Logo

    hjúkrunarfræði

    Explore " hjúkrunarfræði" with insightful episodes like "LEGVARPIÐ // Edythe Mangindin ljósmóðir", "Brautryðjendur í hjúkrun // Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir ræðir við Mörtu Jóns Hjördísardóttur", "Veltan #1 - Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir", "HOW DO YOU LIKE ICELAND // Hjúkrunarfræðingarnir Holly Gumz (co-host), Sara Cervantes og Daniel Salter" and "Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar" from podcasts like ""Landspítali hlaðvarp", "Landspítali hlaðvarp", "Veltan", "Landspítali hlaðvarp" and "Landspítali hlaðvarp"" and more!

    Episodes (5)

    LEGVARPIÐ // Edythe Mangindin ljósmóðir

    LEGVARPIÐ // Edythe Mangindin ljósmóðir

    "Legvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Í þessum þætti ræða þær við Edythe Mangindin ljósmóður um upplifun erlendra kvenna sem fæða börn hér á landi. Edythe er fædd og uppalin í San Francisco í Kaliforníu en foreldrar hennar komu upphaflega frá Filippseyjum. Hún flutti til Íslands árið 2009. Hún fékk áhuga á að læra ljósmóðurfræðina í kjölfar þess þegar hún gekk sjálf í gegnum fæðingu fyrsta barns hennar. Hún byrjaði í hjúkrunarfræðinámi á íslensku strax á öðru ári sínu á landinu og lærði um leið íslenskuna. Eftir að hafa lokið hjúkrunarfræðinámi bætti hún við tveim árum til að verða ljósmóðir. Undanfarin fjögur ár hefur hún unnið á deildum sem sinna konum fyrir og eftir fæðingu. Hún er meðal annars alþjóðlegur IBCLC brjóstagjafaráðgjafi og er núna í doktornámi þar sem viðfangsefnið er upplifun erlendra mæðra af mæðravernd og fæðingum á Íslandi. 

    Edythe fjallar um niðurstöður rannsókna og fer meðal annars yfir fæðingar-útkomu og upplifun kvenna af fæðingum og barneignarferlinu. Hverjar eru helstu hindranir tengdar aðstæðum og kerfinu og hvernig tryggjum við jafna, örugga og einstaklingsmiðaða þjónustu? Túlkaþjónusta, réttindamál, félagsleg tengsl, menningarhæfni og margt fleira með Edythe. 

    The midwives Stefanía Ósk and Sunna María are back and for the first time in English, a language they aren't that great in but thankfully Edythe M. Mangindin, did most of the talking. In this episode, Edythe, a woman of many titles but first and foremost a Filipino-American-Icelandic wife, mother, nurse and midwife, talks about the outcomes and experience of
    foreign women who receive maternity care in Iceland. How do we ensure respectful, safe and equal care for women of foreign origin? This and other important questions will be discussed in today's episode.

    Brautryðjendur í hjúkrun // Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir ræðir við Mörtu Jóns Hjördísardóttur

    Brautryðjendur í hjúkrun // Dr. Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir ræðir við Mörtu Jóns Hjördísardóttur

    Valgerður Lísa Sigurðardóttir sérfræðiljósmóðir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í þáttasyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni, en þátturinn var tekinn upp í tilefni af Viku hjúkrunar 10.-12. maí 2021. Valgerður Lísa lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti árið 1982, BS-prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 1988, embættisprófi í ljósmóðurfræði frá Háskóla Íslands 1998 og MS-prófi í ljósmóðurfræði frá Háskóla Íslands árið 2008. Valgerður hlaut sérfræðileyfi í ljósmóðurfræðum árið 2013 og er starfandi sérfræðiljósmóðir á kvennadeild Landspítala. Sérsvið hennar er meðgönguvernd með áherslu á geðheilsu. Einnig sinnir Valgerður kennslu og er meðal annars aðjúnkt við námsbraut í ljósmóðurfræði við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Hún varði doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði árið 2020 og bar ritgerðin heitið "Neikvæð upplifun fæðingar og ljósmóðurmeðferð".

    Í tilefni af afmælisdegi upphafskonu nútíma hjúkrunar, Florence Nightingale, hinn 12. maí er haldið upp á alþjóðadag hjúkrunar ár hvert. Vika hjúkrunar á Landspítala 2021 var lituð af samkomutakmörkunum og álagi heimsfaraldurs Covid-19 og var dagskrá hennar því að mestu bundin við stafræna umfjöllun um hjúkrun og viðfangsefni hjúkrunarfræðinga á spítalanum.

    "Brautryðjendur í hjúkrun" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jóns Hjördísardóttir, verkefnastjóri hjá verkefnastofu Landspítala. Marta var áður formaður hjúkrunarráðs Landspítala og er í dag formaður nýstofnaðs þverfaglegs fagráðs Landspítala.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/braut-06

    Veltan #1 - Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir

    Veltan #1 - Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir

    Fyrsti viðmælandi Veltunnar er Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá velferðarsviði Reykjavíkurborgar  í málaflokki heimilislauss fólks með miklar og flóknar þjónustuþarfir.

    Hrafnhildur er kraftmikil og áhugaverð manneskja. Taugarnar liggja til Vestfjarða, hugur og hjarta blómstra í Hlíðunum og eldmóðurinn brennur í vinnunni hjá Reykjavíkurborg.

    -

     Veltan er hlaðvarp velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Í Veltunni kynnumst við  áhugaverðu fólki sem tengist velferðarþjónustu og ræðumm lífshlaup þeirra, fjölbreytta reynslu, faglega þekkingu og verkefni í lífinu.

     Umsjónarfólk Veltunnar er Hólmfríður Helga Sigurðardóttir og Arnar Snæberg Jónsson. 

    Fylgstu með velferðarsviði Reykjavíkurborgar á Facebook.

    HOW DO YOU LIKE ICELAND // Hjúkrunarfræðingarnir Holly Gumz (co-host), Sara Cervantes og Daniel Salter

    HOW DO YOU LIKE ICELAND // Hjúkrunarfræðingarnir Holly Gumz (co-host), Sara Cervantes og Daniel Salter

    Að þessu sinni fetar hlaðvarp Landspítala ótroðna slóð og ræsir nýja þáttasyrpu á ensku undir heitinu "How Do You Like Iceland?" Það er gestastjórnandinn og hjúkrunarfræðingurinn Holly Gumz sem leiðir syrpuna og í þennan fyrsta þátt fékk hún samlanda sína dr. Daniel Salter (sem er þó upphaflega frá Bretlandi) og Söru Cervantes. Öll þrjú starfa þau sem hjúkrunarfræðingar hjá Landspítala: Holly á heila-, tauga- og bæklunarskurðdeild B6 í Fossvogi, Daniel á sýkingavarnadeild við Hringbraut og Sara á öldrunarlækningadeildum Landakots.  

    Forvitnast er um bakgrunn þremenninganna, hvers vegna þau völdu hjúkrunarfræði sem nám og starfsvettvang, ástæður þess að þau fluttu til Íslands, hvernig þeim líkar vinnustaðurinn, viðtökurnar hér og íslenskt samfélag almennt.

    ENGLISH: For this episode of the Landspítali podcast we're having nurse Holly Gumz as co-host and she's going to interview her fellow Americans Daniel Salter (originally from the UK though) and Sara Cervantes. All three of them work at Landspítali as nurses. Holly on the neurosurgical and orthopedic ward B6, Daniel in the infection control department and Sara is a community health and geriatrics nurse at the Landakot geriatric rehabilitation unit. The three of them discuss their background, reasons for moving to Iceland, the workplace and people at Landspítali, how they're adapting into the Icelandic society as well as answering the inevitable most perennial Icelandic question of all times: How do you like Iceland? Host of the Landspítali Podcast is Stefán Hrafn Hagalín, sound recording and editing is done by Ásvaldur Kristjánsson. Both work at the Communications Department of Landspítali.

    "How Do You Like Iceland?" er sem sagt sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Holly Gumz. Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en upptöku annast Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/howdoyoulike-01

    Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar

    Sigríður Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar

    Viðtal við dr. Sigríði Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítala. Í þessum öðrum hlaðvarpsþætti Landspítala ræða þau Anna Sigrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðingur og aðstoðarmaður forstjóra, og Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar, við Sigríði. Spjallað er í klukkustund um nám hennar, störf og bakgrunn, ásamt því sem Sigríður veltir vöngum yfir stöðu hjúkrunar sem fags og greinir frá framtíðarsýn sinni og helstu verkefnum framundan. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson kvikmyndagerðarmaður hjá samskiptadeild Landspítala.

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io