Logo

    fæðing

    Explore "fæðing" with insightful episodes like "LEGVARPIÐ // Þegar ljósmóðir eignast barn", "Björkin fæðingarheimili", "LEGVARPIÐ // Edythe Mangindin ljósmóðir", "LEGVARPIÐ - Hulda Þórey Garðarsdóttir ljósmóðir" and "Erum við ekki öll frá sömu plánetunni?" from podcasts like ""Landspítali hlaðvarp", "Fjölskyldan ehf.", "Landspítali hlaðvarp", "Landspítali hlaðvarp" and "Fjölskyldan ehf."" and more!

    Episodes (7)

    LEGVARPIÐ // Þegar ljósmóðir eignast barn

    LEGVARPIÐ // Þegar ljósmóðir eignast barn

    Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þetta sinn fá Legvörpur ekki til sín gest heldur beinist hljóðneminn að Stefaníu sem leysir frá skjóðunni. Hún segir sína reynslusögu af því að ganga með og fæða barn sem ljósmóðir. Hvernig er það að upplifa þetta sjálf á eigin skinni eftir að hafa fylgt ótal konum í gegnum ferlið? Hvað kom á óvart? Hvenær var ljósmæðraþekkingin gagnleg.. eða þvældist hún einhverntíman fyrir? Komið með í þetta magnaða ferðalag, allt frá tilfinningarússíbananum sem fylgir óráðgerðri þungun yfir í kraftmikla heimafæðingu með nágrannana á vorhreingerningardegi fyrir utan gluggann.

    Björkin fæðingarheimili

    Björkin fæðingarheimili

    Hrafnhildur Halldórsdóttir og Rut Guðmundsdóttir eru ljósmæður í Björkinni fæðingarheimili og viðmælendur Möggu Pálu og Móeyar Pálu að þessu sinni. Hrafnhildur og Arney Þórarinsdóttir stofnuðu Björkina árið 2017 en þær hafa sterka og skýra sýn á ferli fæðinga.

    Ayon Rúnar drengur Móeyar og Davids fæddist í Björkinni og þær ræða fæðinguna sem bar mjög fljótt að. Að sjálfsögðu færist talið fram og aftur í tíma og um víðan völl en rauði þráðurinn er auðvitað þetta stórkostlega ferli sem fæðingin er og jafnréttisvinkillinn er aldrei langt undan.

    Hin 10 ára Katla kynnir þáttinn og á dásamleg lokaorð að vanda; þetta verkefni er auðvitað stórt og mikið í hugum allra, hvað þá í augum barna!

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    LEGVARPIÐ // Edythe Mangindin ljósmóðir

    LEGVARPIÐ // Edythe Mangindin ljósmóðir

    "Legvarpið" er sjálfstæð þáttasyrpa ljósmæðra innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnendur syrpunnar eru hjúkrunarfræðingarnir og ljósmæðurnar Sunna María Helgadóttir og Stefanía Ósk Margeirsdóttir. Í þessum þætti ræða þær við Edythe Mangindin ljósmóður um upplifun erlendra kvenna sem fæða börn hér á landi. Edythe er fædd og uppalin í San Francisco í Kaliforníu en foreldrar hennar komu upphaflega frá Filippseyjum. Hún flutti til Íslands árið 2009. Hún fékk áhuga á að læra ljósmóðurfræðina í kjölfar þess þegar hún gekk sjálf í gegnum fæðingu fyrsta barns hennar. Hún byrjaði í hjúkrunarfræðinámi á íslensku strax á öðru ári sínu á landinu og lærði um leið íslenskuna. Eftir að hafa lokið hjúkrunarfræðinámi bætti hún við tveim árum til að verða ljósmóðir. Undanfarin fjögur ár hefur hún unnið á deildum sem sinna konum fyrir og eftir fæðingu. Hún er meðal annars alþjóðlegur IBCLC brjóstagjafaráðgjafi og er núna í doktornámi þar sem viðfangsefnið er upplifun erlendra mæðra af mæðravernd og fæðingum á Íslandi. 

    Edythe fjallar um niðurstöður rannsókna og fer meðal annars yfir fæðingar-útkomu og upplifun kvenna af fæðingum og barneignarferlinu. Hverjar eru helstu hindranir tengdar aðstæðum og kerfinu og hvernig tryggjum við jafna, örugga og einstaklingsmiðaða þjónustu? Túlkaþjónusta, réttindamál, félagsleg tengsl, menningarhæfni og margt fleira með Edythe. 

    The midwives Stefanía Ósk and Sunna María are back and for the first time in English, a language they aren't that great in but thankfully Edythe M. Mangindin, did most of the talking. In this episode, Edythe, a woman of many titles but first and foremost a Filipino-American-Icelandic wife, mother, nurse and midwife, talks about the outcomes and experience of
    foreign women who receive maternity care in Iceland. How do we ensure respectful, safe and equal care for women of foreign origin? This and other important questions will be discussed in today's episode.

    Erum við ekki öll frá sömu plánetunni?

    Erum við ekki öll frá sömu plánetunni?

    Fjórar kynslóðir sátu saman í hljóðveri og ræddu hvernig síprjónandi nýbökuð amma upplifir sitt hlutverk. Þær ræddu einnig eitthvað sem er alveg nýtt í fjölskyldunni: spennuna yfir því hvernig litla stúlkan verður á litinn. Þarf að tala um ólíkt litaraft? Og hvernig er rétt að nálgast það? Mikilvægt og hjartnæmt spjall sem endranær. 
    Hlustið kæru vinir og munið að gefa þættinum stjörnur og deila honum áfram. 

    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Yngst og best á bænum

    Yngst og best á bænum

    Ömmgurnar þrjár, Magga Pála, Móey Pála og sú nýfædda, komu í hljóðver ásamt föðurnum nýbakaða honum David. Foreldrarnir segja hlustendum fæðingarsöguna og hvaða tilfinningar bærðust innra með þeim. Einnig ræða þau hvernig lífið er núna með nýjum fjölskyldumeðlim og hvernig það er að vera með nýfætt barn á tímum Covid. Hvernig er svo lífið með barninu? Hvernig gengur að drekka? En að sofa? Skiptast mamma og pabbi á? Sú sem er yngst og best á bænum, fær hún að stjórna?

    Athugið kæru vinkonur og vinir að þátturinn er á ensku.

    //

    The great grandmother Magga Pála, the parents Móey Pála and David came to the studio with the newborn baby girl. The parents share the birth story and talk about all the emotions that are entwined with this miracle. They also talk about how life has changed after the birth and what it is like to have a new born baby during the times of Covid. Listeners also get a glimpse of the breastfeeding, sleeping routine and who it is that actually controls life these days.


    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Ástfangin enn á ný

    Ástfangin enn á ný

    Barnið er fætt! Það þýðir að Magga Pála er orðin langamma og Móey Pála er orðin mamma. Magga Pála segir frá fæðingu dóttur sinnar, þá elstu dóttur hennar og loks nýfædda barninu. Hvað er líkt með öllum þessum fæðingum? Hvað er ólíkt?
    Einnig ræðir Magga Pála handtök og siði sem erfast á milli kynslóða og þá vinnu sem fer í að halda því sem er af hinu góða og því sem raunverulega þarf að sleppa.


    Styrktaraðilar þáttarins eru Krumma leikfanga- og leiktækjaverslun og barnavöruverslunin Regnboginn.


    Fjölskyldan ehf á facebook

    Fjölskyldan ehf á Instagram

    Netfang þáttarins: fjolskyldanehf@gmail.com

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io