Logo

    Dagáll læknanemans: Berglind Bergmann Sverrisdóttir - Uppvinnsla á hita

    isOctober 06, 2020
    What was the main topic of the podcast episode?
    Summarise the key points discussed in the episode?
    Were there any notable quotes or insights from the speakers?
    Which popular books were mentioned in this episode?
    Were there any points particularly controversial or thought-provoking discussed in the episode?
    Were any current events or trending topics addressed in the episode?

    About this Episode

    "Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þætti vikunnar leiðir Berglind Bergmann Sverrisdóttir, sérnámslæknir á Landspítala, hlustendur gegnum almenna uppvinnslu á hita. Hvaða mismunagreiningar eru líklegastar og hvernig er fyrstu rannsóknum er háttað? Þá færist samtalið í átt að hita án uppruna, hvernig það fyrirbæri er skilgreint og hvað ber þá sérstaklega að hafa í huga. Eftir það fer Berglind yfir hvernig hægt er að nálgast uppruna hitans og hvaða sértæku tólum er best að beita við slíka uppvinnslu.

    Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

    SPOTIFY

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-05

    (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)

    Recent Episodes from Landspítali hlaðvarp

    Tilfellaráðgáta á Læknadögum 2023

    Tilfellaráðgáta á Læknadögum 2023

    Sem upphitun fyrir Læknadaga 2024 sem fara fram dagana 15. - 19. janúar, deilum við með ykkur upptöku af tilfellaráðgátu sem fram fór á Læknadögum í fyrra. Berglind Bergmann, sérnámslæknir í lyflækningum, kynnir tilfellið í bútum og pallborð sérfræðinga greinir tilfellið. Pallborðið skipa þau; Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur í almennum lyflækningum, Bára Dís Benediktsdóttir, þá sérnámslæknir í almennum lyflækningum (nú sérfræðingur!), Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og Stella Rún Guðmundsdóttir, sérnámslæknir í almennum lyflækningum.

    LEGVARPIÐ // Þegar ljósmóðir eignast barn

    LEGVARPIÐ // Þegar ljósmóðir eignast barn

    Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legvarpinu. Í þetta sinn fá Legvörpur ekki til sín gest heldur beinist hljóðneminn að Stefaníu sem leysir frá skjóðunni. Hún segir sína reynslusögu af því að ganga með og fæða barn sem ljósmóðir. Hvernig er það að upplifa þetta sjálf á eigin skinni eftir að hafa fylgt ótal konum í gegnum ferlið? Hvað kom á óvart? Hvenær var ljósmæðraþekkingin gagnleg.. eða þvældist hún einhverntíman fyrir? Komið með í þetta magnaða ferðalag, allt frá tilfinningarússíbananum sem fylgir óráðgerðri þungun yfir í kraftmikla heimafæðingu með nágrannana á vorhreingerningardegi fyrir utan gluggann.

    LEGVARPIÐ // Sitjandi fæðingar

    LEGVARPIÐ // Sitjandi fæðingar

    Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Gestur þáttarins er danski fæðingarlæknirinn Kamilla Gerard Nielsen sem fjallar af sinni fagmennsku og einstöku yfirvegun um sitjandi fæðingar og allskyns fróðleik sem tengist hinni sjaldgæfu sitjandi stöðu. Kamilla fræðir okkur um sérþekkingu sína og reynslu af “Upright breech” eða sitjandi fæðingum í uppréttri stöðu, útkomur, upplifun, fræðslu til foreldra og kennslu starfsfólks. Spjallið fer á flug um sögu, menningu, tölfræði og tilfinningar þegar sitjandi fæðingar eru annars vegar, sem einkennist af bæði trú og auðmýkt.

    LEGVARPIÐ // Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir

    LEGVARPIÐ // Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir

    Ljósmæðurnar Stefanía Ósk og Sunna María ræða um ljósmæðratengd málefni líðandi stundar í Legavarpinu. Gestur þáttarins er Kristbjörg Magnúsdóttir ljósmóðir sem segir frá reynslu sinni af ljósmæðrastörfum með Amish fólki í Lancaster sýslu í Pennsylvania fylki Bandaríkjanna. Kristbjörg dregur upp mynd af lífi Amish fólksins sem einkennist af einfaldleika, sjálfbærni og nægjusemi, allt frá klæðarburði til farartækja. Einnig talar hún um viðhorfi kvennanna til barneigna og menninguna í kringum fæðingar, þar sem hin mikla trú á kvenlíkamanum og móður náttúru ræður ríkjum.

    GEÐVARP // Steinunn Ingvadóttir og Hrönn Stefánsdóttir

    GEÐVARP // Steinunn Ingvadóttir og Hrönn Stefánsdóttir
    Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun ræðir við gesti sína sem eru þær Steinunn Ingvarsdóttir og Hrönn Stefánsdóttir. Steinunn Ingvarsdóttir útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2009. Árin eftir útskrift starfaði Steinunn m.a. á bráðamóttöku, hjartagátt og á krabbameinslækningadeild Landspítala. Steinunn fékk í starfi sínu sem aðstoðardeildarstjóri á Krabbameinslækningadeild mikinn áhuga á gæða- og umbótastarfi og það leidda hana í meistaranám í verkefnastjórnum (MPM) við Háskólann í Reykjavík. Steinunn starfaði sem verkefnastjóri á Landspítala næstu árin eftir útskrift úr meistaranáminu og kom að fjölbreyttum verkefnum. Hún hóf svo störf í geðþjónustu Landspítala s.l. haust (2022) sem hjúkrunarfræðingur í Geðhvarfateymi. Steinunn er einnig menntaður Jóga Nidra kennari. Hrönn er hjúkrunarfræðingur, útskrifaðist frá hjúkrunardeild HÍ árið 2003 en með námi vann hún á bæklunarskurðdeild . Vann á Hrafnistu og bráðamóttöku barna þegar nýji barnaspítalinn opnaði árið 2003. Flutti til Bandaríkjanna og fór að vinna á slysa- og bráðadeild í Kaliforníu eftir að hafa tekið bandaríska hjúkrunarprófið. Í Metropolitan University í Minnesota fór Hrönn í diplomanám í sára- og stómahjúkrun. Flutti heim aftur 2011 og vann á bráðamóttöku, neyðarmottökuhjúkrunarfræðingur frá 2013 og verkefnastjóri neyðarmóttökunnar árið 2016. Frá 2022 hefur Hrönn unnið á göngudeild geðsviðs. Helga Sif lauk BSc. í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1999. Hún lauk meistaranámi í geðhjúkrun við hjúkrunarfræðiskóla Washington University árið 2004, hlaut doktorsgráðu í hjúkrunarfræði við sama skóla árið 2007 og lauk til viðbótar meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017. Helga Sif hlaut riddarakross árið 2021 fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma og hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu.
    Landspítali hlaðvarp
    isMarch 22, 2023

    Þunglyndi með Engilbert Sigurðssyni og Magnúsi Karli Magnússyni

    Þunglyndi með Engilbert Sigurðssyni og Magnúsi Karli Magnússyni

    Engilbert Sigurðsson, prófessor og sérfræðingur í geðlækningum, fer yfir þunglyndi í víðum skilningi. Hvað er þunglyndi, hvaða boðefni í heilanum koma við sögu og hverjir eru megin þættir í meðferð. Við ræðum helstu flokka þunglyndislyfja sem eru notuð í dag og einnig nýjungar á borð við segulörvun og psilocybin.

    Þessi þáttur er unnin í samstarfi við Læknadeild Háskóla Íslands og nýtist við kennnslu læknanema í lyfjafræði á 3. ári og geðlækningum á 5. ári. Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum heldur utan um verkefnið og er jafnframt gestaspyrill í þættinum.

    DAGÁLL LÆKNANEMANS // Öndunarbilun með Eric Contant, sérfræðingi í bráðalækningum

    DAGÁLL LÆKNANEMANS // Öndunarbilun með Eric Contant, sérfræðingi í bráðalækningum

    Eric Contant, sérfræðingur í bráðalækningum, ræðir við okkur um bráða öndunarbilun (e. Respiratory failure). Hvernig er bráðveikur sjúklingur metinn? Hvaða súrefnisgjafaleiðir standa til boða og hvenær skal grípa til ytri öndunarvélar (e. Bipap, cpap)? Þá ræðir Eric við okkur um grunnstillingar ytri öndunarvéla og hvernig hægt sé að breyta þeim svari sjúklingur vélinni illa.  

    "Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson.

    GEÐVARPIÐ // Eydís og Manda ræða um geðhjúkrun

    GEÐVARPIÐ // Eydís og Manda ræða um geðhjúkrun

    Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir sérfræðingur í geðhjúkrun ræðir við gesti sína um sögu og þróun geðhjúkrunar ásamt geðhjúkrun á Landspítala. Gestir þáttarins eru þær dr. Eydís Kristín Sveinbjarnardóttir og Manda Jónsdóttir, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri. Eydís er dósent við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Hún var lektor við deildina 1991-1994 og klínískur lektor 2011-2016. Hún er gestadósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri þar sem hún var sviðsforseti og dósent 2016-2021. Eydís var stjórnandi í hjúkrun á Landspítala í næstum tuttugu ár þ.e. á árunum 1997-2016. Þegar Ísland var með formennsku í Norðurskautsráðinu 2019-2021 var Eydís formaður sérfræðingahóps um heilbrigðismál á Norðurslóðum.  Nýjustu birtingar Eydísar eru tveir ritrýndir bókarkafla í kennslubók  um geðhjúkrun fyrir nemendur í meistaranámi í geðhjúkrun sem var að koma út á haustmisserinu 2022.

    Margrét Manda Jónsdóttir er menntaður hjúkrunarfræðingur og starfaði eftir útskrift á legudeild BUGL  og svo í geðþjónustunni. Þar starfaði hún fyrstu árin sem aðstoðardeildarstjóri á sérhæfðri endurhæfingargeðdeild og fékk mikinn áhuga á stjórnun. Manda kláraði MBA nám í HR 2016 og hefur starfað síðan þá sem deildarstjóri. Í dag er Manda í miðju breytingarstjórnunarferli þar sem hún stýrir nýrri deild sem kallast meðferðargeðdeild geðrofssjúkdóma – deild sem sérhæfir sig í greiningu, meðferð og endurhæfingu sjúklinga með geðrofseinkenni. Deildin var stofnuð í janúar 2022 og er því öll umbóta og þróunarvinna í fullum gangi.

    Helga Sif  lauk BSc. í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1999. Hún lauk meistaranámi í geðhjúkrun við hjúkrunarfræðiskóla Washington University árið 2004,  hlaut doktorsgráðu í hjúkrunarfræði við sama skóla árið 2007 og lauk til viðbótar meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017. Helga Sif hlaut riddarakross árið 2021 fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma og hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptadeild Landspítala sem heldur úti Hlaðvarpi Landspítala og þeim sjálfstæðu þáttasyrpum sem tilheyra hlaðvarpsfjölskyldu spítalans.

    Innöndunarlyf með Gunnari Guðmundssyni, lungnalækni

    Innöndunarlyf með Gunnari Guðmundssyni, lungnalækni

    Gunnar Guðmundsson sérfræðingur í lungnalækningum ræðir innúðalyf við astma og langvinnri lungnateppu. Grípið andann á lofti því mörgu er svarað - Hvaða eru berkjuvíkkandi lyf? Hvernig gagnast innúðasterar? Hvernig á að innleiða meðferð og hver er tröppugangurinn þegar kemur að því að auka meðferð?

    Þessi þáttur er unnin í samstarfi við Læknadeild Háskóla Íslands og nýtist við kennnslu læknanema í lyfjafræði á 3. ári. Magnús Karl Magnússon, prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum heldur utan um verkefnið og er jafnframt gestaspyrill í þættinum.

    Klínísk rökleiðsla - 68 ára ferðamaður með skyndilegt rugl og máttleysi

    Klínísk rökleiðsla - 68 ára ferðamaður með skyndilegt rugl og máttleysi

    Berglind Bergmann sérnámslæknir í lyflækningum og Hildur Jónsdóttir sérfræðingur í almennum lyflækningum leiða okkur í gegnum tilfelli með klínískri rökleiðslu (e. clinical reasoning). 

    Þátturinn er 4. og síðasti þátturinn í sérstakri undirsyrpu fyrir Lyflæknaþing sem verður haldið í nóvember 2022. 

    Tilfellið er kynnt í nokkrum bútum og eftir hvern bút eru umræður. Tilfellið er leyst í rauntíma. Hlustandi getur þannig tekið þátt og spreytt sig á tilfellinu með okkur. Áherslan er að hugsa vítt, koma með mismunagreiningar og læra af ferlinu. Hvað leiðir okkur í rétta átt og hvað villir sýn? Rétt greining er afhjúpuð í lok þáttarins.

    Þátturinn byggir á raunverulegu tilfelli. Upplýsingum hefur verið breytt til að gera þær ópersónugreinanlegar og gæta trúnaðar. 

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io