kláraði Guðbjörg svo með formlegum hætti úti í Noregi fyrir 30 árum. Hún á að baki afskaplega fjölbreyttan og gifturíkan feril í faginu. Byrjaði reyndar í skurðhjúkrun á Borgarspítala, en skipti fljótlega um takt og starfaði meðal annars hjá flestum forverum Landspítala og spítalanum eftir stofnun hans um aldamótin. Einnig hefur hún tekið drjúga spretti í faginu í Noregi, hjá Heilsugæslunni, Rauða krossinum og víðar. Í dag starfar hún að verkefni fyrir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við framþróun geðhjúkrunar á sviði heimahjúkrunar.

    Víðfeðm sérþekking Guðbjargar á geðhjúkrun hefur leitt hana víða, en hún hefur meðal annars verið ráðgjafi í geðhjúkrun í Banglades, Hvíta-Rússlandi, Rúmeníu, Palestínu, Indónesíu, Íran, Írak, Kósovó og Makedóníu. Jafnframt hefur Guðbjörg verið þátttakandi og fyrirlesari á alþjóðlegum fundum, námskeiðum og ráðstefnum svo áratugum skiptir. Hún hefur frá upphafi ferilsins verið virkur þátttakandi í fræðslu, menntun og þjálfun á sviði geðhjúkrunar, hér heima sem erlendis.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.

     

    SIMPLECAST

    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-05

    GEÐVARPIÐ // Bráðafasinn: Guðfinna Betty Hilmarsdóttir, Ína Rós Jóhannesdóttir og Jóhanna G. Þórisdóttir

    GEÐVARPIÐ // Bráðafasinn: Guðfinna Betty Hilmarsdóttir, Ína Rós Jóhannesdóttir og Jóhanna G. Þórisdóttir

    "Geðvarpið" er ný sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn dr. Helga Sif Friðjónsdóttir. 

    Geðhjúkrunarfræðingar á Landspítala ræddu í fyrsta þætti Geðvarpsins samskipti í víðu samhengi, ásamt því að segja stuttlega frá bakgrunni sínum. Í þessum öðrum þætti er bráðafasi geðhjúkrunar hins vegar í aðalhlutverki. 

    Í þættinum koma til liðs við Helgu Sif geðhjúkrunarfræðingarnir Ína Rós Jóhannesdóttir deildarstjóri móttökugeðdeildar, Jóhanna G. Þórisdóttir deildarstjóri bráðageðdeildar og og Guðfinna Betty Hilmarsdóttir aðstoðardeildarstjóri bráðageðdeildar. Það er Guðfinna Betty sem leiðir samtalið í þessum þætti.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/gedvarpid-02

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io