Logo

    dagáll læknanemans

    Explore " dagáll læknanemans" with insightful episodes like "Tilfellaráðgáta á Læknadögum 2023", "DAGÁLL LÆKNANEMANS // Ragnar Freyr Ingvarsson og Ólafur Orri Sturluson: Þvagsýrugigt", "DAGÁLL LÆKNANEMANS // Bryndís Sigurðardóttir: Hjartaþelsbólga (endocarditis)", "Dagáll læknanemans: Þórir Einarsson Long - Hýpónatremía" and "Dagáll læknanemans: Tómas Þór Ágústsson - Sykursýki 2" from podcasts like ""Landspítali hlaðvarp", "Landspítali hlaðvarp", "Landspítali hlaðvarp", "Landspítali hlaðvarp" and "Landspítali hlaðvarp"" and more!

    Episodes (10)

    Tilfellaráðgáta á Læknadögum 2023

    Tilfellaráðgáta á Læknadögum 2023

    Sem upphitun fyrir Læknadaga 2024 sem fara fram dagana 15. - 19. janúar, deilum við með ykkur upptöku af tilfellaráðgátu sem fram fór á Læknadögum í fyrra. Berglind Bergmann, sérnámslæknir í lyflækningum, kynnir tilfellið í bútum og pallborð sérfræðinga greinir tilfellið. Pallborðið skipa þau; Hildur Jónsdóttir, sérfræðingur í almennum lyflækningum, Bára Dís Benediktsdóttir, þá sérnámslæknir í almennum lyflækningum (nú sérfræðingur!), Sigurður Guðmundsson, smitsjúkdómalæknir og Stella Rún Guðmundsdóttir, sérnámslæknir í almennum lyflækningum.

    DAGÁLL LÆKNANEMANS // Ragnar Freyr Ingvarsson og Ólafur Orri Sturluson: Þvagsýrugigt

    DAGÁLL LÆKNANEMANS // Ragnar Freyr Ingvarsson og Ólafur Orri Sturluson: Þvagsýrugigt

    "Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum ræða þeir Ragnar Freyr Ingvarsson gigtarlæknir og Ólafur Orri Sturluson sérnámslæknir í almennum lyflækningum um þvagsýrugigt. Af hverju fáum við þvagsýrugigt? Hvernig er hún greind? Hvaða meðferðarmöguleikar eru í boði? Ennfremur er rætt um þvagsýrugigt í sögulegu samhengi, gildi smásjáskoðunar og hvernig hægt er að beita ómun við mismunagreiningu bólgins liðar. Að lokum uppljóstra viðmælendur þáttarins hver jólagjöfin í ár er (var)!

    Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

    (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)

    SIMPLECAST:
    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-23

    DAGÁLL LÆKNANEMANS // Bryndís Sigurðardóttir: Hjartaþelsbólga (endocarditis)

    DAGÁLL LÆKNANEMANS // Bryndís Sigurðardóttir: Hjartaþelsbólga (endocarditis)

    "Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Í þessum þætti er fjallað um hjartaþelsbólgu eða endocarditis og viðmælandinn er Bryndís Sigurðardóttir, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum. Þarf alltaf að vélindaóma? Hversu oft á að blóðrækta? Þessum spurningum ásamt fleirum er svarað í þætti dagsins. Enn fremur deilir Bryndís fjölmörgum klínískum perlum sem hlustendur mega ekki fyrir nokkra muni missa af!

    Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

    (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)

    SIMPLECAST:

    https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-22

    Dagáll læknanemans: Þórir Einarsson Long - Hýpónatremía

    Dagáll læknanemans: Þórir Einarsson Long - Hýpónatremía

    "Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þessum þætti fer Þórir Einarsson Long sérnámslæknir í almennum lyflækningum gaumgæfilega yfir hýpónatremíu. Hvað er hýpónatremía og hvað eigum við að lesa í það að ef sjúklingur mælist með of lágt natríum? Ræðum tengsl vökvajafnvægis, natríum styrks og osmólalitets í blóði og förum yfir RAAS og ADH stýrikerfin sem hafa áhrif á þetta. Þar næst er farið kerfisbundið í klíníska nálgun og uppvinnslu á hýpónatremíu. Hvernig geta þvagvísar hjálpað okkur í þessu samhengi og hvaða mismunagreiningar liggja að baki. Ræðum muninn á bráðri og langvinnri hýpónatremíu og hvernig sé best að haga meðferð. Loks er farið yfir alvarlega fylgikvilla sem þarf að hafa í huga og Þórir segir frá natríumbjargbrúninni.

    Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

    SPOTIFY

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-08

    (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)

    Dagáll læknanemans: Tómas Þór Ágústsson - Sykursýki 2

    Dagáll læknanemans: Tómas Þór Ágústsson - Sykursýki 2

    "Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þætti vikunnar ræðir Tómas Þór Ágústsson um sykursýki 2. Tómas Þór er sérfræðilæknir á Landspítala í almennum lyflækningum og innkirtlalækningum. Fyrst er mismun á sykursýki 1 og 2 gerð skil. Þá fer viðmælandi okkar yfir meingerð sykursýki 2, fylgikvillum, eftirliti og greiningu. Meðferð er rædd næst. Fyrst bráð meðferð og þá hvort og hvenær viðeigandi er að hefja meðferð með insúlíni til skamms tíma. Tómas fer svo yfir sykursýkismeðferð inniliggjandi sjúklinga og gildi hins víðfræga NovoRapid -skema. Eftir það berst samtalið að langtímameðferð. Farið yfir lyfjaflokkana sem standa til boða og kostir og galla hvers og eins með sérstakri áherslu á "nýju lyfin", það er SGLT2 og GLP1. Að síðustu er tíundað hvenær og hvernig sé best að hefja insúlínmeðferð hjá sjúklingum með Sykursýki 2.

    Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

    SPOTIFY

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-05

    (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)

    Dagáll læknanemans: Berglind Bergmann Sverrisdóttir - Uppvinnsla á hita

    Dagáll læknanemans: Berglind Bergmann Sverrisdóttir - Uppvinnsla á hita

    "Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þætti vikunnar leiðir Berglind Bergmann Sverrisdóttir, sérnámslæknir á Landspítala, hlustendur gegnum almenna uppvinnslu á hita. Hvaða mismunagreiningar eru líklegastar og hvernig er fyrstu rannsóknum er háttað? Þá færist samtalið í átt að hita án uppruna, hvernig það fyrirbæri er skilgreint og hvað ber þá sérstaklega að hafa í huga. Eftir það fer Berglind yfir hvernig hægt er að nálgast uppruna hitans og hvaða sértæku tólum er best að beita við slíka uppvinnslu.

    Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

    SPOTIFY

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-05

    (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)

    Dagáll læknanemans: Hrönn Harðardóttir og Signý Vala Sveinsdóttir - Blóðsegarek til lungna og bláæðasegasjúkdómur

    Dagáll læknanemans: Hrönn Harðardóttir og Signý Vala Sveinsdóttir - Blóðsegarek til lungna og bláæðasegasjúkdómur

    "Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Hrönn Harðardóttir, sérfræðingur í lungnalækningum, og Signý Vala Sveinsdóttir, sérfræðingur í blóðlækningum, ræða blóðsegarek til lungna og bláæðasegasjúkdóm í þætti vikunnar. Kynnt eru til leiks ýmis tól sem geta aðstoðað við greiningu og meðferð. Hvenær á að taka d-dímer, hvernig högum við blóðþynningu og hvenær á að beita segaleysingu? Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

    Í þættinum er meðal annars rætt hvernig sjúklingar presentera og hverju er leitað eftir við mat og skoðun. Kynnt eru Wells-skor og Geneva-skor sem aðstoða við greiningu og farið yfir uppvinnslu. Hvernig nýtist d-dímer, hverja á að senda í tölvusneiðmynd og hverja á að senda í hjartaómun? Farið er ítarlega í PESI-áhættumat á lungnasegareki sem leiðbeinir við meðferð og næstu skref í bráðafasa. Hvernig er blóðþynningu hagað og hvenær á að beita segaleysingu? Loks er rætt um langtímameðferð og horfur.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-04

    SPOTYFY
    https://open.spotify.com/episode/4aDgROg7COnPq0Rso8jemu?si=_UeaTI7yQHS9bX-qzVb8Vg

    (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)

    Dagáll læknanemans: Albert Sigurðsson - Blóðlækningar og blóðleysi

    Dagáll læknanemans: Albert Sigurðsson - Blóðlækningar og blóðleysi

    Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vefsvæðum spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

    Albert Sigurðsson sérnámslæknir leiðir hlustendur í gegnum orsakir blóðleysis. Farið er yfir afhverju sjúklingar verða blóðlausir og hvernig sé best að haga uppvinnslu. Albert fer yfir stærð rauðra blóðkorna (MCV), mismun í stærð þeirra (RDW ) og netfrumur (forstig rauðra blóðkorna) og hvernig þessar stærðir nýtast til mismunagreiningar á orsök blóðleysisins. Enn fremur er farið yfir hver næstu skref eru eftir greiningu á orsök blóðleysisins, þarfnast sjúklingurinn frekari uppvinnslu? Í lokin er sérstök umræða um blóðsundrun (hemolysu), hvaða prufur skal panta og hvenær mann skal gruna blóðleysi á grunni blóðsundrunar. Albert ræðir sömuleiðis tónlistarferil sinn á tímum Covid-19.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-03

    (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)

    Dagáll læknanemans: Sunna Snædal - Bráður nýrnaskaði

    Dagáll læknanemans: Sunna Snædal - Bráður nýrnaskaði

    "Dagáll læknanemans" er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema (cc: Félag læknanema) og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Í þessum þætti ræðir Sunna Snædal, sérfræðingur í nýrnalækningum og almennum lyflækningum, um bráðan nýrnaskaða. Hvað er bráður nýrnaskaði, hvaða lyf þarf að stöðva og hverjar eru ábendingar fyrir skilun? Hvernig verður maður vinur afsteypanna? Sunna afhjúpar einnig uppáhalds nýrnavandamálið sitt.

    Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári. Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala.

    Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vefsvæðum spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.

    Sunna byrjar á að skilgreina bráðan nýrnaskaða og segir svo frá hvernig hún metur sjúkling með versnandi nýrnastarfsemi; hvaða spurninga skal spyrja og hvernig er sé best að meta vökvaástand sjúklings. Mikilvægi kerfisbundinnar nálgunar við mat á mögulegri orsök bráðs nýrnaskaða er rætt. Þá er talað um gildi þvagskoðunar og hvernig maður getur gerst vinur afsteypanna. Förum sömuleiðis yfir hvaða lyf geta ýtt undir bráðan nýrnaskaða, hverjar afleiðingar af bráðum nýrnaskaða geta orðið og hvernig sé hægt að bregðast við þeim með lyfjameðferð. Að lokum fer Sunna yfir hvað skal gera ef allt um þrýtur, ábendingar nýrnaskilunar og langtímahorfur sjúklinga með bráðan nýrnaskaða.

    SIMPLECAST
    https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/dagall-02

    (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)

    Dagáll læknanemans: Hjálmar Ragnar Agnarsson og bráð hjartabilun

    Dagáll læknanemans: Hjálmar Ragnar Agnarsson og bráð hjartabilun

    Dagáll læknanemans er nýtt hlaðvarp fyrir læknanema og aðra áhugasama um hvaðeina sem viðkemur klíník. Hlaðvarpið fær til sín sérfróða gesti og tekur fyrir ýmis læknisfræðileg vandamál. Stjórnendur Dagáls læknanemans eru Sólveig Bjarnadóttir læknanemi á 6. ári og Teitur Ari Theodórsson læknanemi á 5. ári.

    Hvað eru preload og afterload? Í þessum þætti leiðir Hjálmar Ragnar Agnarsson, sérnámslæknir á Landspítala, hlustendur gegnum bráða hjartabilun frá A til Ö. Hjálmar fer yfir hvaða spurninga á að spyrja, hverju á að leita að við skoðun og hvaða rannsóknir hjálpa til við að negla þessa annars klínísku greiningu. Rætt er mikilvægi þvagræsingar í bráðri meðferð, hvað á að gefa mikið og hvar á að draga mörkin? Einnig er farið yfir aðra þætti meðferðar eins og nítro-dreypi og BiPAP/CPAP. Hvenær á fólk að hafa áhyggjur, og síðast en ekki síst: Er Hjálmar frá Vestmannaeyjum?

    Dagáll læknanemans er sjálfstætt verkefni læknanemanna Sólveigar og Teits, en unnið undir handleiðslu samskiptadeildar Landspítala.

    (Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)

    Logo

    © 2024 Podcastworld. All rights reserved

    Stay up to date

    For any inquiries, please email us at hello@podcastworld.io